Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Póstur eftir Sverrir »

Væri alveg til í þetta ;)

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Póstur eftir Ingþór »

kærastan mín og vinkona hennar eru hérna að máta kanínubúninga fyrir grímupartý hjá BDSM félaginu (ekki spyrja) og ég er með þungan hjartslátt hlæandi og grátandi í bland, það er ekki útaf kanínubúningunum....
djöfull væri ég til í að prufa þetta... hvað ætli 90 mínútna action kosti á svona græju?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Póstur eftir maggikri »

Sverrir þetta er næst hjá þér, þú ert búinn að prófa Texan og Stearman. Ingþór, 1 klst á P-51 Mustang kostar $3000 í Flórida. Gæti trúað að þetta gæti kostað ef þetta væri hægt að fá útkeypt svona $ 10-15 þús.

Ætli ég þurfi ekki fleiri en einn ælupoka ef ég færi í þetta. Var að reyna að fá svona flugferð á F-15 þegar ég vann hjá hernum árið 1986, en fór í P-3 Orion í staðinn http://en.wikipedia.org/wiki/P-3_Orion

Það er meiriháttar mál að fá að fara í svona flugferð. Einhverjir flugmenn hjá Icelandair hafa prófað þetta og einn fór á spítala eftir þá ferð.

Ég segi fyrir mína parta þá vill ég ekki borga mikið fyrir að láta mér líða illa. Þess vegna er maður í módelfluginu og vill láta sé líða vel.
kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Póstur eftir Sverrir »

[quote=maggikri]Sverrir þetta er næst hjá þér, þú ert búinn að prófa Texan og Stearman. Ingþór, 1 klst á P-51 Mustang kostar $3000 í Flórida. Gæti trúað að þetta gæti kostað ef þetta væri hægt að fá útkeypt svona $ 10-15 þús.[/quote]
Ég sagði það nú einhvern tíma að ég ætti eftir að logga þotutíma í svörtu bókina mína, hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér!

Annars er listflug ekkert grín, sérstaklega ekki fyrir óvana menn(eins og mig), ég var eins og blaut tuska og algjörlega úrvinda eftir klukkutíma flug á Texan. :)

Við þurfum nú ekki að leita langt út fyrir okkar raðir að mönnum sem hafa skotist í túra á herþotum, Stefán nokkur Sæmundsson hefur gert það alla veganna tvisvar sinnum. Hann gæti kannski sagt okkur frá því við tækifæri. :)

Delta Dagger
Mynd

Phantom
Mynd


Ætli Baldur Sveinsson ljósmyndari sé ekki sá Íslendingur sem hefur oftast fengið far með herþotum Kanans hér á landi og þar á meðal F-15.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudniv
Póstar: 94
Skráður: 20. Jan. 2008 02:47:04

Re: Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Póstur eftir gudniv »

þetta er ekkert mál , búina æfa í rússubönum , góð æfing, bara gaman af þessu strákar...hljótum að geta þetta eins og þeir, ha, ha
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jeremy Clarkson fer í flugtúr með F15

Póstur eftir Sverrir »

Bahh, rússíbanar, smússíbanar ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara