Ótrúlegar myndir

Þeim fer fjölgandi
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ótrúlegar myndir

Póstur eftir Sverrir »

Ali er oft þekktur fyrir að eiga litrík flugmódel en Hunter-inn sem hann byrjaði að fljúga í síðasta mánuði fer þó eflaust ansi ofarlega á þann lista. Fyrir áhugasama þá má geta þess að þetta skema var að finna á fullskala Hunter frá Sviss og er eitt af nokkrum litríkum sem sú vél hefur borið.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Málarinn sagði við Ali "Aldrei aftur!" þegar hann var búinn að sprauta hana. Hann bætti reyndar við að það væri eins gott að hann rispaði ekki vélina og ættlaði svo að koma með hana í lagfæringu...

Það er hins vegar oft stutt milli hláturs og gráturs. Svona fór um helgina.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd


Og samsett.
Mynd


Þrátt fyrir eldinn sem sést hér að ofan þá voru ekki mikil ummerki eftir hann á brotlendingarstaðnum, smá brunablettur á jörðinni og ekkert að sjá á leifum módelsins. Það kom mönnum mjög á óvart hversu fljótt eldurinn kviknaði og slokknaði.


[quote=Ali]No idea right now what happened to be honest. I have narrowed it down to the following.

1) Battery died.... 6 volt 3300 mah Nimh that had been cycled 4 or 5 times from new. Yes I am sad to say there was only one rx battery installed in this model. I have given the going back to basics approach a try recently. One battery and no power boxes and such and it seemed to be working quite well ( Up until last Saturday anyway ) With the advent of Spektrum/ 2.4 I have never had so much trouble free flying and I guess I got complacent...
I have checked the battery back at the workshop ( This did involve pushing one cell that had separated in the crash) And this read 6.5 volts

2) Rx Died. JR 12 ch Rx with two satellites both extended. One to the ejection seat area of the cockpit, and the other to the lower side of the middle fuselage. Yes I was only using one Rx Same reasons as above really.
I have not had a chance to look into that

I really cant see any other reason. The model was flying at about 3/4 throttle so not overly fast. I was just entering a slow roll so not huge load on servos or airframe, and noting fluttered or departed from the airframe.

Thats about it so far.
Analyze away.[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Ótrúlegar myndir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hhhhmmmm....

Ja allavega... fyrst það var Ali þá eru líkurnar á þumalputtarugli allavega litlar.
Fór að athuga hvort ég finndi meir a um þetta ofboðslega flotta módel almennt og um samskipti þess við jörðina.

Fann þetta víðjó:

Skygnið er ekki upp á marga þorska og sennilega hefðu einhverjir gugnað á að fljúga þarna en ekki Ali enda ræður han við að halda vélinni nálægt sér , býst ég við.
Mest er ég þó hrifinn af þessari fallegu lendingu hjá meistaranum.
Loks fann ég þráðinn þar sem Ali segir frá þessu. Hann er kominn í 8 siður. Þar er karpað fram og aftur um batterísfjölda og hugsanlegar orsakir. áhugaverð umræða en ég er bara búinn að skima yfir.
Þráðurinn:
http://www.rcuniverse.com/forum/m_87587 ... ey_/tm.htm

Fyrir ykkur sem eruð nýkomnir inn í delluna þá má benda á að vefurin þar sem þetta spjall er (http:/www.rcuniverse.com) er einn af gagnlegustu vefjunum. Þar er virkilega hægt að finna upplýsingar um nánast allt módelkyns.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ótrúlegar myndir

Póstur eftir Sverrir »

Hér er svo vídeó af ósköpunum.

Icelandic Volcano Yeti
Svara