Lélegar hleðslurafhlöður í rafmagnsborvél

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lélegar hleðslurafhlöður í rafmagnsborvél

Póstur eftir Agust »

Ég á sæmilega rafmagnsborvél, 14,4 volt frá Bosch. Það pirrar mig töluvert hvað rafhlöðurnar halda illa hleðslu þó svo að borvélin sé ekkert notuð.

Ef ég fullhleð rafhlöðurnar og ætla síðan að nota borvélina fáeinum vikum síðar, þá er næsta víst að þær eru tómar.

Á rafhlöðunum stendur 14,4 volt, 1,5 Ah, NiCd. Sem sagt NiCd en ekki NiMh. NiMh eru þekktar fyrir að halda illa hleðslu. Ætli rafhlöðurnar séu ekki einmitt þannig þó á þeim standi NiCd?

Sem betur fer fylgir borvélinni hraðhleðslutæki sem hleður rafhlöðurnar á rúmlega klukkustund.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara