Mótor í flugvæng?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Árni H »

Ég er að fara að skera út í flugvæng byggðum á lauslegum teiknungum af Zagikiller. Þar sem það er ódýrt og fljótlegt að útbúa svona vélar ætla ég að setja mótor í fyrirbærið. Að sjálfsögðu kemur ekkert annað en rafmagnsmótor til greina en þar er ég gjööörsamlega reynslulaus - hef aldrei velt þessu fyrir mér. Vænginn ætla ég að nota m.a. undir léttar myndavélar þannig að hann má alveg vera svolítið sprækur.

En nú vantar mig góð ráð. Vængurinn er svona hefðbundinn flugvængur með vænghafi u.þ.b. 1220 mm og þyngdin skv teikningu 500 - 900 gr. Vængprófíll er Sipkill 17,1/10B.

Hvers konar samsuða (mótor/ESC/lipo) gæti passað í þessa vél? Inrunner/outrunner? Brushless?

Skv. smágúggli dettur mér í hug 300 - 400 w inrunner brushless mótor með 3S lipo og ESC sem ræður við ca 25% meiri Amper en mótorinn tekur.

Eða er ég alveg úti á túni með þetta combo? Halli Zagisérfræðingur?

Kveðjur,
Árni Hrólfur


Mynd
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Haraldur »

Þessir ættu að koma þér á sporið.
Hef pantað frá þeim og mjög þægilegir.
http://www.flyingwings.co.uk/

Ég var nú svo heppinn að fá allann pakkann í Zagíinn minn frá þeim.

Best að nota innrunner því þá er auðveldara að spenna mótorinn á vænginn.
Mótorinn sem ég er með er frá Himax.
Ég nota 3300mA LiPo battery.

Hér er meira.
http://www.zagi.com/

Vængurinn minn er svona, og ég á prófíla til að skera eftir:
Mynd

Og kemur til með að lýta svona út á Akureyri í sumar.
Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Sverrir »

Fátt sem toppar þetta lúkk! :cool:

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Haraldur »

Á Gunni ekki sinn ennþá? Væri flott að fljúga tvíburum.

Verst að ég á ekki nógu gott rautt tape. Mitt er meira svona vínrautt í stað eldrautt.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Árni H »

Já, ég er líka kominn á þá skoðun að setja inrunnar í hann. Skv mínum upplýsingum er mælt með 100w per 1lb í venjulegu sportflugi og aerobatic. Ég ætla að útbúa vængprófíla í kvöld og þá er ekkert því til fyrirstöðu að skera út í vikunni.

Flottir og þjóðlegir vængir hjá ykkur!

Kv,
Árni H
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Haraldur]Á Gunni ekki sinn ennþá? Væri flott að fljúga tvíburum.

Verst að ég á ekki nógu gott rautt tape. Mitt er meira svona vínrautt í stað eldrautt.[/quote]
Hann er enn til en það þarf að græja nýtt aflkerfi í hann, búið að klára það sem var fyrir. ;)

Sýnist CombatWings eiga fínan rauðan lit.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Gunni Binni »

ER þetta ekki ólöglegt nema á löggiltum fánadögum?
kv.
GBG
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Sverrir »

Þetta eru ekki löggiltir fánalitir svo við höfum ekki miklar áhyggjur af því. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Pitts boy »

Sælir piltar.
Mig er búið að dreyma lengi um að eignast Zagi væng. :P
Hef ekki lagt í að smíða mér svona hef ekki þekkingu á að velja efnin í svona væng eða skera vænginn.
Hafa ekki einhverjir verið að panta svona kitt?
Ég er búin að vera að skoða á http://www.zagi.com/ sem Haraldur benti á og lýst vel á og sýnist þetta vera einfalt ef maður fær allan efniviðinn í pakka.
Hvernig er best að snúa sér í þessu? Hefur einhver ráðleggingar?
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Mótor í flugvæng?

Póstur eftir Gunni Binni »

Blessaður Einar!
Við Tumi pöntuðum okkur sitthvorn vænginn frá Zagi með mótorum og öllu dótinu.
Þeir hafa reynst mjög vel þrátt fyrir slæma meðferð og við flogið þeim næstum í drasl.
Það var mjög gott að eiga við þá og ma. fengum við þá til að senda varahluti á hótel þegar við vorum í USA með því að senda tímanlega mail á þá
Sjálfsagt er hægt að sleppa billegar með öðrum leiðum aftur á móti og hafa Halli og ýmsir sniðið þá til og keypt hluti staka.
Prófaði þennan http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=11440 frá vinum mínum en gekk ekki að fá hann balanseraðan og gafst upp en reyni aftur seinna.

Kveðja
Gunni Binni
Svara