Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Agust »

Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Miklar umræður hafa verið um hvort betra sé að nota gamaldags PPM (stundum ranglega kallað FM) eða nýtísku PCM tækni, og sýnist sitt hverjum. Töluverður misskilningur um eðli PCM tækninnar gerir það að verkum að margir hræðast hana.

Við getur borið þessa tækni saman við farsímatæknina. Hér á landi eru tvær gerðir farsíma, gamla NMT kerfið og nýja GSM kerfið. NMT kerfið er „analog“ (hliðrænt) og GSM kerfið er „digital“ (PCM eða stafrænt). Í GSM kerfinu eru merkin kóðuð nánast á sama hátt og í PCM fjarstýringum, þ.e. með því að senda talnakóðuð skeyti milli staða. Í NMT símakerfinu eru merkin send með hliðrænni mótun, svipað og í gömlu PPM fjarstýritækninni.
Spurning: Í hvoru kerfinu er minna um truflanir, GSM eða NMT?

Einnig getum við borið fjarstýritæknina saman við hljómplötur. Nýja PCM tæknin er „digital“ svipað og geisladiskar. Gamla PPM tæknin er „analog“ svipað og gömlu vinyl plöturnar.
Spurning: Hvort er meiri hljómgæði í geisladisk eða vinyl grammófónplötu? Hvor tæknin þolir betur rispur (truflanir)?

Spurning: Hvers vegna eru myndir frá t.d. Mars miklu skarpari en myndir í gamla óstafræna Sjónvarpinu? Samt er miljón sinnum lengra til Mars en sjónvarpssendisins! ( http://antwrp.gsfc.nasa.gov/apod/ap050907.html )
Svar: Myndir frá Mars eru sendar með PCM tækni, en myndir í sjónvarpinu berast með analog (PPM) tækni. Stafrænt sjónvarp er nú að koma í stað hins gamla góða og eru myndgæðin miklu meiri.

Jæja, ert þú ekki orðinn sannfærður um að PCM tæknin sé betri en PPM tæknin? Hvers vegna notar þú ekki PCM?

Er það vegna þess að þú hefur heyrt bull um PCM og trúað því?



Sumir segja, að það sé miklu betra að hafa einhverja stjórn á módelinu heldur en enga. PCM geti fest í „hold“ og módelið stefnt stjórnlaust í jörðina, meðan hugsanlega sé hægt að fljúga módelinu, e.t.v. mjög skrykkjótt, í gegn um truflunina með PPM.
Er það svo?
Nei!

Módelið festist ekki í „hold“ í einhvern óskilgreindan tíma, og stýrifletir fara ekki í einhvert torskilið „fail-safe“!

a) Lendi maður í mikilli truflun sem varir skamma stund, t.d. hálfa sekúndu, gerist þetta:
• Gamaldags PPM: Módelið rollar eða fer í kollhnís! Hjartað fer alla leið niður í buxur.
• Nýtísku PCM: Ekkert sjánlegt gerist. Hjartað á sínum stað.

b) Lendi maður í mikilli truflun sem varir í 2 sekúndur gerist þetta:
• Gamaldags PPM: Módelið hoppar og skoppar og endar jafnvel undir grænni torfu.
• Nýtísku PCM: Lítið sjánlegt gerist, nema módelið hafi verið að stefna niður á við í lítilli hæð. Mótor fer í hægagang eftir að truflun hefur staðið í 1 sekúndu, en fer svo aftur á sama snúning og áður. Þannig verðum við vör við að truflun hafi átt sér stað.

c) Lendi maður í miðlungs eða töluverðri truflun sem varir í 5 sekúndur eða lengur gerist þetta:
• Gamaldags PPM: Frá sendinum berast tugir skeyta á sekúndu. Frá gamla PPM sendinum berast bjöguð og brengluð merki, en viðtækið veit ekki betur en þau séu í lagi. Módelið hendist út um allar trissur, en við höfum e.t.v. einhverja takmarkaða stjórn.
• Nýtísku PCM: Frá sendinum berast tugir skeyta á sekúndu. Merkin eru öll kóðuð á talnaformi, og þversumma eða gát-tölur fylgja öllum skeytum. Móttakarinn tekur ekki mark á brengluðum skeytum, en hleypir aðeins þeim sem eru í lagi að stýrivélunum (servó). Segjum að 9 af hverjum 10 skeytum séu brengluð, en 1 af 10 komist í gegn. Hvað gerist? Eiginlega lítið! Við höfum fulla stjórn, en módelið virðist vera þyngra en venjulega, því það er eitthvað viðbragðsseinna. Ef við setjum hallastýrið 20% til hægri með stýripinnanum, þá fer það þangað og ekkert annað,- e.t.v. eftir smá töf. Mótorinn fer ekki einusinni í „fail-safe“! Það er ekki fyrr en að móttakarinn hefur ekki getað unnið úr skeytum samfellt í heila sekúndu sem mótorinn (og / eða þeir stýrifletir sem við óskum) fer í „fail-safe“ hægagang. Það er auðvitað gert til að minnka tjónið og slysahættu, ef allt er komið í endanlega steik!

Þetta hlýtur að sannfæra alla um, að PCM sé miklu betra en PPM, svipað og GSM er betra en NMT og geisladiskar betri en vinylplötur, og stafrænt sjónvarp betra en gamaldags hliðrænt!


Lang besti kosturinn er Dual Conversion PCM viðtæki!

Viljir þú að hjartað sé á sínum stað í brjóstkassanum, en ekki í buxunum, þá notar þú að sjálfsögðu PCM! Gættu að því hvað TOC kapparnir nota. Þeir vita hvað þeir eru að gera. Þar þola menn ekki ósjálfráða kollhnísa og veltur.

Mín reynsla er að PCM viðtæki eru miklu langdrægari og öruggari en PPM.

Getur verið að þeir sem eru að fljúga stórum módelum hér á landi noti ekki PCM og noti ekki fail-safe? Er það ekki ábyrgðarleysi?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Agust »

Eftir þennan langa inngang vil ég benda mönnum á góða grein á vef Flugmódelfélags Akureyrar:

PPM og PCM útskýrð.
http://flugmodel.is/greinar/ppm-pcm.html

Einnig er hér grein á Acrobat pdf formi:
Ýmislegt um fjarstýringar
http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/fjarstyringar.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Sverrir »

Svo má líka velta því fyrir sér hversu margir eru með PCM en hirða ekki um að stilla fail-safe inn
í móttakarann eða hreinlega kunna það ekki.

Alla veganna tel ég það ekki spurningu að það beri að nota PCM þegar módelin fara að stækka því
við berum jú ábyrgð gagnvart öðrum í kringum okkur og svo að auki þegar menn eru búnir að eyða
einhverjum tugum ef ekki hundruðum þúsunda í módel þá er þetta ódýr trygging sem eykur öryggið til muna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Agust »

Mér dettur í hug hvort okkar ágæti LMA dómari, sem þýddi PCM greinina "PPM og PCM útskýrð", gæti frætt okkur um þessi mál frá sjónarhóli LMA. Ég gekk í LMA (Large Model Association" (http://www.largemodelassociation.com) í sumar og fékk þá "Members Handbook", en þar er samankominn heilmikill fróðleikur og heilbrigð skyndemi varðandi stór módel.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Sverrir »

Svo má til gamans nefna að skv. reglum frá bresku flugmálastjórninni þá þarf að vera með fail-safe búnað í módelum sem eru á bilinu 7-20 kg.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir benedikt »

ég get bara sagt eitt, eftir að ég byrjaði að nota PCM - þá dettur mér ekki til hugar að fara til baka !

ég á nú um 5 PCM móttakara - á ekki PPM lengur ! -

- benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Gaui »

Ég svara áskorun þó seint sé.

Reglur LMA eru einfaldar og skýrar. Það VERÐUR að vera feilseif (er ekki til gott íslenskt orð yfir þetta) á inngjöf sem virkar þannig að ef það koma langvinnar truflanir eða móttakarinn fær ekki merki frá sendinum af öðrum orsökum, þá VERÐUR inngjöf að fara niður á hægagang. Enginn flýgur á sýningum LMA nema geta sýnt umsjónarmanni að þetta virkar.

Athugið að það þarf ekki PCM til að fá feilseif. Ég á græju frá SM Services (http://www.smservices.net/). Hún virkar fínt á gömlu tækjunum mínum. Ég bara tengi hana á milli þrottluservósins og móttakarans.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Sverrir »

Varnagli...

...Það verður að vera varnagli á inngjöf...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir Agust »

Ég er farinn að hallast að því að rétt sé að nota PCM í öll módel, nema kanski ódýr einföld flygildi.

Verðmunur á PPM og PCM er ekki það mikill, og lítill miðað við heildarverð módelsins.

Líklega kaupi ég frekar PCM en PPM í framtíðinni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Hvort er betra: PPM eða PCM ?

Póstur eftir kip »

Ágúst getur þú útskýrt kosti Dual Conversion fyrir fávísann kip
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara