Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Agust »

Sælir

Ég er að stíga fyrstu sporin í að nota 3ja fasa burstalausa mótora í rafmagnsmódel. Hér á landi hafa menn notað svona gripi lengi og ég dáðst af þeim grænn af öfund.

Ég var að fjárfesta í AXI 2820/10 (http://www.rcgroups.com/links/index.php?id=3956 ).

Svona mótorar, þar sem föstu seglarnir ásamt mótorhúsinu snúast umhverfis rafsegulinn, kallast á ensku Outrunner og Ausenlaufer á þýsku.

Hvað kallast svona ranghverfur mótor á íslensku? Það er auðvitað varla fært og bara útúrnsnúningur að kalla þá útúrsnúning?



Mynd

Mótorinn ætla ég að nota í FunTime sem ég hef flogið í æði mörg ár, fyrst með 600 direct og síðan með 600 ásamt 1:2,8 gír. Nú verður gaman að sjá hvernig AXI reynist.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Frábært nafn :D
Þetta eru mjög vinsælir útúrsnúningar. Þola talsvert hnjask er sagt. Ágæt aflnýting. Hægt að snúa á tvo vegu eftir því hvernig maður vill festa þá. Þarf ekki gírkassa til að snúa talsvert stórum spöðum.
Hvernig batterí á að nota??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Agust »

Ég hef notað 8 sellu NiCd 2400 mAh og NiMh 3300 mAh með 600 mótorunum. Ég á einnig tvo 10 sellu 3300 mAh NiMh pakka. Engar áramótabombur eins og er.

Ég er að dunda við að koma mótornum fyrir í stað þess gamla með gírnum. Þessi er mun léttari þannig að ég nota tækifærið og færi servo og rafhlöður fram til að þurfa ekki að setja blý í nefið. Það er hálf kúnstugt að sjá mótorinn hringsnúast inni í módelinu :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Agust »

Fyrrastríðs flugvélamótorar voru ekki ósvipaðir hinum nýju AXI mótorum (og öðrum útúrsnúningum). Spaðinn var kyrfilega festur á vélarhúsið og sveifarásnum fest á eldvegginn. Allur hreyfillinn snérist síðan framan á flugvélinni ásamt spaðanum.

http://www.keveney.com/gnome.html


Mynd

Á myndinni hér fyrir neðan hefur AXI mótor verið fest á eldvegginn á sama hátt og gömlu rotary hreyflunum. Aftan á mótorinn er settur nýr öxull og allt vélarhúsið með seglunum snýst ásamt spaðanum.

Mynd



Segið svo að sagan endurtaki sig ekki :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Sverrir »

Sagan endurtekur sig ekki :D :lol: :rolleyes: ;)

En alltaf er maður að læra e-ð nýtt, er þetta vél sem þú átt á neðstu myndinni?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Agust »

Myndinni var stolið í vefheimum:
http://www.hobby-lobby.com/fockewulf-brushless.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég held það sé bara tímaspurning hvenær verðið og gæðin á batteríunum verður búið að ná því stigi að byltingin taki raunverulega við sér. Það er meira og meira af frásögnum um "e-conversion" þeas menn eru að taka stærri og stærri vélar og útbúa með öflugum mótorum, gjarnan útúrsnúningum.
Hér er eitt spennandi dæmi
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Björn G Leifsson »

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Sverrir »

Persónulega hrifnari af 17% Lancaster hjá Tony Nijhuis. :)
Það má til gamans geta að þetta er einmitt fyrsta rafmagnsmódelið sem lendir undir umsjá LMA.
4x AXI-4130-16 mótorar sjá um að knýja módelið áfram.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Útúrsnúningur og annað rafmagnað

Póstur eftir Agust »

Nokkur smá-módel með AXI

http://motor.hepf.at/axi/kunden.php
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara