Hvolsfjall og Kambar

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvolsfjall og Kambar

Póstur eftir Sverrir »

Í byrjun sést smá klippa frá Hvolsfjalli(nema annað komi í ljós) og svo hverfum við í Kambana.

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Hvolsfjall og Kambar

Póstur eftir Böðvar »

Alltaf gaman að sjá þessar gömlu Gullmola.

Fyrsta klipan er tekin á Íslandsmóti F3B á hástarti á túninu hjá bóndanum Jóni á Völlum ekki langt frá Hvolsvelli, tekið líklega í Júlí 1994.

Þetta voru geisi vinsæl tveggja daga svifflugsmót. Það var lagt gjarnan af stað síðdegis á föstudegi og haldið austur og tjaldað á mótsstað og grillað og tekið skemtilegt spjall í eldhúsinum hjá Jóni bónda, en Jón og sonur hanns voru miklir flugmódeláhugamenn.

Á Laugardeginum var haldið hástartmót F3B og á sunnudeginum var farið í Hvolsfjall og haldið Íslandsmót í hangflugi F3F.

Í skottinu á Lada Samara var ég með lítið eldhús og helti úpp á nýlagað og ylmandi kaffi fyrir alla sem vildu og Hannes sést þarna bíða eftir uppáhellunni. Það sést í stélið á ASW 24.

Í hangfluginu á Kambabrún sé ég m.a. Erling, hef ekki séð hann lengi, held að hann hafi flutt til Danmerkur.

Takk fyrir þetta Sverrir.
Svara