Heinkel He 162 Salamander with Pulsejet

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Heinkel He 162 Salamander with Pulsejet

Póstur eftir Messarinn »

Hérna er vídeó af Heinkel He 162 með pulse jet mótor sem er bara rör með bílkerti í
og hraðinn er gífurlegur á þessu apparati
Var að hugsa um Árna Hrólf vin minn sem langar svo mikið í svona
kannski færðu þetta í jólagjöf ? hver veit :)



hérna er svo nærmynd af startinu
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heinkel He 162 Salamander with Pulsejet

Póstur eftir Sverrir »

Já Árni hefur lengi verið svagur fyrir þessum gripum, þú ættir að gefa honum góð heyrnarhlíf ef hann fær sér eins og einn mótor. Er ekki spurning um að ná í eins og tvo kaffibrúsa og redda þessu. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3642
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heinkel He 162 Salamander with Pulsejet

Póstur eftir Gaui »

Kannski er ég orðinn gamall, kannski ekki, en mér finnst þetta flug mikið æsilegra en svokallað Rússnjeski Mjégabjeb.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Heinkel He 162 Salamander with Pulsejet

Póstur eftir Árni H »

[quote=Sverrir]þú ættir að gefa honum góð heyrnarhlíf ef hann fær sér eins og einn mótor.[/quote]
Pfff - síðasta hobbý gekk alveg frá eyrunum á mér þannig að eina leiðin fyrir mig til að heyra almennilega í vélinni minni er að hafa pulsejet og það helst tvær :)

En þetta er í vinnslu - ég er verulega svag fyrir svona hávaðatólum. Það er samt vissara að ganga vel frá þessu dóti í módelinu svo það sviðni ekki í því innviðirnir...



Kv,

Árni H
Svara