Kínabúð - Lightinthebox.com

Söfnum saman smá fróðleik hér
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 906
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

lightinthebox.com Þarna er allur andsk.... til.
Skrolla neðst á forsíðuna og þar er það sem við leitum að Toys-and-Hobbies
Kv.
Gústi
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Ágúst Borgþórsson]lightinthebox.com Þarna er allur andsk.... til.
Skrolla neðst á forsíðuna og þar er það sem við leitum að Toys-and-Hobbies[/quote]
Hef verslað nokkrum sinnum við þá aðallega electróník og virðast þeir áreiðanlegir.
RC- dótið er á http://www.lightinthebox.com/wholesale- ... trol_c2283
Nota þó eingöngu Paypal eins og við aðra vini mína kínverja eða almennt netverja.
Fékk reyndar góða sendingu frá þeim um daginn og von á annarri með alvöru módeldóti.
http://www.lightinthebox.com/KATANA-acr ... 95830.html Sent með UPS og mjög vel frágengið:
Eins og sjá má er ég ekkert mjög leiður þó plássið sé á þrotum. :cool:
Mynd

Búbbluplastið ekki sparað!
Mynd

Á maður ekki að gera svona þó smíðin sé ekki byrjuð?

Mynd

Eða var það svona?
Mynd

Það reyndist vera vél ofan í kassanum :D
Mynd
Mynd
Mynd

Fittings fylgdi
Mynd

Vængir voru líka með, vei!
Mynd

Manúallinn var á kínversku sem er að verða mitt annað tungumál :)
Mynd

Ef ég kem því einhvern tíman í verk að smíða vélina breyti ég þessum pósti í smíða þráð...


En af því ég var byrjaður að panta ákvað ég að panta þessa líka:
http://www.lightinthebox.com/KATANA-Acr ... 95692.html
Og þessar fylgdu með í pakkann.
http://www.lightinthebox.com/EXTRA-330L ... 96549.html
http://www.lightinthebox.com/Emax-Doubl ... 55940.html

Vill einhver klippa Paypal kortið mitt!!!!!!!!!!!!!!
Kveðja
Gunni Binni

Þess ber að geta að ástæða þess að ég trylltist svona er að í kringum jólin buðu þeir upp á ókeypis frakt á allt yfir 150$. Ég efast um að þeir geri slík mistök aftur eftir æði mitt.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5643
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir maggikri »

Flott þessi Katana 84"wingspan hjá þér, Gunni Binni. Sebart schemi. Hún er örugglega mjög spræk á 50cc mótor.
Gott verð hjá vinum þínum kínverjunum. Það er nú eiginlega kraftaverk að ná 50cc vél fyrir innan 50þús, það sem ég er búinn að skoða fer yfirleitt meira nálægt 100 kallinum og yfir bara vélin.

Að vísu er þessi 70" wingspan Katana líka flott og verðið jók. Gæti verið flott á DLE30 mótor. Gott að hafa svona dót sem fylgir með!

kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Gunni Binni »

Talandi um vini mína kínverjana, þá barst mér síðari sendingin frá LightintheBox í dag :D
Í henni voru 70" Katana, Extra 330L foam vél og Chinook foam smáþyrla auk sendataskna. Allt þetta dót sem maður týmir venjulega ekki að kaupa frá Kína vegna sendikostnaðar.
http://www.lightinthebox.com/KATANA-Acr ... 95692.html
http://www.lightinthebox.com/EXTRA-330L ... 96549.html
http://www.lightinthebox.com/Emax-Doubl ... 55940.html

En þeir eru snillingar eins og sást á þræði Gústa hér framar. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=4695
Ég freistaðist til að panta þessa hluti aðeins á undan áður en ég féll fyrir 84" Katönuna og af því að þeir höfðu ókeypis sendikostnað, freistaðist ég til að panta stærri vélina líka áður en tilboðið rann út. Ég er nefnilega "sucker for a good deal".
Ástæða þess að sendingin tafðist var að þeir voru að bíða eftir annarri sendatösku, en ég pantaði tvær.
Það kom risastór kassi með DHL:

Mynd
Ekki vantar að dótinu er vel pakkað
Mynd
Mynd
Nú var fof notað frauðplast, svo mikið að hægt væri að einangra heilt hús(lítið dvergahús)
Mynd
Vélin kom óskemmd með miklu bubluplasti
Mynd
Og inn á milli glitti í:
Sendatösku
Mynd
Og Chinookkinn
Mynd
Sendataskan var mátuð
Mynd
Aukahlutirnir skoðaðir
Mynd
Og kávlingin mátuð, þó enn sé nokkuð í að ég komist í smíðar
Mynd
Bæklingurinn á þessari fínu kínversku
Mynd
En vélin er falleg
Mynd
Og líkist stórusystur
Mynd
Mynd
Enn einn kassinn leyndist í þeim stóra
Mynd
Og upp úr honum skreið Extran
Mynd
Vel pökkuð með brushless inrunner og gír en ekki straumstýringu eða servó.
Mynd

Þá er það næsta mál:

Hvar á ég að koma þessu fyrir????????????


Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Messarinn »

Magnað Gunni Binni

er einmitt að bíða eftir einum mótor frá kína
hann er á fáránlega góðu verði og frír sendinga kostnaður
Þetta er CRRC PRO GP26R og ég borgaði fyrir hannkr. 22.868
svo er bara að vita hvað ég þarf að borga í toll
Mynd

Kv Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11450
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Sverrir »

Átt ekki að þurfa að borga toll, ef þeir setja þetta í almenna flokkinn eða leikfangaflokkinn láttu þá breyta því!
Ætti væntanlega að fara í tollskrárflokk „8407.3100 - Með 50 cm3 sprengirými eða minna.“

Svo er „bara“ 25.5% VSK! :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Messarinn]Magnað Gunni Binni

er einmitt að bíða eftir einum mótor frá kína
hann er á fáránlega góðu verði og frír sendinga kostnaður
Þetta er CRRC PRO GP26R og ég borgaði fyrir hannkr. 22.868
svo er bara að vita hvað ég þarf að borga í toll
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 083084.jpg

Kv Gummi[/quote]
Þessi er flottur! Í hvað á að setja hann?
Frá hvaða kínverja pantaðir þú hann? (þessi með skásettu augun? ;-)
Ég á einn 26cc mótor sem ég pantaði frá Hobbyking mars 2009 í einhverju bríaríi og hef verið að reyna að finna not fyrir. En nú fæ ég loksins not fyrir hann í 70" Katönuna! Heppinn! :cool:
Hann er ekki til lengur hjá HK en líkist helst þessum http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=6462 og var á svipuðu verði(hræbillegt, þess vegna slysaðist ég til að kaupa hann).

Síðan pantaði ég http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=9616 til að setja í 84" katönuna og er að bíða eftir honum.

Varðandi tollin fer það að ég held eftir hvað maður kallar þetta hvort þú borgir 10% leikfangatoll ofan á vaskinn eða ekki. Sverrir veit betur hvað á að kalla þetta mynnir mig af eldri spjallþræði.

Sé reyndar að Sverrir er búinn að svara því meðan ég pikka með mínum tveimur fingrum.
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir einarak »

[quote=Sverrir]Átt ekki að þurfa að borga toll, ef þeir setja þetta í almenna flokkinn eða leikfangaflokkinn láttu þá breyta því!
Ætti væntanlega að fara í tollskrárflokk „8407.3100 - Með 50 cm3 sprengirými eða minna.“

Svo er „bara“ 25.5% VSK! :/[/quote]
Er þá tollur ef þær eru yfir 50cc einsog DLE-55 ?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11450
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Sverrir »

[quote=einarak]Er þá tollur ef þær eru yfir 50cc einsog DLE-55 ?[/quote]
Nei, bara annað tollskrárnúmer.

8407.3100 - Með 50 cm3 sprengirými eða minna
8407.3200 - Með meira en 50 cm3 sprengirými til og með 250 cm3
8407.3300 - Með meira en 250 cm sprengirými til og með 1000 cm3
8407.3400 - Með meira en 1000 cm3 sprengirými
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Kínabúð - Lightinthebox.com

Póstur eftir Haraldur »

Þyrfti að vera til svona stikkí póst með tollnúmerum fyrir helstu tegundir af þessu dóti sem við erum að flytja inn. Þá getur maður bara prentað þetta út og hent í hausinn á tollurunum.
Svara