Síða 1 af 1

Re: Tíðnimál

Póstað: 28. Jan. 2011 20:57:32
eftir Björn G Leifsson
Nu þegar menn eru komnir á fullt með pælingar í sambandi við annars konar nýmóðins samband við flugurnar sínar en bara stýringu.

Ég sé að það eru fáránlega fjölbreyttar græjur í boði og á ýmsum tíðnisviðum.

Vídeó senda og móttakara er hægt að kaupa á þessum tíðnisviðum að minnsta kosti:

900 MHz
1,3 GHz
2,4 GHz
5,8 GHz


Við vitum jú að 2,4 GHz er leyfilegt og notað í allar mögulegar og ómögulegar græjur meðal annars nýju stafrænu fjarstýringarnar.
En hvað með hin sviðin, eru þau betri/verri hvað varðar samband og eru einhver þeirra leyfð eða bönnuð (til þessara nota) hér á landi?

Re: Tíðnimál

Póstað: 29. Jan. 2011 19:41:11
eftir Gaui
Mig grunar að það sé sérstaklega tekið fram hvað má nota fyrir hvað í þessum málum. Ef maður skoðar 27 MHz, 35 MHz og 40MHz, þá er tilgreint hvað má gera við þau. Til dæmis má bara nota 35MHz fyrir fjarstýrð flugmódel, ekkert annað. Ég bara man ekki hvar á að gá að þessu.

:cool:

Re: Tíðnimál

Póstað: 29. Jan. 2011 21:06:23
eftir Sverrir