Get ég notað þetta hleðslutæki

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Get ég notað þetta hleðslutæki

Póstur eftir Siggi Dags »

Get ég notað þetta hleðslutæki:

Ripmax Sigma Charger AC/DC
• Input Voltage Range: 11~15v DC or 100~240v AC
• Charge or Discharge 1~14 cell Ni-Cd or Ni-MH batteries,
2~12v Lead Acid and 1~5 cell Li-Po ****?
• Charge Current Rate: 0.1~5.0 Amps (100mA steps)
• Discharge Current Rate: 0.1~1.0 Amps (10mA steps)

Fyrir

Thunder Power 6 cell 5000 mAh lipo 22.2V

og þarf ég svona?

EQ-6+ LiPo Balancer w/Ld st & Cable
A sophisticated Balancer designed for Li-Po batteries containing 2 to 6 cells and capable of being networked and interfaced to the Sigma charger /discharger for even greater monitoring of the balancing process.
• Max Charge Rate: 10 Amps
Kveðja
Siggi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Get ég notað þetta hleðslutæki

Póstur eftir Sverrir »

Þú getur ekki notað þetta hleðslutæki miðað við þær tölur sem eru gefnar hér að ofan, þú þarft tæki sem ræður við 6 sellu LiPo en þetta er bara gefið upp fyrir 5. Persónulega myndi ég nota hleðslujafnara ef ég ætti kost á því.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Get ég notað þetta hleðslutæki

Póstur eftir Siggi Dags »

Er þetta málið?

http://flugmodel.com/catalog/product_in ... cts_id=312

Einhverjar sérstakar leiðbeiningar varðandi hleðslu o.s.fr..

Fer að fá frá Florida :

E-flite power 60 ($129.99)
Phoenix HV85 Speed Controller ($179.99)
Thunder Power 6 cell 5000 lip ($299.99)
+ the Funtana X50 arf

:)
Kveðja
Siggi
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Get ég notað þetta hleðslutæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Miðað við textann sem ég klippti hér af flugmodel.com síðunni þá virðist þetta vera græja sem fyllir þínar þarfir.
6S þýðir 6 seríutengdar sellur sem er það sem þú ert að koma þér upp.

[quote]e-Station BC-6 AC/DC Balancing Charger kr.17.700-

The BC-6 can be operated with AC or DC power. For AC power, a built in a AC-DC switching power supplier which has 5 Amps of power capacity and maximum output power of 50Watts for charging. As a result it can charge up to 16 cells of NiCd/NiMH and 6S of Lithium batteries with maximum current of 5.0A. The BC-6 has an individual-cell-voltage balancer built in. So it does not need an external balancer when charging Lithium batteries (LiIo/LiPo/LiFe) for cell balancing[/quote]
Það sem meira er, þessi græja er með innbyggðan ballaníserara sem er algert möst (ef ekki innbyggður þá utanáliggjandi amk) Það á enginn að hlaða LiPo í dag nema með' ballaníseringu. Hún á að tryggja það að sellurnar fái jafna hleðslu en það fer betur með þær og minnkar meðal annars hættuna á að þæar springi í loft upp og kveiki í bílskurnum.
Aldrei hlaða batterí í flugvélinni eða í bílnum. Það gildir með öll batterí. Með Lithium batterí, sérstaklega Lithium Polymer (LiPo) gildir: Alltaf leggja þær á eitthvað eldfast og ef maður hleður þær innanhúss þá verður maður að hafa þær í eða á einhverju eldföstu og ekkert í nágrenninu sem getur kviknað í . Ég er með tvo gamla "kleinupotta" úr steypujárni með þungu loki sem ég hef pakkana í þegar þeir eru að hlaðast. Stilli þeim upp úti á tómu bilskúrsgólfinu. Slökkvitæki handhægt og brunaskynjara fyrir ofan semfer í gang við minnsta reyk. Hef aldrei hleðsluna í gangi ef ég er ekki nálægt.
Hef verið að hugsa um að möndla útbúnað sem slekkur á hleðslunni og varar við með ýli ef pakkinn fer að bólgna út. Það er nefnilega það fyrsta sem skeður, áður en hann springur og eldtungurnar standa út úr honum.

Af hverju þarf að hafa áhyggjur af svona þegar maður er með tugþúsunda hleðslutæki með ballaníseríngu og alles??? Jú.... flottar græjur geta líka bilað og maður getur líka bilað sjálfur og stillt þær vitlaust.
Það getur endað svona:




Annað sem maður vinnur með því að vera með gott tölvustýrt hleðslutæki eins og þetta er að öll hin batteríin manns,,, sendinum, móttakarabatteríin, víbrat,,,,öh nei ég meina rakvélinni og svo framvegis, öll hafa þau verulega gott af að meðhöndlast í góðu hleðslutæki. NiCd sellur getur maður til dæmis lífgað frá dauðum næstum því með hleðslutæki sem getur hlaðið í og úr þeim nokkrum sinnum á réttan hátt (cycling)
Þetta virðist gjafverð hjá Þresti,,,verð ég að segja.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Get ég notað þetta hleðslutæki

Póstur eftir Sverrir »

e-Station tækin eru mjög fín, bæði stóra og litla útgáfan(max. 5S).

[quote=Björn G Leifsson]Hef verið að hugsa um að möndla útbúnað sem slekkur á hleðslunni og varar við með ýli ef pakkinn fer að bólgna út. Það er nefnilega það fyrsta sem skeður, áður en hann springur og eldtungurnar standa út úr honum.[/quote]
Vesgú :)

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Get ég notað þetta hleðslutæki

Póstur eftir Siggi Dags »

Þakka kærlega upplýsingarnar.

Ég fæ mér þá SPRENGJUBYRGI :)

og Gott hleðslutæki.
Kveðja
Siggi
Svara