Litir á foam vélar

Heitasta greinin í dag
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Litir á foam vélar

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag.
Hérna eru myndir af nokkrum tegundum lita sem hægt er að nota til að sprauta(Airbrush) eða handmála og þekja(nota svamp).
Þessir fást í Poulsen og fá módelmenn 10-20% afslátt þar. Passa bara að taka vatnsþynnanlega.
Mynd

Þessir fást í "Litir og Föndur" á Skólavörðustíg. Þessi er tilbuin í Airbrush
Mynd
Þessa þarf að þynna í Airbrush
Mynd
Þessa þarf að þynna í Airbrush
Mynd
Þessi fæst í Tómó og er gott að nota í handmálun. 10% afsláttur fyrir módelmenn sem eru duglegir að versla þar.
Mynd

Afsakið nokkrar myndir óskýrar , var gert í flýti.

kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Litir á foam vélar

Póstur eftir Agust »

Takk fyrir þetta, einmitt það sem ég var að leita að.

Er það ekki rétt skilið að Litur og Föndur selur það sem er á mynd 2,3 & 4 ?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Litir á foam vélar

Póstur eftir maggikri »

[quote=Agust]Takk fyrir þetta, einmitt það sem ég var að leita að.

Er það ekki rétt skilið að Litur og Föndur selur það sem er á mynd 2,3 & 4 ?[/quote]
Jú það ku vera rétt!. Litirnir á myndum 3 og 4 fást líka í "Litir og Föndur" í Kópavogi, en Badger airbrush málningin fæst bara á Skólavörðustíg.

Svo er líka hægt að nota venjulega akryl málningu og þynna hana. Það verður bara að passa að blanda nógu miklu í einu ef maður ætlar að sprauta málningunni, annars getur komið litamismunur.
Ég hef notað svoleiðis sem ég keypti í Verkfæralagernum, í stærri brúsum, þar fær maður heilan lítra í staðinn fyrir nokkra ml í hinu. Airbrush málningin er bara svo góð og tilbúin. Poulsen getur líka reddað fleiri litum og setja á brúsa ef beðið er um það.

Svo má líka nota svamppensil til að bera á foamið.
kv
MK
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Litir á foam vélar

Póstur eftir Ólafur »

Maggi ertu búin að prófa alla þessa liti og ef svo er hverja mælir þú með eða eru þeir allir i sama gæðaflokki?

Kv
Lalli
Passamynd
maggikri
Póstar: 5626
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Litir á foam vélar

Póstur eftir maggikri »

[quote=Ólafur]Maggi ertu búin að prófa alla þessa liti og ef svo er hverja mælir þú með eða eru þeir allir i sama gæðaflokki?

Kv
Lalli[/quote]
Sæll Lalli.

Airbrush litirnir eru mjög góðir og þeir eru tilbúnir í sprautukönnuna. Hina þarf að þynna og passa sig að þynna allt í einu, annars kemur litamismunur. Það er líka hægt að handmála alla þessa liti. Ef þú t.d ætlar að hafa einn grunnlit t.d gulann þá er hægt líka að kaupa ltit frá Reeves í Verkfæralagernum á Smáratorgi og lúlla með lakkrúllu(svamp) þeirri málningu á. 750 ml af svoleiðis málningu kostar bara um 1000 kall og duga á 20-30 vélar.

Mæli samt með Airbrush litunum ef þú ætlar að sprauta.

kv
MK
Svara