Síða 1 af 1

Re: Hvar fást NiMh batterý á góðu verði?

Póstað: 17. Feb. 2011 12:53:09
eftir Gaui K
Maður verður nú að líta þarna við á morgun í handverkshúsinu:)

En ég kom við í Íhlutum í gær og ætlaði að fá mér NIMH 1800mah battery en hrökklaðist nú eiginlega frá vegna þess að þau kosta 1300 kr.stk. veit einhver hvar/hvort hægt sé að fá ódyrari NIMH battery? eða er þetta bara orðið svona fjandi dýrt?

Re: Hvar fást NiMh batterý á góðu verði?

Póstað: 17. Feb. 2011 13:24:20
eftir Agust
Eg þú ætlar að kaupa NiMh þá skalt þú endilega kaupa LSD NiMh.

LSD stenndur fyrir Low Self Discharge. Þessar rafhlöður halda hleðslunni svo mánuðum skiptir.

http://en.wikipedia.org/wiki/Low_self-d ... MH_battery

Ég keypti fyrri ári Sanyo Eneloop eins og þessar í Bónus í Árbæjarhverfi í fyrra. Man ekki verðið, en þær líta svona út:
http://www.amazon.com/SANYO-eneloop-Pre ... B000IV2WAW

Af þeim LSD NiMh sem eru á markaðnum treysti ég best Sanyo Eneloop, en það eru auðvitað bara trúarbrögð. Og þó - Ég keypti eitt sinn einhver kínversk svona batterí í Byko og þau reyndust ekki vel. Ein sellan gaf sig eftir nokkra notkun.

http://www.eneloop.info/


Og svo eru það vinir okkar í Sussex:
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=26669

Re: Hvar fást NiMh batterý á góðu verði?

Póstað: 17. Feb. 2011 13:25:55
eftir Pitts boy
Sæll Guðjón.
Ég tók 10stk.http://hobbyking.com/hobbyking/store/uh ... duct=10456 frá þeirri merku verslun HK. þegar við pöntuðum saman um dagin og stykkið kom þar á 250kr. hingað komið að vísu í með fleira dóti. Mér lýst á ágætlega á þau en á eftir að reyna þau. Ég hef alltaf verið að kaupa GP og setja saman, en mér ofbauð verðið síðast þegar ég ætlaði að fjárfesta í þeim.

Re: Hvar fást NiMh batterý á góðu verði?

Póstað: 17. Feb. 2011 15:53:07
eftir Gunni Binni
Hef keypt slatta af Lsd batterium i gegn um tiðina frá Hobbyking, bæði AA og AAA og þau virðast virka vel og halda hleðslunni.
kveðja
gunni Binni

Re: Hvar fást NiMh batterý á góðu verði?

Póstað: 18. Feb. 2011 12:27:50
eftir Pitts boy
Já ég skellti mér í að lóða 6v. pakka saman í gær. Mældi þau hvert fyrir sig þegar þau komu úr pakkanum og mér leist bara vel á það allaveg stóðu öll í nánast sömu volta tölu +- 0.1volt, öll rétt rúmlega 1.3v og nú er verið að hlaða og svo verður reynslan að koma í ljós. :)