Síða 1 af 1

Re: Bungymania - Outrunner prófanir

Póstað: 28. Feb. 2011 18:05:08
eftir SteinarHugi
Sælir strákar,

Ég er að smíða Super Chipmunk (CG smíðakit) sem verður rafknúin. Komst fljótlega að því að HobbyKing væru ódýrastir en því miður eru oftar en ekki eyður í spekkunum hjá þeim. Eftir nokkra leit rambaði ég inn á franskan vef, Bungymania. Hann inniheldur nokkuð ítarlegar niðurstöður úr real-world prófunum á m.a. mörgum af Turnigy mótorunum. Hjálpar til við að leysa mótor+ESC+battery+prop hausverkinn, trúarbragðalaust!

kv, Steinar Hugi

P.S. Fyrir áhugasama endaði ég á að panta Turnigy AerodriveXp 46 SK Series 50-55 580Kv mótor, Turnigy Brushless ESC 85A w/ 5A SBEC hraðastýringu, ZIPPY Flightmax 5000mAh 6S1P 20C battery og nokkra mismunandi propa. Ætla að tilraunast með þetta og svo kemur í ljós í sumar hvort hún fljúgi ;-)