Lesið - Smáauglýsingar

Kaupa, selja? Prófaðu þá hérna
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10785
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lesið - Smáauglýsingar

Póstur eftir Sverrir »

Vinsamlegast notið þennan hluta eingöngu undir módeldót og tengda hluti(matsatriði hverju sinni). Ef um óskylda hluti er að ræða má auglýsa þá ef módeldót er tekið sem greiðsla fyrir þá.

Ef verið er að selja hlut vinsamlegast setjið "Til sölu - " fremst í lýsinguna og "Óska eftir - " ef verið er að leita að ákveðnum hlut.

Gefa skal upp netfang og/eða símanúmer sem hægt er að nota til að hafa samband við seljanda/kaupanda.

Seljendur/kaupendur eru vinsamlegast beðnir um að láta vita þegar hlutir eru seldir/keyptir svo hægt sé að fjarlægja viðkomandi þráð. Best er að gera það með því að pósta á þráðinn.

Athugið að meðan auglýsingin er á fyrstu síðu þá er öllum bömpum, póstar sem eingöngu færa auglýsinguna ofar á síðunni, eytt út.

Óska eftir póstar fá eðli málsins samkvæmt að fjúka fyrr í hreinsunum en þumalputtareglan fyrir söluþræði er að þeir eru fjarlægðir eftir 12-18 mánuði nema viðkomandi auglýsandi hafi gert viðeigandi ráðstafanir, annað hvort með því að hafa samband við mig eða innleggi á umræddan þráð.

Ég áskil mér rétt til að meta hlutina hverju sinni! :)
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10785
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lesið - Smáauglýsingar

Póstur eftir Sverrir »

Að gefnu tilefni þá minni ég flugmódelmenn á að kynna sér efnið hér að ofan!
Icelandic Volcano Yeti

Svara