Hefur einhver reynslu af pantadu.is ?

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hefur einhver reynslu af pantadu.is ?

Póstur eftir Agust »

Hefur einhver reynslu af pantadu.is sem pantar fyrir mann frá Amazon ?

Hvað leggja þeir mikið á vöruna?

http://pantadu.is/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
4beez
Póstar: 3
Skráður: 2. Feb. 2015 23:33:08

Re: Hefur einhver reynslu af pantadu.is ?

Póstur eftir 4beez »

Hef pantað tvisvar í gegnum þá, fékk fyrstu þyrluna mína í seinustu viku. Pantaði beint frá búð í USA og sendi á heimilisfangið þeirra í Flórída. Tóku um 5-6 þús miðað við að sendingin til Íslands kostaði 50$. Fékk að vita sendingarkostnaðinn enn var ekkert sagt beint um þóknunina. Í fyrri pöntun sem þeir sáu alfarið um, sendi bara hlekk á Amazon var þóknunin ekki hærri miðað við endanlegt verð, líklega minni.

Mun versla aftur ef mig vantar vörur sem fást ekki sendar hingað, eða ef ég panta frá mörgum aðilum í einu. Þeir senda einu sinni í viku milli USA Og Íslands þannig að þetta tekur sinn tíma. Tölvupóstum er stundum svarað seint en viðmótið er gott samkvæmt minni reynslu.

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hefur einhver reynslu af pantadu.is ?

Póstur eftir Agust »

Sæll

Takk fyrir upplýsingarnar.

Ef ég skil þig rétt þá hefur þú líklega greitt $50 fyrir sendingu+þóknun vegna vöru sem kostaði um $500.

Þetta er vel sloppið ef svo er.

Gæti komið sér vel ef seljandinn sendir ekki til Íslands, og kannski ekki síður til að sameina panatnir frá nokkrum aðilum til að lækka sendingarkostnað.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
4beez
Póstar: 3
Skráður: 2. Feb. 2015 23:33:08

Re: Hefur einhver reynslu af pantadu.is ?

Póstur eftir 4beez »

Sæll
Var sagt að sendingarkostnaðurinn væri um 50$, ein lítil þyrla plús 3 meðalstórar bækur í tveim pökkum. Miðað við heildarkostnað var þóknunin því um 5000 kr. Heildarverð á vörunum var undir 300$.

Vert að taka fram að með þessari leið er maður að borga fyrir sendingu innan USA og skatt ef hann á við.

Svara