Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Gaui »

Og hafa einhverja undarlega tölvurödd blaðrandi að mér á meðan ég er að fljúga -- ég held ekki. Fæ nóg af slíku þegar ég þarf að hringja í opinberar stofnanir (Þú hefur nmá sambandi við ?????. Ýttu á einn fyrir ??? ...)

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Kjarninn í Hitec viðtækjunum er CC2500. Spekkur hér:

http://focus.ti.com/docs/prod/folders/print/cc2500.html

http://focus.ti.com/analog/docs/enggres ... ntId=15380

http://www.sparc.uni-mb.si/Sistemidaljv ... et_1_2.pdf

Í raun er þetta ekki viðtæki, heldur sendiviðtæki eða transceiver.

Sendiaflið ftyrir fjarmælingu er gefið upp sem 0 eða +1dbm.

Næmi viðtækisins er gefið upp sem "–101 dBm at 10 kbps, 1%
packet error rate" eða "–104 dBm at 2.4 kbps, 1%
packet error rate". Þetta verður að teljast nokkuð gott.

Væntanlega er sendirinn í handtækinu um 100 mW (+20 dbm) í sendingu og 1 mW (0 dbm) við drægniprófun.

Með þessum tölum og "free space attenuation" á 2,4 GHz er auðvelt að reikna dægni tækisins við venjulega notkun (+20 dbm), drægniprófun (range test) (0 dbm) og fjarmælingu (0 eða +1 dbm).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Sjálfsagt hafa menn tekið eftir því að loftnetið á Hitec Optima viðtækjunum (sendiviðtækjunum) er nokkuð óvenjulegt. Hitec kallar það BODA, en hvers konar loftnet er það?

Í raun er þetta loftnet af sömu gerð og notað er á beinum (router) fyrir þráðlaus net. Sjálfsagt af sömu gerð og er innan í litla loftnetinu á 2,4 GHz sendunum ykkar.

Myndin hér fyrir neðan ætti að skýra þetta út.

Svona loftnet er í eðli sínu eins konar dípóll, en það er algeng gerð af loftnetum. Búið er að sveigja annan arminn, þann sem tengist í skerminn, niður meðfram skerminum, og reyndar láta hann mynda rör utan um skermkapalinn. Rörið og vírinn eru jafn löng, eða 1/4 úr öldulengd. Allt loftnetið er því svokallað hálfbylgjuloftnet.

Svona loftnet passar nákvæmlega fyrir skermkapalinn, kóaxinn, þannig að standbylgjan (standbylgjuhlutfallið SWR) verður mjög lág. Nýtni loftnetsins er því góð.

--- --- ---

Neðst til hægri sést mynd af loftneti af gerð sem stundum hefur sést á 2,4 GHz viðtækjum. Þar hafa einfaldlega um 30mm verið afeinangraðir af enda kapalsins og skermurinn fjarlægður þar. Skermurinn er ekki tengdur í neitt. Svona má ekki gera, því það skapar alls konar vandamál:

Næmi loftnetsins verður mun minna ef það er tengt viðtæki.
Skermur kapalsins er næmur fyrir truflunum.
Skermurinn leiðir hátíðnistrauma og tekur á ófyrirsjáanlegan þátt í virkni loftnetsins. Það getur orðið stefnuvirkt með lítilli næmi í ákveðnar stefnur. Gildir bæði um móttöku og sendingu.
Sé það tengt við sendi eða sendiviðtæki eins og Hitec Optima viðtækin, þá endurkastast mesti hluti sendiaflsins aftur niður að sendinum og breytist í hita vegna hárrar standbylgju.
Alls konar ill-útskýranleg vandamál geta komið upp.

Niðurstaða þessara pælinga er að loftnetið á Hitec viðtækjunum sem gerð eru fyrir Aurora sendinn geta vart verið betri. Nafnið BODA segir þó lítið og er kannski bara villandi.



Mynd


(Á myndinni efst í hægra horninu stendur 8 fet. Þetta er mynd af loftneti fyrir 27 MHz, en í okkar tilviki ætti að standa ca 30mm, sem er um 1/4 úr öldulengd á 2,4 GHz).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Nú er ég búinn að nota fjarstýringuna í nokkurn tíma, en reyndar ekki nema í einni flugvél, þ.e. Ultra Stick 25 rafmagnsvél með flöpsum. Ég var reyndar búinn að lesa mjög góða lýsingu Lárusar hér fyrir framan, en samt hefur þessi fjarstýring komið mér skemmtilega á óvart. Það sem mér hefur líkað einstaklega vel er meðal annars:

1) Uppsetning á módeli er makalaust einföld. Hálfgert gluggaumhverfi eins og í Mac/PC. Snertiskjár og nóg að benda á það sem maður vill gera. Fjarstýringin spyr mann nokkurra spurninga og þá er grunnuppsetningin klár og manni sagt hvernig tengja eigi servóin. Nokkurn vegin þannig:

Hvernig módel (vélflugvél, þyrla, svifflugvél)?: Ég merki við vélflugvél (eða listflugvél).

Hvernig vængur (1 hallastýriservó+0 flapservó, 2 hallastýriservó+0 flapservó, 1 hallastýriservó+1 flapservó, 2 hallastýriservó+1 flapservó, 2 hallastýriservó+2 flapservó ...):
Ég merki við 2 hallastýriservó+2 flapservó

Hver margir mótorar, 1 eða 2?: Merki við 1.

Hvernig stél, venjulegt eða V?: Merkti við venjulegt fyrir Ultra Stick og V fyrir Big Excel.

O.s.frv.

Bingó. Eftir mínútu vinnu er grunnuppsetningin tilbúin, upp kemur listi yfir hvernig tengja skal servóin við viðtækið, og hægt að fara að fínstilla. Videó: http://www.rcuniverse.com/forum/m_8861187/tm.htm


2) Baklýstur skjár sem gerir vinnu við uppsetningu innanhúss eða í rökkri utandyra mun þægilegri.

3) Fjarstýringin slekkur á sér sjálf ef hún hefur ekki verið notuð í ákveðinn stillanlega tíma, t.d. 30 mínútur.

4) Fjarmæling á rafhlöðuspennu viðtækis í módeli ávallt virkt. Flautar þegar spennan er hættulega lág.

5) Hægt að tengja allt upp í 35 volt inn á viðtækið. Þannig má t.d. tengja mótorbatteríið í rafmagnsflugvél inn á viðtækið og láta sendinn flauta þegar tími er kominn til að lenda, eða þá tengja LiPo sem menn nota oft í stóru bensínvélunum á sama hátt, og lesa af spennuna í sendinum og nota viðvörunarkerfið þar. Í gær tengdi ég 4-sellu LiPo í UltraStick þannig og stillti viðvörunarmörkin á 3,3V per sellu. Virkar vel, en á eftir að prófa á flugi.

6) Mjög auðvelt að uppfæra hugbúnaðinn (firmware) í sendi og viðtækjum. Á spjallinu er óskalisti þar sem menn hafa verið að setja fram óskir um endurbætur og nýja fídusa, og það er farið eftir því sem menn skrifa þar. http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1160180

Mjög virkur og langur spjallþráður þar sem fulltrúar Hitec eru virkir. http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=996037

7) Viðtækin (reyndar sendiviðtækin) eru ódýr. Nú á ég einn 9-rása, þrjá 7-rása og einn pínulítinn 6-rása.



Sem sagt, frábær hátækni (hitec) tækjabúnaður.

http://www.hitecrcd.com/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Fyrsta flug með fjarmælingu (Telemetry).

Í einstaklega góðu haustveðri í gær, sól og logn skömmu fyrir kvöldmat, notaði ég fjarmælingu í fyrsta sinn svo gagn væri af. Var einn á Hamranesi í blíðunni.

Reyndar hafði ég fylgst með 5 volta spennunni fyrir viðtækið, en þar sem hún kemur frá BEC er hún alltaf sú sama 5,0V, og því ekkert spennandi.

Í gær fylgdist ég með spennu 4-sellu LiPo rafhlöðunnar og lét sendinn flauta þegar spennan var komin niður í 13,2 volt. Þá lenti ég. Prófaði síðan hve mikið var eftir á rafhlöðunni með því að láta mótorinn ganga á fullu, og reyndist hleðslan endast í um hálfa mínútu áður en mótorinn stöðvaðist. Sem sagt, þetta virkaði mjög vel. Stórsniðugt að geta flogið þar til batteríið er nánat tómt, en lent örugglega.

Viðtækin eru með sérstökum inngangi sem maður tengir við LiPo rafhlöðuna, þannig að það þarf ekki annað en snúru, sem reyndar fylgir með viðtækinu. Þetta þarf ekki endilega að vera rafhlaðan fyrir mótorinn, heldur getur þetta verið t.d. LiPo rafhlaðan sem margir eru farnir að nota í stærri bensínvélum. Ef maður er með hefðbundna 4,8V eða 6V rafhlöðu, þá tengist hún á venjulegan hátt, en mælist samt í sendinum.

Þessi inngangur á viðtækjunum kallast SPC. Þar má tengja 4,8 til 35 volt. http://publicrc.com/pt/Using-your-SPC-p ... 9/blog.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir einarak »

Hvernig stilliru við hvaða spennu sendirinn fer að flauta? er það gert með því að tengja móttakarinn í tölvu, eða geriru það í sendinum sjálfum fyrir hvert módel?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Ég geri það einfaldlega á skjánum á sendinum.

Mjög einfalt gluggaumhverfi og snertiskjár. Vel þar valmynd sem heitir Sensors, síðan aðra sem heitir Battery, og þar vel ég þá spennu sem ég við láta aðvörun heyrast. Tekur svosem 10 sekúndur.

Í gær stillti ég á 13,2 volt sem reyndist vel.

Á þessari mynd er verið að stilla viðvörunarmörkin á 10,0 volt en spennan mælist í augnablikinu 11,1 volt.
Þar má líka sjá hæstu og lægstu spennu sem mælst hefur.


Mynd

http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1179322

"Here's a shot of the battery management screen that will be in firmware V1.07 which allows the user to set a custom low voltage warning per model as well as the ability to see the lowest voltage realized during the flight. If flying an electric model you can tap power off the main flight battery (up to 35V) and plug this directly into the SPC which not only eliminates the chance of the BEC causing a brownout, but when setting the low voltage warning, you can fly as hard and as long as you want/can until the warning goes off with no worry of unexpectedly having the ESC cut power to the motor when the battery dumps".
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Menn hafa verið að þróa aukabúnað fyrir Aurora 9 fjarstýringuna. Hér eru nokkrar krækjur:


Do it yourself sensor station:
http://www.d68.nl/sensorboard/index.html

Áhugaverðar umræður: Aurora 9 advanced telemetry
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1389908

Model aircraft altimeter
http://www.wingedshadow.com/howhigh.html

Spjall: Hitec Aurora 9 DIY kit Telemetry sensorstation
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1474513
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara