OK strákar, hjálpiði mér nú.
(nú eða stelpur, þær geta nú alveg verið til með doktorsgráðu í rafeindaverkfræðum...)
Ég ætlaði að nota 360W aflgjafa úr Apple turntölvu sem móðurborðið bilaði í. Allavega var það dómurinn og eigandinn (ekki ég) henti henni.
Fullt af stöðum á netinu sem segja hvernig á að gera og þetta virðist alveg venjulegur standard "switching" spennugjafi þó hann sé úr epplatölvu og aflangur en ekki kubbslegur eins og algengast er í pésum.
Nújæja. Ég fæ hann í gang með því að gera eins og allir virðast sammála um að dugi, þeas hengja 10 óhma, 10watta viðnám milli jarðar og +5v, hengja saman 3,5voltaþráð og spennuskynjaraþráðinn (feitur orange í mjóan órange þráð) og svo rofa milli græna þráðar og jarðar.
dótið fer í gang en um leið og ég set eitthvað álag þá slekkur hann á sér aftur. Búinn að reyna að auka eða minnka lódið (viðnámið) á +5 voltunum.
Það virðist sem skammhlaupsvörnin sé að verki hér en það er sama hversu vægt álag ég býð upp á og á hvaða spennubrú, alltaf slær hann út aftur. Jafnvel þó það sé í sambandi þegar ég kveiki, þá bara fer hann af stað sekúndubrot og slær svo út.
Er einhver af ykkur snillingunum sem getur gefið mér vísbendingu? Er kannski draslið bilað einfaldlega??
Tölvuaflgjafi að stríða mér.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tölvuaflgjafi að stríða mér.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tölvuaflgjafi að stríða mér.
Á kannski einhver annan svona alfgjafa sem liggur engum til gagns, amk 300watta???
Ef svo er þá gæti ég hugsað mér að losa viðkomandi við hann...
Ef svo er þá gæti ég hugsað mér að losa viðkomandi við hann...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Tölvuaflgjafi að stríða mér.
Hljómar eins og draslið sé bilað.
Kannski var móðurborðið ekki bilað eftir allt saman?
Kannski var móðurborðið ekki bilað eftir allt saman?
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tölvuaflgjafi að stríða mér.
[quote=Haraldur]Hljómar eins og draslið sé bilað.
Kannski var móðurborðið ekki bilað eftir allt saman?[/quote]
Mann fer að gruna það.
Gaurinn var hins vegar ekkert óánægður með að hafa afsökun fyrir að fá sér nýrri og miklu flottari tölvu
Kannski var móðurborðið ekki bilað eftir allt saman?[/quote]
Mann fer að gruna það.
Gaurinn var hins vegar ekkert óánægður með að hafa afsökun fyrir að fá sér nýrri og miklu flottari tölvu

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken