Vandamál með XT60 - Deans T

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir raRaRa »

Góðan dag. Þetta er minn fyrsti þráður hér á þessu spjallborði. Mætti endilega auglýsa þetta betur þar sem ég fann spjallborðið fyrir tilviljun á Google :-)

Ég komst fyrst inn í þetta áhugamál í desember 2010. Ég fann frábæra síðu, HobbyKing, sem selur margar vörur mjög ódýrt og hef keypt þaðan eitt stk. rafmagns flugmódel sem heitir AXN clouds fly / (Kallast AXN floater).

Hún kemur með 20A ESC (Hraðastillir) sem hefur Deans T plug tengi til að tengjast við batteríið.
Hinsvegar keypti ég Zippy Flightmax 2200mAh batterí sem kemur með XT60 tengi. (HobbyKing eru byrjaðir að nota XT60 tengin sem replacement yfir Deans T þar sem það hefur ekki patent og þar af leiðandi ódýrara, eftirsóknara og aðgengilegra). Þannig það var mjög furðulegt að þeir létu Deans T plug koma með ESC sem fylgdi AXN floater.

Mín einfalda spurning er sú, er til einhversskonar millistykki fyrir XT60 (female) og Deans T (male)?

Allar athugasemdir væru frábærar!

Takk fyrir! :-)

Mbk,
Jón Trausti.

Passamynd
Haraldur
Póstar: 1404
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir Haraldur »

Velkominn í sportið.
Ég held að þú þurfir að taka upp lóðboltann hér og smíða millistykkið sjálfur. Eða þá skipta um tengi á annað hvort ESC eða rafhlöðunni. Hvort þú skiptir um fer eftir því hvort að þú ætlar að nota Deans eða XT60.
Ég er sjálfur í þessari stöðu núna og ætla að skipta um tengið á ESC yfir í XT60.

Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir raRaRa »

Takk fyrir fljótt svar!

Segjum að ég taki þá ákvörðun að skipta tenginu á ESC yfir í XT60, þá vaknar sú spurning hjá mér hvort ég get keypt XT60 male plug á íslandi? Þessi tengi eru uppseld hjá HobbyKing, ég vill þó reyna komast frá því að þurfa panta þetta frá Hong Kong, ansi löng leið :)

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10782
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir Sverrir »

Velkominn á vefinn.

XT60 tengin eru í raun bara 3.5mm bullet tengi í plasthúsi, svipað og t.d. EC-3 tengin, þannig að þú gætir reddað þér með stökum 3.5mm tengjum. Það eru annars fleiri en HobbyKing sem selja þessi tengi, t.d.
http://www.dealextreme.com/p/xt60-conne ... airs-41135
http://www.giantcod.co.uk/xt60-connecto ... 04418.html

Þessir neðri eru í Bretlandi svo ef þú pantar þaðan ætti það að skila sér hingað heim á innan við viku. Svo er fullt af öðrum netbúðum sem selja þessi tengi, athugaðu bara að kínverska nýárið er að skella á ef þú ætlar að panta úr þeirri átt.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir raRaRa »

Takk fyrir góð svör.

En smá off-topic, eru margir í rafmagns módelum? Ég hef rosa mikinn áhuga að færa mig rólega yfir í FPV pakkann (First Person View), þar sem stjórnað er módelinu í gegnum live feed frá myndavél.

Þetta virðist vera vaxandi áhugamál sem ég hef ekki séð til staðar á íslandi.

Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 596
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=raRaRa]Takk fyrir góð svör.

En smá off-topic, eru margir í rafmagns módelum? Ég hef rosa mikinn áhuga að færa mig rólega yfir í FPV pakkann (First Person View), þar sem stjórnað er módelinu í gegnum live feed frá myndavél.

Þetta virðist vera vaxandi áhugamál sem ég hef ekki séð til staðar á íslandi.[/quote]
Sæll Jón Trausti
Það er fullt mönnum með rafmagnsmódel af ýmsum stærðum og fljúga bæði inni og úti. Ef þú skoðar þræðina um inniflugið http://frettavefur.net/Forum/viewforum.php?id=26 og Reykjaneshöllina http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=4724 sérðu að það eru töluvert um það.
Eins er fyrirhugað að taka þetta fyrir á febrúarfundi Þyts 3. feb nk sbr http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 709#p28709 og þér er velkomið að mæta og heilsa upp á menn og sýna okkur Axn floaterinn þinn sem ég hef ma verið að velta fyrir mér, þó ekki keypt enn.
Ég og fleiri hafa spáð í FPV og hef keypt eitthvað dót í það en ekki komið enn í verk að testa.
Kveðja
Gunni Binni

RcHobby.is

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir RcHobby.is »

[quote=raRaRa]Takk fyrir fljótt svar!

Segjum að ég taki þá ákvörðun að skipta tenginu á ESC yfir í XT60, þá vaknar sú spurning hjá mér hvort ég get keypt XT60 male plug á íslandi? Þessi tengi eru uppseld hjá HobbyKing, ég vill þó reyna komast frá því að þurfa panta þetta frá Hong Kong, ansi löng leið :)[/quote]
Sælir

Smábílar.is á til nánast allar tegundir af tengjum, þar á meðal XT60.

Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Vandamál með XT60 - Deans T

Póstur eftir raRaRa »

Ahhh, damn! Ég pantaði þetta frá HobbyKing í gær. Ég tók reyndar nokkra varahluti eins og servos til að hafa ekki samviskubit að hafa sent XT60 tengi næstum hálfan hring í kringum jörðina :-)

Svara