Mótorar, rafhlöður, módel

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Mótorar, rafhlöður, módel

Póstur eftir Agust »

Sælir

Ég stofna þennan nýja þráð í þeirri von að hér safni menn upplýsingum um reynslu sína af módelum, rafmagnsmótorum, rafhlöðum o.fl.

Mikil þróun hefur verið undanfarin ár í búnaði fyrir rafmagndflugvélar. Rafhlöður og mótorar hafa batnað verulega, auk þess sem framboð á alls konar tilheyrandi rafmagnsdóti hefur aukist gríðarlega.

Vafalítið geta umræður um rafmagnsflug hjálpað mörgum við að stíga sín fyrstu spor í rafmagnsflugi, og einnig komið hinum reyndari að miklu gagni, því þróunin í þessum málum er mjög hröð.

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Mótorar, rafhlöður, módel

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Kannski Sverrir stofni "deild" hérna fyrir okkur sem höfum áhuga á þessu.

En best að byrja þá á því að segja að þrátt fyrir að framtíðin sé gríðarlega spennandi og rafmagnsþróunin eigi eftir að skila okkur miklum og ánægjulegum framförum í dellunni okkar þá ættu allir sem stíga inn á þessa braut að byrja á að kynna sér öryggismálin

Það er tiltölulega auðvelt að brenna ofan af sér bílskúr og hús með því að trassa rétta meðferð battería (allra tegunda) og tengja. LiPo batteríin eru fræg fyrir hættuna en NiCd/NiMh batterí eru ekki hættulaus og jafnvel 12 volta blýbatteríið í startarakassanum getur kveikt í ef eitthvað leggst á pólana og skammhlaup verður.
Ættum við ekki að hafa "Öryggið heima og á Hamranesi" sem "tema" á félagsfundi í haust/vetur?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótorar, rafhlöður, módel

Póstur eftir Sverrir »

List vel a ad stofna ser deild handa servitringunum :D
Geng i thad mal thegar heim er komid.
Icelandic Volcano Yeti
Svara