LiPo hleðsla ?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
scuba
Póstar: 32
Skráður: 7. Júl. 2006 00:34:58

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir scuba »

Sælir
Ég er byrjandi í rafmagnsmálum og var að fá 2 x LiPo rafhlöður (frá Kína) sem eru merktar [2200 mAh],[11.1V],[15C].
Ég hugði ekki að mér og pantaði ekki hleðslutæki með rafhöðunum en ég á Prodigy Pro Peak II charger/distcharger sem ég tel að ég geti notað.

Ég hef verið að lesa mig til um þetta á vefnum en vil vera alvega viss um að ég sé akki að gera einhverja vitleysu.

Þetta stendur á skjánum áður en hleðsla hefst
LiPo CHARGE
C=500mAh 11.1 Vp

Þetta stendur á skjánum eftir að hleðsla hefst
CHG 0:00 00003
LP+0.50A 11.972V


Er þetta í sómanum?
Grunar að ég megi hækka C=500mAh í C=2200mAh!

-Villi

Passamynd
einarak
Póstar: 1534
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir einarak »

Þú getur notað þetta tæki. Þetta er nákvæmlega einsog þú talar um, þú mátt hlaða þessi batterí á 2.2amp (2200mah), það er 1C. C = rímd batteríisins í þessu tilfelli 2200mah. Sum Lipo má þó hlaða á hærra C (t.d. í þínu tilfelli ef það má hlaða batteríin á 2C þá væri það 4.4amp osf..)

Passamynd
scuba
Póstar: 32
Skráður: 7. Júl. 2006 00:34:58

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir scuba »

Ok
Kærar þakkir fyrir hjálpina!

-Villi

Passamynd
Haraldur
Póstar: 1404
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir Haraldur »

Ég er að prófa að hlaða Kína (Turnigy) battereríin mín á 1.5C og ætla að fara upp í 2C smá saman.
Þá get ég dúndrað inn á þetta á hálftíma og flogið miklu meira.

Passamynd
einarak
Póstar: 1534
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir einarak »

já, einn sem skrifar review fyrir eitt 360mah Turnigy NanoTech battery á HK segist hafa hlaðið það á 13C (já þrettán!) án þess það hafi svo mikið sem volgnað. Það er fullorðins.

Passamynd
scuba
Póstar: 32
Skráður: 7. Júl. 2006 00:34:58

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir scuba »

Er þetta óhætt?

Á vafri mínu um netið til að kynna mér þessi mál þá er mikið um viðvaranir og orð eins og slökkvitæki, reykskynjarar, eldvarnarteppi og. fl koma upp í hugann. Það er engu líkara að maður sé með C4 sprengiefni í höndunum.

Ég er að hlaða 2200mAh rafhlöðu á 2.20A.....er sem sagt óhætt að fara hærra og hversu mikið hærra án þess að kveika í öllu í kring um mig?
Cutoff voltage hjá mér er 9V...er það eðlilegt?

-Villi

Passamynd
einarak
Póstar: 1534
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir einarak »

Ekki fara hærra nema það standi á batterýinu að það meigi hlaða það á meira en 1C, Flest öll lipo má ekki hlaða á meira en 1C

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=scuba]Er þetta óhætt?

Á vafri mínu um netið til að kynna mér þessi mál þá er mikið um viðvaranir og orð eins og slökkvitæki, reykskynjarar, eldvarnarteppi og. fl koma upp í hugann. Það er engu líkara að maður sé með C4 sprengiefni í höndunum.
....[/quote]
Lithium batteríin eru litlar eldsprengjur og ætti aldrei (!) að hlaða annars staðar en þar sem óhætt er að þau fuðri upp. Ég veit um tvö nýleg dæmi hér á landi þar sem lá við stórslysum þegar LiPo batterí í hleðslu fuðruru upp. Orsökin liggur nánast alltaf annaðhvort í því að menn hafa stillt tækin vitlaust eða hleðslutækið hefur bilað. Það fyrra er væntanlega algengast og maður ætti aldrei að flýta sér þegar maður stillir upp fyrir hleðslu.
Til þess að fullnægja öryggi við LiPo (og aðra) hleðslu eru margar tilfæringar mögulegar, sjálfur er ég með þau í gömlum kleinupotti sem ég stilli upp úti á miðju gófli beint undir reykskynjararanum í skúrnum. Að hlaða LiPo inni í bílnum er glapræði og margir eru farnir að útbúa þannig að þeir geti tekið batteríin úr dýrum vélum þegar þeir hlaða þau.
Það eru ekki bara LiPo sem geta valdið hættu. Ég hef lesið um slys sem hafa orðið við hleðslu á NiCd batteríum og séð fleiri en einn tala um að maður eigi eiginlega að viðhafa skynsamlegar varúðarráðstafanir við alla hleðslu, hverju nafni sem það nefnist.

Ef maður fer út fyrir þau mörk sem mælt er með, sbr það sem Einar segir frá, á gerir maður það að sjálfsögðu á eigin ábyrgð og þannig að það geri ekki til þó draslið ákveði að kveðja þennan heim.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 596
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir Gunni Binni »

Villi, þess utan er öruggast að hlaða Lipo-batterí með hleðslujafnara (balancer), sem ég held að sé ekki í þínu tæki, en getur verið utanáliggjandi. Hann tryggir að jafnmikil spenna sé á öllum cellunum í batteríinu.
Kveðja
Gunni Binni

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LiPo hleðsla ?

Póstur eftir Agust »

Ég við bæta einu við varðndi hraðhleðslu:

Það styttir líftíma LiPo rafhlöðunnar ef hún er hlaðin hratt. Bara af þeim sökum er betra að halda sig við þann hleðslutíma sem framleiðandinn mælir með. Það er fátt eins leiðinlegt og slappar LiPo.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara