
Ég komst fyrst inn í þetta áhugamál í desember 2010. Ég fann frábæra síðu, HobbyKing, sem selur margar vörur mjög ódýrt og hef keypt þaðan eitt stk. rafmagns flugmódel sem heitir AXN clouds fly / (Kallast AXN floater).
Hún kemur með 20A ESC (Hraðastillir) sem hefur Deans T plug tengi til að tengjast við batteríið.
Hinsvegar keypti ég Zippy Flightmax 2200mAh batterí sem kemur með XT60 tengi. (HobbyKing eru byrjaðir að nota XT60 tengin sem replacement yfir Deans T þar sem það hefur ekki patent og þar af leiðandi ódýrara, eftirsóknara og aðgengilegra). Þannig það var mjög furðulegt að þeir létu Deans T plug koma með ESC sem fylgdi AXN floater.
Mín einfalda spurning er sú, er til einhversskonar millistykki fyrir XT60 (female) og Deans T (male)?
Allar athugasemdir væru frábærar!
Takk fyrir!

Mbk,
Jón Trausti.