Flugmódelsýning í Kolaportinu 1999

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelsýning í Kolaportinu 1999

Póstur eftir Sverrir »

Þá héldum við sýningu í Kolaportinu helgina 12.-13.júní 1999. Stöðugur straumur gesta var á svæðið um helgina og ef minnið svíkur ekki þeimur meira þá kostaði 200 kr inn á svæðið. Gestirnir fengu svo atkvæðaseðil þar sem þeir gátu kosið fallegasta flugmódelið og það flottasta í smíðum. Gott ef Skjöldur var ekki í fyrsta sæti í hvoru tveggja en þó er farið að fenna aðeins yfir þann hluta minnisins. Einnig voru flughermar á staðnum sem hægt var að taka í, þeir vöktu mikla lukku hjá viðstöddum.

Við Guðmundur, þáverandi formaður Þyts, stóðum í ströngu við að halda utan um sýningargripina, útbúa upplýsingaspjöld og hringja út aðila sem við vissum að ættu áhugaverða gripi. Svo þurfti að koma þessu á svæðið og í sýningarhæft form og loka sýningarsvæðið af, það var jú selt inn.

Eftir að hafa greitt kostnaðinn við leigu á svæðinu, verðlaunagripi, tryggingar(sem þurfti svo að nýta!) og annað sem til féll þá var hagnaðinum skipt á milli þeirra flugmódelfélaga sem þátt tóku í hlutfalli við fjölda flugmódela sem á sýningunni voru frá hverju félagi. Svona eftir á að hyggja þá hefði ég átt að fara fram á að hagnaðinum væri skipt eftir fjölda starfsmanna frá hverju félagi! ;)

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Flugmódelsýning í Kolaportinu 1999

Póstur eftir Jónas J »

Gaman að sjá þetta. Maður kannast við nokkur módel þarna :D
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelsýning í Kolaportinu 1999

Póstur eftir Sverrir »

Já, þau eru ansi mörg sem eru enn á lífi úr þessum hóp. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 219
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: Flugmódelsýning í Kolaportinu 1999

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Ótrúlegt er hvað vinnan skemmir módelstarfið.
Það fer of mikill tími í að vinna fyrir brauði
Pétur Hjálmars
Svara