Síða 2 af 2

Re: Hleðslutæki

Póstað: 28. Apr. 2011 00:43:27
eftir Sverrir
[quote=SteinarHugi]Mig grunar að stóru hleðslutækin noti meiri spennu, þetta 1Kw vill helst 23v.[/quote]
Virðist vera frekar eldfimt tæki svo ekki sé sterkar til orða tekið(sjá umsagnir). :/

Re: Hleðslutæki

Póstað: 28. Apr. 2011 01:42:11
eftir Haraldur
Að hlaða LiPo batterí undir 3-4Ah er ekkert tiltökumál. Flestir "venjuleg" hleðslutæki og straumbreytar ráða vel við það.
Hinsvegar þegar farið er að hlaða 5 sellu eða stærra með 5Ah eða hærra þá er allt annað mál á ferðinni. Hleðslutæki og spennugjafa eru stærri og kraftmeiri. Miklu meiri orka, straumur og hiti eru á ferðinni og lítið þarf til að allt fari úrskeiðis. Eins þegar farið er að hlaða með meira en 1C hleðslustraumi.
Ef verið er að hlaða 5Ah batteri með 10C þá erum við að tala um 50A á úttaki hleðslutækisins. Leiðslur fara að hitna, straumgjafinn fer að hitna og lítið þarf út af bera til að allt springi í loft upp. Við erum að tala um straum sem nægir til að rafsjóða með.