BNA, Flórída

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: BNA, Flórída

Póstur eftir Agust »

Á vefsíðunni http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/balsaryk.html er m.a. fjallað um módelflugvöll í Flórída. Þar er einnig minnst á módelbúð í Fort Lauderdale, þannig að þetta á kanski erindi hér.
Ég var þarna líklega um 1997 og skráði þetta skömmu síðar, þannig að upplýsingarnar eru ekki alveg ferskar.

Á balsarykssíðunni stendur:



FORT LAUDERDALE, FLÓRIDA
Þetta er vinsæll ferðamannastaður í Flórida, mun þægilegri en t.d. Orlando. Þar er einn heljarstór módelflugvöllur sem opinn er öllum. Völlurinn er í nýjum risastórum garði sem heitir Markham Park og er í vesturjaðri borgarinnar. Garðurinn er það nýr að hann er ekki merktur inn á kort. Til þess að komast að vellinum þarf smá tilfæringar. Nauðsynlegt er að skipuleggja ferðina með því að skoða kort af borginni. Ein leið er að aka í vestur eftir Sunset Boulevard (eða heitir það kanski Sunrise Boulevard?) nánast eins langt og vegurinn nær, en hann endar í heilmiklu umferðarmannvirki með brúm á mörgum hæðum. Nokkru áður en komið er að brúnum þarf að finna veg sem einnig liggur í austur-vestur og heitir State Road 84 (rétt norðan Sunset Boulevard). Ekið er eftir þessum vegi undir brúarmannvirkið og áfram um það bil einn kílómetra þar til komið er að hliði hægra megin vegar. Þar er hægt að komast inn í garðinn og greiða einn dal hjá hliðverðinum. Nota má tækifærið og spyrja hann til vegar, en einfaldlega með því að halda til hægri (austur) inn í garðinum og fylgja skiltum má auðveldlega finna völlinn. Hann er nánar tiltekið austast í garðinum, rétt við vegamannvirkið mikla. Garðurinn með módelvellinum góða stendur við 16001 W.State Road, Sunrise, FL 33326, sími (954) 389-2000, fax (954) 537-2844.

Hér mega allir módelflugmenn fljúga, þar sem völlurinn er kostaður af héraðinu Broward County. Menn verða þó að hafa tryggingu ($500.000), og er nóg að geta framvísað AMA skírteini. Fjarstýring verður reglum garðsins samkvæmt að vera viðurkennd í USA.

Brautin er heljarstór, e.t.v 10 x 100 m. trúlega meir. Þar er aðstaða til að setja saman módel á góðum borðum undir þaki, eða við braut (menn nota þar kefli fyrir jarðstreng fyrir borð), hús með síma og salerni, svo og góð bílastæði. Þar fljúga menn módelum daglega af öllum gerðum; venjulegum, þyrlum og þotum.

Þegar ekið er um ókunnar slóðir erlendis er ómetanlegt að vera með GPS tæki í bílnum. Ég var með lítið vasatæki sem ég lét liggja á mælaborðinu. Tækið heitir Garmin GPS-38 og kostaði $130 í USA og um 17.000 kr. hér. GPS hnit vallarins er: N26°07.511' W080°20.905' (með +/- 100m nákvæmni. Þetta var árið 1997 og GPS ruglið virkt).

Mig minnir að góð flugmódelverslun sé á Sunset Boulevard 1415, norðan vegar.

Þess má geta á nokkru norðan við Fort Lauderdale er Palm Beach þar sem árlega er haldið mikið mót sem kallast Top Gun. Þar er keppt um heimsins bestu risaskalamódel. Í Model Aircraft news er oft fjallað um þetta mót.

Rétt hjá Miami er flugminjasafn, og annað rétt hjá Titusville og Coco Beach sem eru rétt hjá Kennedy Space Center (GPS N28°31.391 W080°40.729) sem allir sannir (módel)flugmenn verða að skoða... Sjálfsagt er margt fleira áhugavert í Flórída - leggið í sarpinn!

--- --- ---

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: BNA, Flórída

Póstur eftir Sverrir »

Fór á smá netráp og fann klúbbinn, http://www.mppaonline.com/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: BNA, Flórída

Póstur eftir Sverrir »

Bob's Hobby Center
7333 Lake Underhill Road
Orlando FL 32822
+1 407 277 1248
www.bobshobbycenter.com
enquiries@bobshobbycenter.com
Icelandic Volcano Yeti
Svara