Módelbúð Long Island

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Módelbúð Long Island

Póstur eftir INE »

Er staddur í New York fylki, nánar tiltekið á Long Island og fann þess búð og kíkti í heimsókn.

Willis Radio Control er ágætis búð, með fjölbreytt úrval af módel vörum. Búðin er á 2 hæðum, á neðri hæð eru "static models" og Rockets en á efri hæð er mikið úrval af fjarstýrðum farartækjum.

Í flugvélum er aðal áherslan á rafmagn og er mikið úrval af vörum frá Eflite og Parkzone.

Willis Radio Control
300 Willis Ave
Mineola, NY 11501
(516)742-5599
http://www.valuerc.com


Tók nokkrar myndir:
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd


Kveðja frá USA,

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Módelbúð Long Island

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Haurðu... dj er maður lélegur. Ég var þarna í sumar og hélt ég væri búinn að gefa skýrslu. En vfinn hana ekki og sennilega hef ég bara ímyndað mér það.

Allavega þá fann ég ekkert þarna sem var á þannig verði að hægt væri að réttlæta kaup, konan var með og sýndi mikinn skilning.
Fór ánægður en tómhentur út.

Eitt sem ég sá þarna athyglisvert var ung kona sem var að versla sér dót í raketturnar sínar. Þeir eru með stóra deild með eldsneyti og fleiru í rakettur. Ég komst að því að rakettur er mikið hobbý og þarna var gullfalleg ung kona sem vissi allt um þetta eðla tómstundagaman. Hef aldrei skilið af hverju konurnar ekki atta módelsportið okkar, en allt er nú til svo sem...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Módelbúð Long Island

Póstur eftir Sverrir »

Nei þú ert líka vanur að taka eins og fjögur ár í skýrslurnar, alla veganna með birtingu! ;)

Fínasta búð og með nokkrar girnilegar í inniflugið sé ég. :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: Módelbúð Long Island

Póstur eftir Fridrik »

Sæll INE

Hef komið í þessa búð er alveg ágæt en fannst hún dýr, ef þú stopar í Houston þá var ég búin að finna góða búð þar með svona stærri hlutum :)

kv
Friðrik
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Módelbúð Long Island

Póstur eftir INE »

Sæll.

Fer til Houston á morgun en fer ekki af borði, því miður.

Sendi á þig línu þegar að það stendur til næst.

Takk fyrir þetta :)

Kveðja,

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Svara