Gagnvirkar fjarstýringar

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui]Þið athugið að möguleikinn á þessu er álíka gamall og fjarstýriningarnar sjálfar.[/quote]
Það urðu miklar breytingar eftir að 2.4GHz tæknin var tekin upp. Þá opnaðist möguleikinn á gagnvirkri sendingu á sömu tíðni með hjálp starfænna pakkasendinga, svipað og notað er í GSM.

Í GSM hafa menn væntanlega oft heyrt truflanir sem berast frá þeim í útvarpstæki eða jafnvel hljómflutningstæki. Ástæðan er sú að sífellt er verið að rjúfa og tengja sendinguna. Sent er örskamma stund skeyti með upplýsingum, síðan er slökkt á sendinum og sendirinn á móti svarar, og síðan kveikt aftur. Þess vegna heyrist þetta Brrrrr hljóð. (Það er þetta "time slot" sem takmarkar drægni venjulegra GSM síma við næstum nákvæmlega 30km).

Í hefðbundnum sendum á 35MHz er send út stöðug burðabylgja sem ekki er rofin. Hún er síðan tíðnimótuð með upplýsingum sem eru annað hvort á PPM eða PCM formi, en jafnvel þó PCM merkið sé í eðli sínu stafrænt er ekki hægt að hlusta á svar á sömu tíðni, eða bandi. Þess vegna nota t.d. radíó- varíómetrar og hæðarmælar aðra tíðni, t.d. 433 MHz, eða 27 MHz eins og minn gamli.

Sem sagt, það eru pakkaskeytin sem gera viðtækinu kleift að svara milli þess sem það hlustar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstur eftir Agust »

Þar sem ég tók GSM sem dæmi um pakkasendingar með rofinni burðarbylgju, þá eru hér raunverulegar myndir sem sýna hvernig burðaraldan frá GSM síma stendur yfir í skamma stund, þannig að milli púlsa gefst tími til að hlusta og taka á móti pakka frá miðstöðinni.

Þetta er semsagt dæmigert "packet radio". Þannig er möguleiki á að senda og taka á móti á sömu tíðni.



Mynd

Hér er tímaskalinn allnokkrar sekúndur. Hér sjást ekki vel einstaka púlsar, nema þar sem þeir eru sendir sjaldan. Þeir virðast renna saman þar sem þeir mynda svarta klessu. Á næstu mynd er svarta klessan stækkuð upp.


Mynd

Þessi mynd er þanin út til þess að einstaka púlsar sjáist. Tímaskalinn þvert yfir myndina er um það bil 0,2 sekúndur. Hver púls inniheldur skeyti með stafrænum upplýsingum, sem í þessu tilviki er tal.

---

Ég tók þetta dæmi til að útskýra tæknina sem er að baki nútíma tölvusamskipta með radíó, þar með talið á 2.4 GHz sem er samnýtt tíðnisvið. GSM símarnir vinna á 0,9 og 1,8 GHz.

Lýsingu á "hefðbundnum" fjarstýringum og hvernig sent er út á samfelldri tíðni (ekki pakkasendingar), þ.e. FM/PPM og FM/PCM má finna hér:
http://agust.net/rc/ymislegt/fjarstyringar.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstur eftir Haraldur »

Sem betur fer er GSM tæknin ekki notuð fyrir model senda.
Því í GSM þá er næstum því ekkert af upprunalega hljóðinu send, heldur eru sendar svokallaðir coefficentar sem eru notaðar til að stilla tíðnisíuna á móttökuendanum sem síðan er vakin með ákveðnum púls. Þetta saman endurskapar merkið sem var send.
Vegna þessa hefur verið nær ómögulegt að senda gagnastraum í gegnum GSM.

Ef einhver vill skoða þetta betur þá á ég til reiknilíkan sem ég gerði í Matchcad sem sýnir hvernig þetta vinnur og með líkaninu er hægt að senda inn hljóð og sjá hversu mikið eða lítið það bjagast í móttöku, allt eftir því hversu markir filterara eru notaðir.
Svara