Skalamót Sandskeiði

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir Böðvar »

Frá Skalamóti Einars P. Einarssonar haldið á Sandskeiði 26. ágúst 1989. Þáttur 1 af 3.

Hér sjáum við Inga Guðjónsson með Pitts Spesial. Hann var snemma búinn að taka tæknina í sínar hendur, var t.d. með gíró á hallastýrunum og var með handstart, góður flugmaður Ingi.

lulli
Póstar: 1241
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir lulli »

Þetta hefur verið flott samkoma með góðri mætingu og flottum flota.
Gott að þessum myndskeiðum sé haldið til haga.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Elson
Póstar: 221
Skráður: 28. Feb. 2010 14:50:11

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir Elson »

Gaman að þessu, get ekki beðið eftir næsta þætti :)
Bjarni Valur
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir Jónas J »

Frábært framtak hjá þér Böðvar ;)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að þessu, er þetta kannski platínumoli? :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir maggikri »

Gaman af þessu. Þetta handstart(pullstart) er sniðugt og hefur verið á þessum tíma mikið framfaraskref. Ég hélt alltaf að stórskalamót Einars Páls tengdust Tungubökkum. Ég vissi að EPE væri búinn að halda mörg stórskalamót en kannski ekki svona mörg.
kv
MK
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir Böðvar »

Einar Páll Einarsson er einn af stofnendum Flugmódelfélagsins Þyts, hann hefur haldið hvert vel heppnaða stórmótið af öðru í ára raðir og í þvílíku blíðviðri, að menn hafa talað um að hann sé í sérstöku sambandi við almættið.

Einar Páll er líka einhver allra flínkasti flugvéla og skala flugmódel smiður sem Íslendingar eiga, hvert glæsi flugmódelið af fætur öðru rennur út flugvélaverksmiðju EPE í Mosó.

Einar Páll er óumdeilt líka einn af okkar allra færustu flugmönnum og við köllum hann oft flugvélapabba.

Hann flýgur hér listflug á skalamótinu sínu sem haldið var á Sandskeiði 26.ágúst. 1989

Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir Böðvar »

[quote=maggikri]Gaman af þessu. Þetta handstart(pullstart) er sniðugt og hefur verið á þessum tíma mikið framfaraskref. Ég hélt alltaf að stórskalamót Einars Páls tengdust Tungubökkum. Ég vissi að EPE væri búinn að halda mörg stórskalamót en kannski ekki svona mörg.
kv
MK[/quote]

Á U-matic vídeó spólunni stendur bara Skalamót EPE Sandskeið 26.ágúst 1989. En Stórskalamót Einars Páls komu seinna.

Bara til gamans hvað tækninni hefur fleigt framm. Græjurnar sem ég átti á þessum árum í kvikmyndagerðinni, sjáið þið á þessari mynd, þunga U-matic upptökutækið sem Einar bróðir er með á öxlinni og sveri kapallinn á milli tækjana. En Þrífóturinn sendur alltaf fyrir sínu enn í dag og góð linsa á myndavélinni.
Mynd

Hér stóra heimilis vídeó myndavélin sem tók stórar VHS spólur og þurfti að bera á öxlinni, eins og sést hér á myndinni frá Kríumótinu forðum sem Arnar B. Vignisson er með.
Mynd
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir maggikri »

Já ég kannast við svona VHS vélar eins og Arnar var með.
Ég var með eina svona
http://www.oldvcr.tv/collection/index.h ... 280E&Ref=4
og notaði hana í ca 10ár og tók mikið af módelflugi. Held nú að þínar vélar Böðvar skili betri gæðum á tölvuna. En sú vél var ansi dýr eða um kr. 150.000.- árið 1990.
kv
MK
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Skalamót Sandskeiði

Póstur eftir maggikri »

Svakalega voru menn fínt dressaðir þarna á Sandskeiði. Engir kuldagallar, bara sparibuxur og golfbolur.
kv
MK
Svara