P200SX

Þeim fer fjölgandi
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: P200SX

Póstur eftir Sverrir »

Jetcat byrjaði nýlega að selja P200 í SX útgáfu, eigulegur gripur. :cool:

Hér sést hann við hliðina á P160, smá munur.
Mynd

Mynd

Á eldri týpum vorum hjólin steypt en nú eru þau fræst.
Mynd

Til gamans(alla veganna fyrir Gumma) þá er hérna vídeó sem sýnir 5 ása fræsara að verki.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: P200SX

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mér finnst þessar fræsivélar alveg heillandi maskínur, og hugsið ykkur hugvitið bakvið stýriforritin !!

En... ég var að velta einu fyrir mér sem Gummi getur ábyggilega svarað. Af hverju sér maður stundum allt löðrandi í kælivökva (er etta ekki kælivökvi?) og stundum ekki?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: P200SX

Póstur eftir Agust »

Þegar ég sá efstu myndina þá var ég alveg sannfærður um að þetta væru kaffikönnur eða kaffikvarnir á borðinu og fór að skima eftir einhverju módelefni fyrir framan þær.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: P200SX

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Björn G Leifsson]Mér finnst þessar fræsivélar alveg heillandi maskínur, og hugsið ykkur hugvitið bakvið stýriforritin !!

En... ég var að velta einu fyrir mér sem Gummi getur ábyggilega svarað. Af hverju sér maður stundum allt löðrandi í kælivökva (er etta ekki kælivökvi?) og stundum ekki?[/quote]
Það er notaður kælivökvi og loftblástur þarna á myndbandinu. kælivökvin er blandaður 1 hluti vatnsblandanleg olía á móti 75 af vatni sem kælir vinnsluhlutin þegar mikil spóntaka er, sérstaklega í áli og plasti, svo er þessi mikli vatnsflaumur notaður til að skola burtu spóninn svo hann lendi ekki á milli fræsi tanna í vinnslu. svo er góð tæringarvörn í kælivökvanum þegar vatnið þornar og olíufilma liggur yfir öllu. Loftblástur er notaður þegar lítil spóntaka fer fram eins og í túrbinu hjólum þá er nóg að blása bara spóninum í burtu.

Hérna er fræsivélin sem ég er að vinna á, hún er 3 ása og kostaði 12 milljónir 2007
Mynd


Það er hægt að fræsa 3D ef maður er með PC tölvu og forrit til að teikna flókna hluti í
hérna er vaqum mót sem ég smíðaði í fyrra fyrir mjólkur samlagið
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara