F3F Norðurlandamótið í hangi 1979 á Íslandi

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: F3F Norðurlandamótið í hangi 1979 á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »



Það bar svo til að frændur okkar í Finnlandi fundu ekki brekkur sínar fyrir skógi seint á áttunda áratug síðustu aldar en svo illa vildi til að þeir höfðu ætlað sér að halda Norðurlandamótið í hangi, F3F, árið 1979 en sáu sér það ekki fært einmitt út af áðurnefndum skógi. Þá skárust Íslendingar í leikinn og buðust til að halda Norðurlandamótið í hangi í stað þeirra og var það samþykkt. Hingað mættu keppendur frá Danmörku, Noregi(Royce var víst í fríi hérna á þessum tíma að fljúga með íslenskum félögum sínum) og Svíþjóð og skemmtu sér konunglega við flug í Hvolsfjalli dagana 14. og 15. júlí 1979 en Finnar sátu hjá, væntanlega týndir í margnefndum skógi!

Best tíminn var 104.75 sekúndur(flognir 20 leggir) og hann átti Kaj Henning Nielsen frá Danmörku sem einmitt vann keppnina en svona til gamans þá má nefna að heimsmetið er í dag rétt tæplega 25 sekúndur(flognir 10 leggir) svo það hafa orðið talsverðar breytingar eins og menn rétt geta ímyndað sér á þessum 35 árum sem liðin eru, 36 í sumar!

Það væri hins vegar gaman að heyra frá þeim sem voru þarna og ég tala nú ekki um ef menn eiga eitthvað á blaði um sjálfa keppnina, þátttakendur, tíma og fleiri skemmtilegan fróðleik sem nýta mætti til að bæta lýsinguna á vídeóinu. Tala nú ekki um ef ljósmyndir leynast einhvers staðar þarna úti!

Úrslit urðu sem hér segir
Mynd Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mikið af upplýsingunum koma úr grein sem Preben Nørholm skrifaði um keppnina í RC-Information Nr.60 Október 1979.

Vídeó: Einar Páll Einarsson
Myndir: Einar Páll Einarsson, fengnar úr RC-Information Nr.60 Október 1979.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: F3F Norðurlandamótið í hangi 1979 á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

Kaj H. Nielsen sendi mér mynd af verðlaunagripnum, smíðaður af Herði Hjálmarssyni, sem hann hlaut fyrir sigurinn en þetta var einmitt hans síðasta mót. Hann hóf svo að fljúga aftur í F3F þegar hann fór á eftirlaun 2002 og hefur best náð 6.sæti í heimsmeistaramótinu sem fór fram í Slóvakíu í fyrra.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: F3F Norðurlandamótið í hangi 1979 á Íslandi

Póstur eftir Agust »

Nú hafa verið haldin tvö heimsmeistaramót í módelsvifflugi á Íslandi. Er það ekki rétt hjá mér?

Er ekki kominn tími á það þriðja?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: F3F Norðurlandamótið í hangi 1979 á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

Alla vega eitt óopinbert, Viking Race 1996, hvert var hitt?
Rafn benti mér á að 1979 voru það bara Norðurlandaþjóðirnar plús kannski Bretar sem flugu hang svo það má þá flokka NM 1979 sem hitt mótið sem Ágúst talar um. :)

Fyrsta opinbera heimsmeistaramótið í F3F undir véböndum FAI var haldið 2012 í Arkona.

Danir eru búnir að sækja um að halda 2016 mótið en 2018... ;)

Hins vegar er stór spurning hvort við getum haldið þetta, kostar talsverðan mannskap og yfirlegu í viku á keppnisstöðum plús auðvitað undirbúninginn. Flugmálafélagið hljóp undir bagga með mannskap síðast, spurning hvort það gerist í nútímanum. En sjálfsagt að kanna málið ef áhugi er fyrir því.

Svo eru bæði Evrópu- og heimsmeistaramótaröð í F3F í gangi á hverju ári.

Það voru einnig haldin F3F/F3B Norðurlandamót hérna 1984.
Icelandic Volcano Yeti
Svara