Jæja Guðjon þa hefst upprifjunin, a fyrstu myndinni er TAURUS sem eg smiðaði og gaf Hinrik, eins er það með Se5 sem eg smiðaði likas og Kristjan fjek hja mer.
Velarnar i röðini eru Piper,Monsun fra Graupner,Tomahawk og Cherokee.
Nonni var með EAA biplane eg var með Bucker Bu 180 Student og Wolfgang Matt ARROW.
Domararnir voru Eirikur verkfr. AK Dui, Þorarinn Agustsson. Bjössi og Erlingur
Með bestu kveðju
Einar Pall
Eldri myndir af módelum og mönnum
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Ég vissi að það var einhver sem vissi þetta
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
OK, hérna er skemmtileg mynd. Ég held hún sé tekin 1979 (mappan er ekkert merk). Þannig var að Finnar áttu að halda Norðurlandamót í módel svifflugi, en vegna þess að það eru engar ómengaðar brekkur í Finnlandi (allt fullt af trjám), þá buðust Íslendingar til að halda hangkeppnina.
Helgina fyrir keppnina sjálfa var svo stormað austur á Hvolsvöll til að hafa æfingu. Það er skemmst frá því að segja að þar rigndi eins og hellt væri úr nokkrum fötum og það var aldrei möguleiki að gera nokkuð sem gæti kallast æfing. Við fórum á milli hentugra hangstaða og pírðum á móti slagveðrinu og alltaf var Jón Benediktsson á Velli jafn bjartsýnn og spáði því að hann færi bara rétt bráðum að stytta upp.
Þeir sem húka hérna hundblautir í skjóli við Bronkóinn hans Nonna eru: f.v. Einar Páll Einarsson, Theodor Theodorsson, sem þá var formaður Þyts, Jón V Pétursson, Birgir Sigurðsson og Valdimar (Einarsson ?)
Eftir allt þetta vatn fóru menn að örvænta, en helgina eftir gerði þetta líka svakalega góða veður og Norðurlandamótið fór fram með alveg hrikalegum glæsibrag. Ég á nokkrar myndir frá því og skanna þær inn bráðlega.
Helgina fyrir keppnina sjálfa var svo stormað austur á Hvolsvöll til að hafa æfingu. Það er skemmst frá því að segja að þar rigndi eins og hellt væri úr nokkrum fötum og það var aldrei möguleiki að gera nokkuð sem gæti kallast æfing. Við fórum á milli hentugra hangstaða og pírðum á móti slagveðrinu og alltaf var Jón Benediktsson á Velli jafn bjartsýnn og spáði því að hann færi bara rétt bráðum að stytta upp.
Þeir sem húka hérna hundblautir í skjóli við Bronkóinn hans Nonna eru: f.v. Einar Páll Einarsson, Theodor Theodorsson, sem þá var formaður Þyts, Jón V Pétursson, Birgir Sigurðsson og Valdimar (Einarsson ?)
Eftir allt þetta vatn fóru menn að örvænta, en helgina eftir gerði þetta líka svakalega góða veður og Norðurlandamótið fór fram með alveg hrikalegum glæsibrag. Ég á nokkrar myndir frá því og skanna þær inn bráðlega.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Jón V. Pétursson sendi mér nokkrar myndir sem ég skannaði inn. Hér er um tvo atburði að ræða, annars vegar póstflug frá Reykjavík upp á Akranes á flotflugvél og hins vegar flugsýning í Reykjavík og flug heimsmeistarans Hanno Prettner á þeirri sýningu.
Hér er vél sem ég smíðaði fyrir Nonna og flaug mikið. Við prófuðum að setja hana á flot og hún var bara fjári skemmtileg þannig. Nonni er enn að fljúga þessari vél og ég held hann eigi flotin ennþá.
Hér er hópurinn saman kominn á kajanum í Reykjavík, nema Einar Páll, sem ég held að hafi tekið þessa mynd.
Svo var kassi með umslögum settur í vélina (veit einhver hvað varð um öll þessi umslög?):
... og flogið upp á Skaga
Þá er það flugsýningin í Reykjavík 1982 (var það ekki???). Það voru ýmsar nýjungar sýndar á þessari flugsýningu og í fyrsta sinn á Íslandi var módelþyrlu flogið opinberlega. Það var Gunnar Brynjólfsson sem það gerði, en hann var einna fyrstur til að ná tökum á svoleðis vélbúnaði.
Hér er svo verið að gera tilbúið til að fljúga upp með svifflugu á bakinu á stóru rauðu vélinni. Ég (til vinstri með rauða Kók-húfu) flaug þeirri rauðu og Ási Björns (lengst til hægri) stýrði svifflugunni. Á þessari mynd má einnig þekkja Óla Sverris, Jón VP og Pétur Hjálmars.
Hér er Austurríkismaðurinn Hanno Prettner að gera klárt. Hann var óumdeildur heimsmeistari í módel-listflugi í fjölda ára og komst enginn nálægt honum. Það er pabbi hans sem er að aðstoða hann og það var hann sem smíðaði og hélt við módelunum hans.
Þytur bauð þeim feðgum í smá veislu áður en þeir fóru af landi brott og þar gáfum við Prettner endurhlaðanlegan startpung (að mig minnir) með mæli og alls konar fídusum sem einhver (einar Páll??) setti saman. Það er greinilegt af þessari mynd að ég var afskaplega skemmtilegur í þá daga.
Hér er vél sem ég smíðaði fyrir Nonna og flaug mikið. Við prófuðum að setja hana á flot og hún var bara fjári skemmtileg þannig. Nonni er enn að fljúga þessari vél og ég held hann eigi flotin ennþá.
Hér er hópurinn saman kominn á kajanum í Reykjavík, nema Einar Páll, sem ég held að hafi tekið þessa mynd.
Svo var kassi með umslögum settur í vélina (veit einhver hvað varð um öll þessi umslög?):
... og flogið upp á Skaga
Þá er það flugsýningin í Reykjavík 1982 (var það ekki???). Það voru ýmsar nýjungar sýndar á þessari flugsýningu og í fyrsta sinn á Íslandi var módelþyrlu flogið opinberlega. Það var Gunnar Brynjólfsson sem það gerði, en hann var einna fyrstur til að ná tökum á svoleðis vélbúnaði.
Hér er svo verið að gera tilbúið til að fljúga upp með svifflugu á bakinu á stóru rauðu vélinni. Ég (til vinstri með rauða Kók-húfu) flaug þeirri rauðu og Ási Björns (lengst til hægri) stýrði svifflugunni. Á þessari mynd má einnig þekkja Óla Sverris, Jón VP og Pétur Hjálmars.
Hér er Austurríkismaðurinn Hanno Prettner að gera klárt. Hann var óumdeildur heimsmeistari í módel-listflugi í fjölda ára og komst enginn nálægt honum. Það er pabbi hans sem er að aðstoða hann og það var hann sem smíðaði og hélt við módelunum hans.
Þytur bauð þeim feðgum í smá veislu áður en þeir fóru af landi brott og þar gáfum við Prettner endurhlaðanlegan startpung (að mig minnir) með mæli og alls konar fídusum sem einhver (einar Páll??) setti saman. Það er greinilegt af þessari mynd að ég var afskaplega skemmtilegur í þá daga.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Þetta er skemmtileg lesning. Ég ólst upp á Dalvík Eyjafirði og þekkti engan sem vissi eitthvað um
módelflug en ég fékk bullandi áhuga á þessu sporti þegar strákur frá Reykjavík (Ómar Henningsson) kom til Dalvíkur með forláta svifflugu sem hann hafði verslað í Tómó og ég nauðaði í honum að selja mér hana sem hann svo gerði, þetta var c.a. sumarið 1979 eða 80 og á ég hana ennþá.
Jón eða Gaui munið þið eftir hvað þessi sviffluga heitir?
vængirnir eru beinir með washout á endunum og settir saman í miðju með pianoteini á milli sem er v laga (Straight dihedral)og fest á skrokkinn með teigum, einnig er aftari vængflöturinn festur niður með teigjum og vélinn er 2 rása og vænghaf 2 metrar
Gaman að svona upprifjunum
áfram með smérið strákar þetta er skemmtilegt
Kv Gummi
módelflug en ég fékk bullandi áhuga á þessu sporti þegar strákur frá Reykjavík (Ómar Henningsson) kom til Dalvíkur með forláta svifflugu sem hann hafði verslað í Tómó og ég nauðaði í honum að selja mér hana sem hann svo gerði, þetta var c.a. sumarið 1979 eða 80 og á ég hana ennþá.
Jón eða Gaui munið þið eftir hvað þessi sviffluga heitir?
vængirnir eru beinir með washout á endunum og settir saman í miðju með pianoteini á milli sem er v laga (Straight dihedral)og fest á skrokkinn með teigum, einnig er aftari vængflöturinn festur niður með teigjum og vélinn er 2 rása og vænghaf 2 metrar
Gaman að svona upprifjunum
áfram með smérið strákar þetta er skemmtilegt
Kv Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
- Flugvelapabbi
- Póstar: 589
- Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Er þetta ekki
Graupner AMIGO
kv
Einar Pall
Graupner AMIGO
kv
Einar Pall
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Óþekktur flugmódelmaður á Sandskeiði á flugdeginum 17. júlí 1938.
Og elsta krassið sem er til á filmu
Kíkið á 0:35 > https://www.islandpaafilm.dk/is/node/65179
Einhver af eldri kynslóðinni sem kannast við kappann með flugmódelið?
Annars er þetta bútur úr 20 mínútna vídeó sem er til frá flugdeginum og má sjá hér > https://www.islandpaafilm.dk/is/node/56549
Þarna má m.a. sjá vélar úr leiðangri Þjóðverja sem var á landinu á þessum tíma.
Og elsta krassið sem er til á filmu
Kíkið á 0:35 > https://www.islandpaafilm.dk/is/node/65179
Einhver af eldri kynslóðinni sem kannast við kappann með flugmódelið?
Annars er þetta bútur úr 20 mínútna vídeó sem er til frá flugdeginum og má sjá hér > https://www.islandpaafilm.dk/is/node/56549
Þarna má m.a. sjá vélar úr leiðangri Þjóðverja sem var á landinu á þessum tíma.
- Viðhengi
-
- sandskeid38_1.jpg (195.17 KiB) Skoðað 82 sinnum
-
- sandskeid38_2.jpg (128.53 KiB) Skoðað 82 sinnum
-
- sandskeid38_3.jpg (74.78 KiB) Skoðað 82 sinnum
-
- sandskeid38_4.jpg (73.03 KiB) Skoðað 82 sinnum
-
- sandskeid38_5.jpg (106.93 KiB) Skoðað 82 sinnum
Icelandic Volcano Yeti