Zlin Z-326 á flugsýningu í Reykjavík

Brot úr íslenskri módelsögu en einnig eldra flugefni
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Zlin Z-326 á flugsýningu í Reykjavík

Póstur eftir Sverrir »

Sennilega tekið á flugsýningin 1969.

Zlin 326 Trener Master flugvélin TF-ABC var keypt ný hingað til lands af Flugmálafélagi Íslands árið 1966 og var fyrst skráð þann 2. september 1966. Þegar flugvélin var keypt kom með henni tékkneskur flugmaður til að kenna Íslendingum að fljúga listflug á henni og voru Elíeser Jónsson og Þórólfur Magnússon þeir sem lengst náðu í þeirri list.

Framan af gekk útgerð flugvélarinnar frekar illa og má þar helst kenna um vankunnáttu Íslendinga í umgengni við hreyfil hennar, en hann er mjög frábrugðinn þeim hreyflum sem finnast í algengum Íslenskum einkaflugvélum. Undir lok 90 áratugarins höfðu menn eignast flugvélina sem voru tilbúnir að tileinka sér hugmyndafræði "austursins" í flugvélahreyflum, og eftir það hefur útgerðin gengið vel.

Það er við hæfi á þessu 50 ára skráningarafmæli flugvélarinnar að sýna þetta myndband.


Klippa úr safni Einars Páls Einarssonar.
Icelandic Volcano Yeti
Svara