Síða 1 af 1

Re: Varahlutir frá DA (Desert Aircraft)

Póstað: 5. Maí. 2012 18:43:21
eftir Haraldur
Hæ!
Er einhver sem hefur reynslu af að versla varahluti eða annað frá Desert Aircraft ?
Er hún góð eða slæm?

Ég er búinn að vera í bréfasamskiptum við þá og fæ alltaf gott viðmót og svar strax. Næst ætla ég að prófa að panta frá þeim.

Re: Varahlutir frá DA (Desert Aircraft)

Póstað: 5. Maí. 2012 19:03:40
eftir Spitfire
Hef enga reynslu í viðskiptum við þá, en hvar sem ég sé einhvern með DA mótor, þá heyri ég lof og prís og meðmæli með þeim. Þeir eru reyndar efstir á listanum þegar ég sleppi loksins höndinni af litlu glóðarhausmótorunum.

Re: Varahlutir frá DA (Desert Aircraft)

Póstað: 5. Maí. 2012 19:27:58
eftir maggikri
Ég hafði samband við þá vegna "backplate í DA-50R". Þeir svöruðu strax og ekkert vandamál. En ég pantaði ekki í það skiptið og lét sjóða stykkið fyrir mig. Ég held að þetta ætti að vera neitt vandamál. Spurning hvort að Flugvélapabbi sé með reynslu af viðskiptum við þá.
kv
MK

Re: Varahlutir frá DA (Desert Aircraft)

Póstað: 5. Maí. 2012 19:40:28
eftir Flugvelapabbi
Fljot og örugg þjonusta, frabærir naungar
Kv
Einar pall

Re: Varahlutir frá DA (Desert Aircraft)

Póstað: 5. Maí. 2012 23:34:23
eftir Sverrir
Meistarar á öllum sviðum.


Re: Varahlutir frá DA (Desert Aircraft)

Póstað: 6. Maí. 2012 07:16:08
eftir Björn G Leifsson
Ein bestu meðmælin eru væntanlega hversu duglegir kínverjarnir eru að kópíer þá ;)