Óska eftir - Rafmagnsflugvél fyrir byrjendur

Kaupa, selja? Prófaðu þá hérna
Svara
Passamynd
kristjanuk
Póstar: 2
Skráður: 2. Sep. 2018 18:24:18

Re: Óska eftir - Rafmagnsflugvél fyrir byrjendur

Póstur eftir kristjanuk »

Góðann dag! Ég er nýr hér á spjallinu en hef verið skráður í klúbbinn tvö tímabil vegna bílabrautarinnar og mig kitlar svolítið í að fá að prófa flugvélarnar. Er einhver að selja billegan byrjendapakka með öllu?

Þeas. rafmagnsflugvél með fjarstýringu og rafhlöðu? Ég á hleðslutæki sjálfur :)

Svo hliðarspurning kannski, ef ég myndi panta mér trainer flugvél sjálfur erlendis frá, væri hægt að finna rafhlöðu hérlendis? 3S 1100-2200mah 20C held ég að ég myndi þurfa.

Passamynd
arni
Póstar: 232
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Óska eftir - Rafmagnsflugvél fyrir byrjendur

Póstur eftir arni »

Jón V Pétursson gæti hjálpað þér.Símin hjá hjá honum er 8957380.

Passamynd
Árni H
Póstar: 1489
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Óska eftir - Rafmagnsflugvél fyrir byrjendur

Póstur eftir Árni H »

Sæll!

Einhver útgáfa af Bixler eða klónum af Bixler myndi trúlega henta þér. Hérna er ógnarlangur og fróðlegur þráður um Bixler 2, sem við Norðanpiltar höfum afar góða reynslu af :)

https://www.rcgroups.com/forums/showthr ... g-Bixler-2

Annars er bara að slá á þráðinn til Jóns V Péturssonar eins og bent er á hér að ofan!

Árni H

Svara