Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Í allmörg ár hef ég átt FunTime (http://www.lenger.de/cgi-bin/e_web_stor ... 16137_1653) rafmagnssvifflugu. Líklega hef ég eignast hana um 1998. Í fyrstu var ég með venjulegan "600" mótor, en síðar setti ég gírkassa með yfirfærsluhlutfallinu 1:2,8 í módelið. Við það varð það heldur sprækara, en ég var samt aldrei ánægður.

Fyrir skömmu keypti ég AXI 2820/10 Outrunner mótor (http://www.hobby-lobby.com/brushless-axi2820.htm). Einnig keypti ég tvo spaða; 11"x7" fyrir 8 sellu rafhlöður og 10"x6" fyrir 10 sellu rafhlöður. Með þessu er straumnotkunin um 30 amper, hvort sem notuð er 8 eða 10 sellu rafhlaða.

AXI mótorinn virðist vera mjög vandaður, og virkar á mann nánast eins og venjulegur glóðar- eða bensínmótor, sérstaklega þar sem maður finnur fyrir eins konar "þjöppun" þegar mótornum er snúið. Þar sem mótorinn er með 12 segla virkar hann eiginlega á mann sem stjörnumótor þegar honum er snúið.

Hraðastýringin fyrir burstalausa mótorinn er frá Jeti. (Ath. Jeti framleiðir tvær gerðir af hraðastýringum; venjulega með BEC-Battery Eliminator Circuit, og svokallaða OPTO gerð, sem er án BEC).

Mótorinn er jafnstór gírkassanum á "geared 600" mótornum, þannig að hægt var að færa servóin framar en þau voru. Ég þurfti að gæta þess að leggja vírana þrjá frá mótornum þannig að mótorhúsið, sem hringsnýst, nuddaðist ekki við þá.

Ég var í hálfgerðum vafa um hvort nægilegt væri að nota 8 sellu rafhlöðu, en ákvað þó að byrja með þannig rafhlöðu og 11"x7" spaða. Ég setti módelið á katapúltið og skaut því á loft. Ég varð strax var við gríðarlegan mun. Módelið var orðið eins og ótemja. Það vildi klifra svo rosalega, að það fór bakfallslykkju nema ég héldi hæðarstýris-pinnanum fram. Eftir um mínútu klifur var það komið í gríðarlega hæð, líklega ekki minna en 300 metra.

Fyrir næsta flug prógrammeraði ég mixingu í sendinum til að færa hæðarstýrið sjálfvirkt aðeins niður þegar gefið var inn. Ég notaði 30%. Eftir það klifraði módelið þægilega upp, án þess að ég þyrfti að kljást við hæðarstýrið sjálfur.

Ég var með gamlar lélegar 8 sellu rafhlöður, sem upphaflega höfðu verið 3000 og 3300 mAh, en mældust nú um 2400 mAh. Ég klifraði þrisvar í vel yfir 300 metra hæð og flaug í 20 til 24 mínútur í senn. Ég gætti þess að tæma ekki rafhlöðuna til að auðvelda lendingu, þannig að ég hefði væntanlega getað klifrað einu sinni enn.

Sem sagt, módelið er gjörbreytt. Miklu miklu skemmtilegra en með 600 eða geared-600 mótorunum. Ég flaug í talsverðum vindi, eða um 8-10 m/s samkvæmt mæli Vegagerðarinnar sem er í um 2ja kílómetra fjarlægð.

Þar sem módelið var svona ofursprækt með 8 sellu rafhlöðunni hafði ég engan áhuga á að reyna 10 sellu rafhlöður, enda eru þær þyngri. 11"x7" spaði sem snýst 7100 RPM er næstum eins og maður býst við af meðalstórum fjórgengismótor frekar en af rafmagnsmótor. 10"x6" spaðinn með 10 sellu rafhlöðupakka hefði snúist um 9100 RPM !


Mynd
AXI mótorinn er ekki stærri en 1:2,8 gírkassinn við 600 mótorinn.
Hér er 10x6 spaðinn á módelinu og 10 sellu rafhlöðupakki við hlið þess. Módelinu var flogið með 11"x7" spaða og 8 sellu "sub-C" rafhlöðum.


Mynd
Hér er módelið komið á skotpallinn eða katapúltið og tilbúið fyrir flug.
Þegar stigið er á fjölina skýst módelið í loftið meðan báðar hendur eru á fjarstýringunni.
Mér hefur reynst svona skotpallur ómetanlegur þegar ég er einn að fljúga.

Mynd
Nærmynd sem sýnir hvernig sleppibúnaðurinn á katapúltinu er.


Mynd
Flug með AXI 2820/10 í FunTime er ný upplifun :)
Það er ekki gat á stélinu, heldur er þar spegilfilma sem varpar stundum björtum sólarglampa þegar afstaða módels og sólar er rétt ;)



Mynd
Útprentun úr MotoCalc (http://www.motocalc.com) fyrir FunTime með AXI 2820/10 og 11"x7" spaða.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að lesa um þetta... ég þarf greinilega að drífa mig í að skipta um mótor í X-fire vélinni minni :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Eftir á að hyggja held ég að fullyrðing mín um klifur í 300 metra sé etv. orðum aukin. MotoCalc gefur upp klifurhraðann 3,78 m/s, sem jafngildir um 230 metra hæð eftir 60 sekúndur. Með 10 sellu rafhlöðunni er útreiknaður klifurhraði 4,13 m/s, sem jafngildir um 250 m hæð eftir 60 sekúndur. 230 metrar er þó dágóð hæð.

Vindurinn var töluvert stífur úr norðri, eða 8 m/s að meðaltali með gustum í 10 m/s. Ég þóttist verða var við töluvert uppstreymi sem lyfti módelinu verulega. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið termik, heldur jafnvel frekar einhverjar fjallabylgjur frá Laugafelli við Geysi, en ég flaug nærri því að sunnanverðu.



Mynd

Þessi tafla úr MotoCalc gefur m.a upp klifurhraða (RofC = Rate of Climb).




.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Hér er mynd sem sýnir stærðarmuninn á gamla 600 mótornum með 1:2,8 gírkassa og nýja AXI mótornum.

AXI mótorinn er með nákvæmlega sömu göt að framan fyrir festingu í eldvegg og 600 mótorinn.

Servóin voru færð framar þegar AXI útúrsnúningurinn var settur í módelið. Einnig var fáeinum grömmum af blýi bætt í nefið í stað mótorhlunksins sem var fjarlægður.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Nú (5/9) er ég búinn að fljúga mörg flug með Funtime/AXI og á varla orð !


Mest hef ég flogið í sveitinni, bæði í logni og strekkingsvindi (8 m/s meðalvindur skv. mæli Vegagerðarinnar rétt hjá).

Ég hef mest notað 11x7 spaða og 8-sellu batterí, um 2400 mAh. Vélin var mjög spræk, eins og fram kemur efst í þessum þræði.

Nú um helgina gerðist ég kaldur og setti 10 sellu 3300 mAh rafhlöðu í módelið. Ég notaði áfram sama spaðann, eða 11"x7". Vélin klifraði nánast lóðrétt á móti vindinum, en þó ekki alveg. Það tók ekki nema um 30 sekúndur að komast í mjög góða hæð, ekki ósvipað og það tók hátt í mínútu áður að klifra í.

Ég mældi snúningshraðann með ferskri 10 sellu rafhlöðu og 11"x7" spaða og mældist hann vera 9000 RPM.
Hvernig glóðarhausmótor jafngilda þessi 9000RPM með 11"x7 ?

Skv. MotoCalc ætti straumurinn að vera um 37 amper og aflið inn um 350 wött. Klifurhraði um 5 metrar á sekúndu.

Ég varð ekki vað við að þessi litli mótor hitnaði neitt, enda þarf hann ekki að vera á hámarksafli nema í um 30 sekúndur í klifri.

Ég hef tvisvar náð að fljúga í 41 mínútu, og getur verið að ég hafi þá náð í eitthvað uppstreymi. Fyrra flugið var með 8 sellu 2400mAh rafhlöðu og seinna flugið með 10 sellu 3300 mAh rafhlöðu. Dæmigert flug er 30 mínútur og mótor á í um 3,5 mínútur.

Ég læt vinstri pinnan á fjarstýringunni (beníngjöfina) vinna inn á tímamælinn, þannig að ég get séð hve lengi mótorinn hefur snúist, og þannig áætlað hve mikið er eftir á rafhlöðunni. Það er alltaf gott að eiga eitthvað eftir við lendingu.


Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Ég var að fljúga Funtime í gær 30. apríl, og notaði tækifærið til að mæla strauminn inn á mótorinn. Ég notaði svokallaðan Watt's Up Meter http://www.rcgroups.com/links/index.php?id=4675

Rafhlaða var 10 sellu 3300mAh NiMh.

Mælirinn sýndi um 44 Amper og 440 wött. Spennan með þessu álagi mældist um 10 volt.

Klifur var nánast lóðrétt.

--

Reyndar var flugið í gær eins konar sambland að raforkuknúnu flugi og sólaorkuknúnu flugi!

Uppstreymið var það mikið að módelið klifraði í um tvöfalda þá hæð sem mótorinn lyfti því í. Það hélt hæð þó svo að ég færi margar bakfallslykkjur og fleira í þeim dúr. Þetta var þrátt fyrir að notuð væri þessi þunga (rúmlega 600g) rafhlaða í FunTime. Blessuð sólin framkallar jú uppstreymið, þannig að hún átti sinn þátt í þessu 45 mínútna flugi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reynsla mín af AXI mótor í FunTime

Póstur eftir Agust »

Ég prófaði í dag að setja Lithium Polymer rafhlöðu í Fun Time í stað 10 sellu NiCd rafhlöðunnar sem ég hef oftast notað undanfarið. LiPo rafhlaðan er 4s1p, eða 14,8V. 3700 mAh. Spennan er í efri mörkum þess sem mótorinn er gerður fyrir.

Ég prófað fyrst að setja í gang hér inni til að kanna hvort allt væri í lagi. Krafturinn var svo mikill að spaðinn flaug af! Spaðafestingin (prop adapter) tolldi ekki á öxlinum, sama hve ég reyndi að herða stoppskrúfuna. Þrautalendingin var að setja blátt gengjulím milli öxuls og spaðafestingar. Með 11x7 spaða mældist snúningurinn um 8500 RPM. Var ekki með ampermælinn meðferðis.

Ég rölti síðan út á flugvöll og ætlaði að kasta vélinni í loftið. Ég þurfti ekki að kasta neitt, því það var eins og hún væri hrifinn úr hendinni og síðan lóðrétt upp.

Ég reyndi að átta mig á klifurhraðanum með því að klifra í um 8 sek, 10 sek og 15 sek. Mjög gróflega áætlað.
8 sek: Svipuð hæð og þegar spil er notað.
10 sek: Líklega svipuð hæð og við flugtog.
15 sek: Eiginlega allt of hátt. Ekki þægilegt að fljúga í þessari hæð, því hætta er á að maður missi sjónar á vélinni ef litið er af henni augnablik.

Klifur var alltaf því sem næst lóðrétt.

Vélin var um 46 mínútur á lofti.

Vindur var um 7 m/s skömmu eftir hádegið og hiti um 5 gráður samkvæmt veðurmælinum sem er í um 3ja km fjarlægð http://www3.vegag.is/faerd/linurit/st054.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara