F3F/F3B Norðurlandamótin í hangi og hástarti 1984 á Íslandi

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: F3F/F3B Norðurlandamótin í hangi og hástarti 1984 á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

1984 héldum við aftur Norðurlandamótið í F3F(hangi) en að auki bættist F3B(hástart), við í pakkann svo það var nóg að gera hjá okkar mönnum. Ég gróf upp grein sem Preben Nørholm skrifaði í Modelflyve Nyt og sagði frá keppnunum og úrslitunum. Hana má finna hér að neðan.

Þegar greinin er lesin þá kemur í ljós að Preben nefnir góðan árangur Guðjóns nokkurs Ólafssonar en hann varð í öðru sæti í hástarti(F3B) og var ansi nálægt fyrsta sætinu eins og sést á stigunum en Nils Vium frá Danmörku vann hástartið. Preben nefnir einnig að Guðjón hafi greinilega lært mikið af F3B flugmönnunum hjá White Sheet RC Soaring Club þar sem hann dvaldi í viku eftir heimsmeistaramótið 1983 en þar lenti hann í 67. sæti. Jón V. Pétursson, Heiðar Hinriksson og Einar Páll Einarsson röðuðu sér svo í 6., 7. og 8. sætið.

Í hanginu(F3F) þá lenti Theodór Theodórsson í fjórða sæti en hann var einungis 49 stigum á eftir Espen Torp frá Noregi sem var í þriðja sætinu. Espen Torp hefur verið í hópi bestu flugmanna í F3F, endaði m.a. í þriðja sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Heiðar Hinriksson, Einar Páll Einarsson og Kristinn Gunnarsson röðuðu sér svo í 9., 10. og 11. sætið.

Danirnir voru einnig hrifnir af framkvæmd mótanna, sérstaklega nýju spili sem Guðjón lagði til og notað var í hástartinu, og nefna að Íslendingar standi í fyrsta skipti jafnfætis frændum sínum á Norðulöndum þrátt fyrir að vera einungis 1% af fólksfjöldanum.

Mynd

Mynd

Texti: Modelflyve Nyt 5/84.
Myndir: Einar Páll Einarsson

Lítil frétt í upphafi árs.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara