DH.91 Albatross

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: DH.91 Albatross

Póstur eftir Árni H »

Hérna er flott módel af DH.91 Albatross, sem var smíðuð úr balsakrossviði eins og sú ágæta vél Mosquito. Þetta er að margra mati ein fallegasta flugvél sem smíðuð hefur verið fyrr og síðar. Aðeins 7 voru smíðaðar að meðtöldum frumgerðunum og þess má til gamans geta, að einni þeirra, G-AEVV, hlekktist á í Reykjavík þann 11. ágúst 1940 og endaði daga sína þar skv. heimildum.

Smíðaverkefni einhver? :)

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: DH.91 Albatross

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt er hún... og til enn frekari gamans má geta þess að systurvél hennar, G-AEVW, hlekktist líka á í lendingu í Reykjavík þann 7. apríl 1942 og endaði þar ævi sína. Engin þessara sjö systra lifði það af að sjá innrásina í Normandí og tvær síðustu voru teknar úr notkun í september 1943 en hinar fimm fórust allar í stríðinu.
Mynd

[quote=https://en.wikipedia.org/wiki/De_Havilland_Albatross]With the onset of World War II, the Royal Air Force considered their range and speed useful for courier flights between Great Britain and Iceland, and the two mail planes were pressed into service with 271 Squadron in September 1940, operating between Prestwick and Reykjavik but both were destroyed in landing accidents in Reykjavík within the space of 9 months: Faraday in 1941 and Franklin in 1942.

Faraday
Mail-carrier variant was delivered to Imperial Airways in August 1939 as Faraday and registered G-AEVV. It was transferred to BOAC when it was formed in 1940 but was impressed into Royal Air Force service with serial number AX903 for operation by No. 271 Squadron RAF. It was destroyed in a landing accident at Reykjavik on 11 August 1941.

Franklin
Mail-carrier variant was delivered to BOAC as Franklin and registered G-AEVW. Impressed into Royal Air Force Service with the serial number AX904 for operation by 271 Squadron. It was destroyed when the landing gear collapsed on landing at Reykjavik on 7 April 1942.

Falcon - Vélin í vídeóinu
Passenger variant was registered G-AFDJ and delivered to Imperial Airways (later BOAC) as Falcon in 1938. It was scrapped in September 1943.
[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: DH.91 Albatross

Póstur eftir Árni H »

Það er greinilegt að Reykjavík var þessum vélum ekki hagstæð!
Hérna eru félagarnir svo að prufukeyra vélina fyrir klæðningu:



Þetta er ansi flott...
Svara