Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1521
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Póstur eftir Árni H »

Þegar flensan lagðist yfir hafði maður loksins tíma til þess að kíkja yfir símann og skoða hvað síðastliðið ár hafði að færa. Þegar grannt var skoðað rifjaðist upp að veðrið um sumarið var að mestu leyti ömurlegt og einnig að ég hafði verið mikið í burtu fyrrgreint "sumar"- sennilega var ég bestu flugdagana í burtu úr bænum eða erlendis. Það mun líka verða sett á agendu þessa árs að reyna að komast flugkomur og mót fyrir sunnan en það fórst alveg fyrir hjá mér á síðasta ári.

Þetta endurspeglast í annálnum þar sem flestar myndir tengjast Slipp og Skúr en einnig sést að Helmut átti gott ár (að mestu leyti...). Einnig bregður fyrir gömlum úrillum kunningja sem er ekki alveg sáttur frekar en fyrri daginn... :)Megi svo 2020 verða okkur öllum farsælt flugár!
Passamynd
maggikri
Póstar: 4733
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Póstur eftir maggikri »

Góður! Árni þú ert nú nokkuð flottur þegar þú tekur þig til og setur saman í annál. Við sunnanmenn með myndablætin þekkjum það. Frauðið er geggjað!

kv
MK
Passamynd
Árni H
Póstar: 1521
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Póstur eftir Árni H »

Þakka þér fyrir Maggi! Engin ferð á völlinn nema taka fullt af myndum - þekki það... ;)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10961
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Póstur eftir Sverrir »

Já Árni minn svona er það þegar menn frelsast! ;)

En sá ég rétt, heimsóttirðu stórvini mína hjá Falken í fyrra?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1521
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Póstur eftir Árni H »

[quote=Sverrir]Já Árni minn svona er það þegar menn frelsast! ;)

En sá ég rétt, heimsóttirðu stórvini mína hjá Falken í fyrra?[/quote]

Já, það vill svo til vel til að guttinn minn keypti hús þarna skammt frá þannig að ég skrapp í vettvangsrannsókn enda stórskemmtilegur klúbbur. Það var að vísu enginn við þegar ég kom en það verður bætt úr því næst... :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10961
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelfélag Akureyrar 2019 - séð með augum Huawei (og Árna Hrólfs)

Póstur eftir Sverrir »

Vel valið hjá honum, það eru flottar samkomur þarna hjá þeim köppunum!
Icelandic Volcano Yeti
Svara