Síða 1 af 1

Re: Sendingaþjónusta myus / shopusa - nothæft ?

Póstað: 23. Mar. 2019 10:33:28
eftir Björn G Leifsson
Sælir

Ég veit að þett hefur af og til komið upp í umræðunni en hvað segja þeir nú sem reynt hafa? Er hægt að nota þessar sendingaþjónustur og hverjir eru kostir og gallar ef svo er?
Ég er ekki að hugsa um neitt sérstakt en mig langar til að kaupa hitt og þetta hobbýtengt. Er t.d. hægt að láta safna sendingum frá fleiri aðilum í einn stóran pakka??


MyUS:
https://www.myus.com/blog/save-on-shipp ... F35Ts1tdCk

ShopUSA:
https://www.shopusa.com/shopusa/iceland/

Kannski fleiri til?

Re: Sendingaþjónusta myus / shopusa - nothæft ?

Póstað: 23. Mar. 2019 11:16:47
eftir gunnarh
Ég hef notað https://www.nybox.com og virkar mjög vel og þá er það oft til að safna saman liltu pökkum og þeir endurpakka svo í einn en auðvitað kostar það. Svo eru margir sem vilja ekki senda til Íslands eða geta ekki gefið manni tracking alla leið heim ef það sé eitthvað verðmætt þá er hægt að nota þessa þjónustu.

Re: Sendingaþjónusta myus / shopusa - nothæft ?

Póstað: 23. Mar. 2019 15:50:43
eftir Sverrir
Ég notaði ShopUSA í gamla daga og núna nota ég nánast eingöngu MyUS (var að fá pakka með þeim síðast í gær), undantekningin kannski ef maður ætlaði að panta rafhlöður þar sem ShopUSA geta boðið upp á skipaflutning hingað heim.

Re: Sendingaþjónusta myus / shopusa - nothæft ?

Póstað: 27. Mar. 2019 15:25:40
eftir einarak
Nota myus.com töluvert, geyma sendingar fyrir mann, pakka minni sendingum saman í eina og senda þegar maður biður þá um. Eru með mjög þæginlegt vef-viðmót, geta sent þér myndir af sendingunum og innihaldinu ef maður er ekki með það á hreinu sjálfur osf. Þeir rukka flutning eftir þyngd og eru mikið ódýrari en shopusa.

Re: Sendingaþjónusta myus / shopusa - nothæft ?

Póstað: 28. Mar. 2019 16:02:07
eftir Björn G Leifsson
Flottar uplýsingar, takk fyrir þetta. Ef fleiri hafa frá reynslu að segja þá endilega bætið því við. Þetta kemur okkur öllum til góða vona ég.

Er að skoða hluti í föndur og týna saman í hugsanlega pöntun héðan og þaðan og er einmitt að reka mig endalaust á seljendur sem ekki senda til Íslands. Mér finnst það jafnvel meira á amazon.co.uk en hef svo sem ekki talið það neitt "vísindalega"