Bretland

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bretland

Póstur eftir Sverrir »

London

Hobbystore
Camden
39 Parkway,
London NW1 7PN.

Sími: +44 207 485 1818
Fax: +44 207 482 0429
Netfang: email@hobbystores.co.uk
Vefsíða: hobbystores.co.uk
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Bretland

Póstur eftir Böðvar »

Sæll Sverrir og aðrir módelmenn

Módelbúð í London 308 Hobbies

308 Holloway Road, London, N7 6NP, United Kingdom.

Telephone UK 020 7609 7700
International +44 20 7609 7700
Fax UK 020 7607 4272
International +44 20 7607 4272
General : info@308hobbies.com
Sales : sales@308hobbies.com

Það er furðulega auðvelt að nota Internetið til að versla, t.d. pantaði ég í gegnum netið nýjan sendi sem var kominn til mín innan viku .

Þetta er mjög góður sendir á góðu verði.
http://www.308hobbies.com/proddet1.asp?PLU=11916

Ég sendi nokkrar fyrirspurnir til þeirra um viðgerðarþjónustu og fleirra og fékk svar um hæl.


Kveðja Böðvar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bretland

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég hef farið nokkrum sinnum til Birmingham undanfarið og í hvert sinn mistekist (vegna tímaskorts) að komast til að heimsækja Mike's Models.

Heilmikil heimasíða á: http://www.mikes-models.co.uk/

Það er sennilega frambærilegasta búðin á því svæði en Skjöldur, okkar mesti módelsmiður, þekkir hana vel enda er Birmingham ekki langt frá Cosford, Mekka íslenskra Balsafíkla.

Næstu Bretlandsferð ætla ég að sjá til þess að fara bæði til Mike's og líka í búðina rétt hjá Camden stöðinni í London, þeirri sem Sverrir nefndi.
Er annars einhver sem hefur hemsótt hana og kann að segja frá.

Björn Geir
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bretland

Póstur eftir Sverrir »

Hobbystore í Camden er fínasta búð og gott að heimsækja. Hef reyndar ekki farið til þeirra síðan 2000 en ef þú ætlar að versla e-ð ákveðið þá mæli ég með því að þú hringir út eða sendir þeim fax með upplýsingum um hvað þú vilt kaupa og hvenær þú áætlar að ná í það.
Þeir voru alla veganna mjög liðlegir á sínum tíma. :)

Þeir eiga til nóg af smáhlutum, módelblöðum, klæðningum, vinsælustu módelunum, timbri, járni og plasti.

Verst hvað pundið er orðið alltof sterkur gjaldmiðill á þessum síðustu og verstu tímum...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Bretland

Póstur eftir ErlingJ »

sælir bræður
ég hef komið inn í mike´s models
ekki mjög stór búð álika stórt og flugmodelm.com
bara meira vöru úrval,
hann er að vísu með slatta fyrir þotur.
Eingu að síður gaman að heimsækja hann
svoldið erfit að finna hann allavega viltist taxa bílstjórinn okkar
í smástund,
en bara gaman af því
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bretland

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Í Camden er hægt að senda konuna á markaðinn svo maður fái að njóta og kaupa í friði. Það er svaka fínn útimarkaður þarna hjá Camden Locks. Við konan höfum oft farið þangað en það var á balsalausa tímabilinu mínu.....

Björn
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Bretland

Póstur eftir Þórir T »

Sælir, hef komið bæði til mikes í birmingham og hobbystore í camden, báðar á þessu ári. Mike er fínn náungi og slatti til, bærilegasta búð.
Hin aftur á móti þótti mér ekki tilkomumikil, bara svona lítil þröng búð, og ekki breitt vöruúrval.... Eina sem ég fékk út úr því að þvælast til camden var að ég fann fínan stað sem bauð egg og beikon lengur en til kl 10 á morgnanna, hann er við hliðina eða svo gott sem :-)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bretland

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Bendi bara á það sem ég sagði um markaðinn við Camden Locks. Hann gerir ferðina til Camden þess virði. Auk þess er ekki neinn vandi að taka túbuna þangað upp á svörtu línunni. Ætla nú samt að kíkja þar við næst þegar ég get :-)

SYbd hvað er að verða lítið úr þessum búðum. Ég hef verið að leita að búðum í Austurríki þangað sem ég er að fara og það er allt utan við borgirnar virðist vera.
Hlakka líka til að komast til Mike's í Birmingham. Nógu oft hef ég ætlað.
SVo er ? hvort maður heimsæki Cosford 2005???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bretland

Póstur eftir Sverrir »

Mæli með Cosford 2005, stefni hraðbyri þangað sjálfur, það er sko alls ekki nóg að fara einu sinni eins og margir geta vottað !
Þú hefur fundið leynistaðinn Þórir ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Bretland

Póstur eftir benedikt »

já... ég hef sko farið í ansi markar verslanir í UK... Fyrst með liðinu á Cosford 2004 og svo núna á 3Dmasters 2005 - þá settum við ansi margar verslanir í Autoroute og keyrðum!

Sú verslun sem kom mér mest á óvart er Slough RC, sem er rétt hjá Heathrow (e..10 mín í bíl) Hún er RISA stór og sérstaklega áhugaverð fyrir flugmenn.. þar er mjög gott úrval af öllu - risa búð

Mikes models.. já.. hún var frekar slöpp fyrir utan Mike sjálfann, hann er víst kick arse jet-pilot, display pilot fyrir AMT. En hann seldi og nýjir eigendur ætla fara meira út í Þyrlur og bíla

Ég fór í Al's hobbies í Milton Keyes - hún er fín - en ekkert meira en það, en mikið af hleðslutækjum og allskonar svona smáhlutum.

Midland Helicopters er besta Þyrlubúðin, bæði "online" og einnig að heimsækja

Skyline models, Stocenchurch - rétt fyrir utan High Wicombe (30 mín með lest frá miðborg London + 5 í leigubíl) er mjög áhugaverð þyrlubúð - þegar þú ferð að þekkja þá, þar ræður Bob Johnston sem er einn besti þyrluflugmaður breta. Þeir eru frekar þurrir svona fyrst - en þegar maður nær sambandi þá eru þetta miklir snillingar. Við heimsóttum einnig þyrluflugvöll í bænnum og sáum þar margt skrautlegt.

´Búðin í Camden er shit... nema ..ég fékk kerti þar á bling bling price! en really bara trainerar og gamalt drasl
If you ain't crashing, you ain't trying !
Svara