LI-po í fjarstýringu

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Og svo annað...

Er ekki rétt hjá mér að það sé rétt að geyma LiPo rafhlöður hlaðnar því ef maður gerir það ekki þá kemur "innri leki" sem er í öllum batteríum meira og minna, til með að tæma þær niður fyrir lágmarksspennuna og þar með eyðileggja þær.
Ef maður geymir þær nógu lengi þá kemur hún fyrr eða seinna til með að tæma sig sjálf sme sagt.

Er betra að geyma þær í kæli til þess að minnka þennan innri leka eða jafnvel frysti??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Eiður »

ég las einkverstaðar að gott væri að geyma þær við 2°-4°C bara eins og í ísskáp hálf hlaðnar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]Hmmm...
Ágúst, ertu að ruglast þegar þú segir í síðasta innleggi að efsti ferillinn sé mæling án álags Mér sýnist að það sé miðað við fast straumflæði við 0,625A þeas um milljón sinnum meira straumúttak en spennumælir mundi draga yfir ótengda pólana.
.[/quote]
Fyrir ofan myndina stemdur: "Sjá efsta ferilinn. Álag er lítið, en samt smávegis. Ferillinn er nokkurn vegin eins og tölurnar í töflunni hér að ofan.......".

Þetta er sem sagt nokkurn vegin réttur ferill við lítið álag. Ekki alveg, enda bendi ég á að brotið sé líklega frekar við 3,7V en 3,6V af þessum sökum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]Og svo annað...

Er ekki rétt hjá mér að það sé rétt að geyma LiPo rafhlöður hlaðnar því ef maður gerir það ekki þá kemur "innri leki" sem er í öllum batteríum meira og minna, til með að tæma þær niður fyrir lágmarksspennuna og þar með eyðileggja þær.
Ef maður geymir þær nógu lengi þá kemur hún fyrr eða seinna til með að tæma sig sjálf sme sagt.

Er betra að geyma þær í kæli til þess að minnka þennan innri leka eða jafnvel frysti??[/quote]
LiPo segja sumir að best sé að geyma við um 50% hleðslu. Sjá Store aðgerð í nýjum hleðslutækjum.

Best að geyma líka í kæli yfir vetrarmánuðina.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hjálpi mér hamingjan, ég vona að enginn hafi skilið það svo að ég hafi ætlað að leiðrétta rafmagnsverkfræðinginn. :broskallsemroðnar:

Hefði átt að lesa þetta tvisvar því ég sé nú að þú átt við að kúrfan sem er mæld við rúmlega hálfs ampers álag er svo nálægt því að vera eins og sú sem mundi vera mæld "án álags" með spennumæli sem dregur milljónfalt minni straum (þegar honum er brugðið á póla rafhlöunnar án þess að hún sé tengd við) að það skipti litlu um mæliniðurstöðuna.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Agust »

Ástæðan fyrir þessari hegðun rafhlöðunnar er að hún er ekki fullkomin.

Maður hugsar sér að rafhlaðan sé samsett úr fullkominni rafhlöðu sem heldur uppi spennunni, óháð því hver straumurinn er, og litlu viðnámi sem er í seríu við þessa fullkomnu rafhlöðu. Spenna fullkomnu rafhlöðunnar er kölluð íspenna eða electromotive force. Það er einmitt spennan sem er á sviðinu ca 3,7 til 4,2 volt.

Litla innra viðnámið veldur því síðan að spennan fellur dálítið meðan straumur streymir frá rafhlöðunni yfir þetta litla innra viðnám. Ef innra viðnámið er t.d. 0,01 ohm og straumurinn 10 amper, þá fellur spennan um 0,1 volt. Íspennan, sem gæti verið 4,0 volt, mælist þá 4,0 - 0,1 volt, eða 3,9 volt.

Ef innra viðnámið er 0,03 ohm, þá fellur spennan um 0,3V við 10A.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Helgi Már
Póstar: 2
Skráður: 26. Maí. 2010 17:42:24

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Helgi Már »

[quote=Eiður]Ég var að spá hvort það væri í lagi að nota svona þriggja sellu LI-po í fjarstýringar málið er að þegar batteryið er full hlaðið hjá mér sýnir stýringin 11.2V en þriggja sellu LI-po fer alveg í 12,1.
spurnigin er hvort ég grilli stýringuna á þessu ég er með JR2110 .[/quote]
Ef að stýringin hjá þér er gerð fyrir 8 stk. AA Alkaline rafhlöður, er hún gerð fyrir (8 * 1,5 = ) 12 Volt. Nýjar AA Alkaline rafhlöður eru upp undir 2 volt stykkið úr pakkanum. Fjarstýringin þarf þá að þola allt að 8 * 2 = 16 Volt, samkvæmt hönnunarforsendum framleiðenda.
3S LiPo rafhlaða sem er með uppgefna spennu 11,1 volt er því innan þeirra marka sem stýringin er hönnuð fyrir.
Svarið við spurningunni er því líklega nei, að þú munir ekki grilla stýringuna. NEMA þú t.d. pólir rafhlöðuna öfugt.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Sverrir »

Fjarstýringar í dag eru almennt ekki gerðar fyrir AA alkaline rafhlöður heldur hleðslurafhlöður sem eru 1.2V og fylgja pakkar, þó geta sjálfsagt verið undantekningar á þessu eins og öðru. RTFM!

Menn hafa notað lipo í fjarstýringum en það eru ekki allar fjarstýringar sem ráða við það! Halli nefnir þetta á síðu 1 og einnig nauðsyn þess að leita sér upplýsinga um þá fjarstýringu sem verið er að nota, því þær eru jú ekki allar eins að innan.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Agust »

Er ekki spenna alkaline rafhlöðusellu án álags heldur lægri en 2 volt?:

"The nominal voltage of a fresh alkaline cell is 1.5 V. Multiple voltages may be achieved with series of cells. The effective zero-load voltage of a non discharged alkaline battery varies from 1.50 to 1.65 V, depending on the chosen manganese dioxide and the contents of zinc oxide in the electrolyte...).

http://en.wikipedia.org/wiki/Alkaline_battery

8 sellur eru þá 12 til 13,2 volt án álags samkvæmt þessu.

Er ekki fullhlaðin LiPosella án álags 4,2V ?
3 sellur eru þá að hámarki 12,6 volt.

Tóm LiPosella er 3,2 volt án álags. (~3 volt með álagi). Þ.e. 9 til 9,6 volt.

Hvað spennu varðar ætti þetta að vera í lagi, en ég er hræddur um að undirspennuviðvörunin í sendinum komi að litlu gagni ef þrjár LiPo sellur eru notaðar. Flauti of seint.

Nú er hægt að fá góðar "venjulegar" hleðslurafhlöður sem eru um 2000 milliamperstundir (mAh), þannig að það er spurning hvað maður græðir á að nota LiPo í sendinn.
Sjá: http://www.overlander.co.uk/index.php?o ... &Itemid=80
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Helgi Már
Póstar: 2
Skráður: 26. Maí. 2010 17:42:24

Re: LI-po í fjarstýringu

Póstur eftir Helgi Már »

Ég get ekki fundið neina fjarstýringu hjá mér sem ekki er gerð fyrir AA Alkaline rafhlöður (Futaba, Spectrum, Multiplex og Sanwa auk nokkura OEM stýringa), en mínar eru svo sem flestar í ódýrari kantinum. Flestar eru fyrir 8 AA rafhlöður en sumar eru fyrir 4.
Spennan sem ég hef mælt á ódýrum AA rafhlöðum úr Rúmfatalagernum er upp í 1,8 volt á ónotaðri sellu án álags. Ég var að opna nýjan pakka af AA Duracell Pro og mældi eina sem var 1,59 volt þannig að þessi pakki úr Rúmfatalagernum er kannski afbrigðilegur.

Ástæðan fyrir að LiPo rafhlöður eru yfirleitt betri en NiMh eru sú að LiPo er yfirleitt með mikið minni sjálfsafhleðsu. NiMh er með allt að 3% sjálfsahleðslu á dag en LiPo yfirleitt undir 1%. LiPo eru 20-50% léttari m.v. rýmd og spennu sem gerir fjarstýringuna léttari í hendi. LiPo battery hafa oft enst lengur, í flugi, en NiMh battery af sambærilegri rýmd.

Annars er alltaf gott að gera eins og Sverrir stingur upp á "Read The Friendly Manual". Svo getur verið gott að skoða hvort framleiðandinn bjóði upp á LiPo rafhlöður sem aukabúnað í fjarstýringuna. Ef hann gerir það er mjög líklegt að sambærilegar rafhlöður frá öðrum framleiðendum virki líka, passaðu þig bara á plús og mínus :).
Svara