14. júlí sl var í gangi stóri flugdagur FMF á Hellu og mikið um dýrðir. Ég þurfti að byrgja mig upp af vistum og fór til þess í bensínstöðvarsjoppuna þarna á Hellu. Hvað haldiði að ég hafi séð hangandi innan um olíusíuþvingur, bílljósaperur og smokka????
Einmitt svona hringskeri eins og ég öfundaði Offa svo mikið af. Pinninn sem þetta hékk á var alveg fullur, ábyggilega til ein 25 stk.
Ég bara varð að eignast einn. Kostaði aðeins fjögurhundruðnítíuogeitthvað.
Afgreiðslumaðurinn varð svo hissa að hann hélt líklega fyrst að ég væri ekki með réttu ráði, líklega drukkinn og ætlaði alls ekki að afgreiða mig með þetta fyrr en ég hafði sannfært hann um að ég virkilega vildi eignast eitt svona og mundi ekki bara slasa mig á því.
Það hafði ekki nokkur maður spurt eftir þessu frá því það var óvart keypt inn fyrir fjödalmörgum árum og enginn hafði hugmynd um hvað þetta væri eða til hvers.
Ég var búinn að steingleyma þessu enda fór ég beint upp í Galtalæk um kvöldið og þar var notaður mikill grillvökvi

Ég fann þetta í útilegudótinu áðan og bara varð að sýna ykkur. Ef ykkur vantar svona þá eru ábyggilega ennþá til ein tuttugu og fjögur stk eftir á bensínstöðinni á Hellu


Ojæja...