Staufenbiel

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Einhver sem hefur reynslu af þessum?:

http://www.modellhobby.de/e-vendo.php?s ... &a=catalog
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Sverrir »

Jamm, búðin í Berlín er alla veganna mjög efnileg.

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 9545#p9545
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eh... j´ú það er búð í Berlín en 'eg var nú svona þarna að pæla í að panta frá þeim gegnum netið. hugmyndin var að fá einn Aerofly 5 með fjarstýringarlíki.

Er annars einhver sem veit hvernig svoleiðis virkar. Ef maður fær sér svona hermi með fjarstýringarlíki (game commander)og vill svo tengja sína eigin alvöru stýringu... þarf maður að tengja hana gegnum fjarstýringarlíkið eða er sérstakur döngull sem maður tengir gegnum? Málið er að ég vildi geta skilið fjarstýringarlíkið eftir í Sverige en samt geta notað herminn hér heima með alvöru stýringunni...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Sverrir »

Þá geturðu kíkt á Lindinger, hef verslað við þá á netinu, þeir eru líka €10 ódýrari. ;)
http://shop.lindinger.at/product_info.p ... s_id=84649

Þyrftir væntanlega að versla þennan með...
http://shop.lindinger.at/product_info.p ... s_id=72150

Reyndar ekki víst að hann virki fyrir þig!
[quote]TECHNISCHE BESCHREIBUNG:
ACHTUNG: nicht mit DSC Buchsen von Fernsteuerungen kompatibel! z.B.: MX-12, MX-16, MX-22, Spektrum, DSC Modul Graupner (3290.24),...[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Agust »

Minn gamli AFPD er gerður fyrir venjulegan sendi. Í snúrunni milli sendis og tölvu, er hugbúnaðarlykill (dongle) sem forritið leitar að þegar tölvan er ræst upp. Eiginlega kostar forritið sem slíkt lítið sem ekkert, en hugbúnaðarlykillinn er rándýr. Það er því ekki hægt að nota herminn nema í tölvu sem er með þennan lykil.

Er hugbúnaðarlykill í snúrunni sem Sverrir berndir á?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það sem ég er enn ekki búinn að fá á hreint er, hvort Game Commander (eins og þeir kalla það stýringarlíkið sem hægt e að kaupa herminn með) inniheldur þennan "döngul" sem er lykillinn að forritinu eða hvort döngullinn sé ser og GC-inn tengist í hann. Það er að segja, hvort ég þurfi að vera með GC-inn eða hvort ég geti notað herminn án hans og með minni stýringu.
Hugmyndin var nefnilega að hafa GC-inn í íbúðinni í Svíþjóð þar sem ég er langdvölum og nota eigin stýringu hér heima. Ég er nefnilega með Mac-fartölvu sem ég ferðast með.

Græjan sem Sverrir segir frá hér að ofan skilst mér að sé þráðlaus móttakari (AWC, Aerofly Wireless Control) þannig að maður getur notað stýringuna án snúru. Þeir eru til fyrir 72, 35 og 40 MHz kerfi en ekki 2,4 GHz sem skýrir þessa þýsku "ACHTUNG..." sem Sverrir vitnar í.
Sniðugt.

Ætli það sé ekki rétt að panta þetta frá Lindinger en ósköp finnst mér nú óprófessjónellt af þeim að segja að maður þurfi Vinddós númer sjö til þess að keyra MacOS útgáfuna ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Sverrir »

Sennilega best fyrir þig að leggjast yfir heimasíðuna hjá Ikarus og senda þeim svo fyrirspurn.

Þetta sem ég vísa í er ekki þráðlausa græjan þeirra, enda ef myndin er skoðuð þá er erfitt að sjá hvernig þetta geti verið þráðlaust! ;)

Samkvæmt minni takmörkuðu þýskukunnáttu les ég þarna að þessi græja virki ekki með DSC tengjum, t.d. í þessum fjarstýringum. 12, 16 og 22 eru 35mhz fjarstýringar, module-inn sem þeir nefna er viðbót í bakkastýringarnar.

Hérna eru svo meiri upplýsingar af heimasíðu Ikarus.
[quote]This Multi-Player AWC Dongle is designed for Two-Player Mode (for Interface and Game Commander) and can be simply connected to a free USB port. But it does not replace the Original Dongle for the Aerofly Professional Deluxe (which has to be connected at all time no matter whether it is the Interface or Game Commander Version!!).

The Multi-Player AWC Dongle can also be used
- for the current Game Commander Version
Function: The Multi-Player AWC Dongle is plugged in in addition to the Game Commander and can be used as single or multi-player version.
- for the current Interface Version

For all Graupner transmitters (except M22, which requires in addition the adapter # 31036!). For all transmitters use the Adapter # 31047!
Please pay attention: Interface cable operation is not possible with a Graupner MC-19/MC-24 transmitter with DSC Module (Order No. 3290.24)![/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Páll Ágúst »

[quote=Björn G Leifsson]Eh... j´ú það er búð í Berlín en 'eg var nú svona þarna að pæla í að panta frá þeim gegnum netið. hugmyndin var að fá einn Aerofly 5 með fjarstýringarlíki.

Er annars einhver sem veit hvernig svoleiðis virkar. Ef maður fær sér svona hermi með fjarstýringarlíki (game commander)og vill svo tengja sína eigin alvöru stýringu... þarf maður að tengja hana gegnum fjarstýringarlíkið eða er sérstakur döngull sem maður tengir gegnum? Málið er að ég vildi geta skilið fjarstýringarlíkið eftir í Sverige en samt geta notað herminn hér heima með alvöru stýringunni...[/quote]
Björn,
Ég var að skoða þetta um daginn. Er að hugsa um AFPD upgrade í 5.
Þar fær maður ekki USB pung heldur notar áfram gamla.
Svo þú ættir öruglega að geta notað gamla punginn úr AFPD(ef þú átt hann enþá) heima og skilið eftir Commanderinn í Sverge :)
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Staufenbiel

Póstur eftir Gunni Binni »

Blessaður Björn Geir!
Hvernig væri að prófa þetta http://www.dealextreme.com/details.dx/sku.41178 frá hinum vinum mínum kínverjunum hjá dealextreme, þaðan sem ég hef pantað nokkrum sinnum.
Varla getur verið slæmt, að þetta er "Almighty", að vísu sé ég ekki minnst á óæðri tölvutegundir frá ávaxtafyrirtæki nokkru. Ekki mikill séns að prófa þetta fyrir 11.80$ með sendikostnaði frá Kína.

Hef reyndar testað http://www.dealextreme.com/details.dx/sku.15582 frá sömu gæjum. þó ég eigi löglegan Reflex, varð forvitnin til þess að ég keypti þennan og hann svínvirkar með fullt af aukavélum, eftir reyndar að mér tókst að komast úr kínverska menukerfinu í það enska. Eins vildi ég hafa simman á ferðatölvunni og geta notað Futaba og JR stýringar og kaplar fyrir það fylgja.

Skoðaði reyndar Staufenbiel í Berlín, um daginn sem var ekki nema 3-400 m frá hótelinu mínu. Fattaði það reyndar ekki fyrr en undir lok ferðarinnar. Þetta var mjög vel búin búð með mönnum sem virtust hafa vit á viðfangsefninu. Ég ætlaði að fara aftur seinna að laugardeginum kvöldið fyrir brottför, en þá höfðu þeir lokað klukkan 16:00 og ég fór tómhentur heim...... Kanski eins gott... Get ss ekki sagt að ég hafi vitað hvað mig vamtaði..... :rolleyes:
Kveðja
Gunni Binni
Svara