Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Ólafur »

Þar sem maður gerir litið af þvi að fljúga þessa dagana vegna anna þá er bara pantað inn frá HK á meðan.
Eitt af þvi sem ég tók inn er þessi gyro sem tengdur er við hvert servo. Prófaði að setja hann upp á inni/park fluguni minni á ailrónurnar og nú er bara að testa þegar timi gefst. Þetta virkar á jörðu niðri.

Mynd
Mynd

Kv
Lalli
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Haraldur »

Afhverju?
Er ekki málið með þessar innivélar að þær verði eins óstabílar og hægt er svo það sé hægt að þeyta þeim í allar áttir.
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Ólafur »

Auðvitað Halli. Bara að prófa. Þessi græja gæti komið sér vel i svifflugu t.d.
Gaman að prófa það sem er til.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Sverrir »

Það sem ég fékk í fyrra virkaði ekkert alltof vel, verður gaman að sjá hvort þetta hagi sér betur.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Agust »

Ég hef notað svokallað væng-gíró (Wing Gyro) frá Ikarus í tvö módel; Cap232 og Super Stearman. Bæði eru af .40 stærð, sem sagt meðfærilegar flugvélar frá Kyosho. Þessi gíró eru tveggja rása, þ.e. fyrir tvö hallastýrisservó. Þessi módel eru þannig að ég get flutt þau samsett í bílnum. CAP232 er með OS70FS fjórgengismótor og Stearman lengst af með OS45 tvígengismótor, nú OS52FS.

Ég fjallaði um svona gíró fyrir mörgum árum í þræði sem nefndist
Vindflug.
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=626

Í stuttu máli þá var niðurstaðan þessi:

Það er mikil hjálp í að geta stillt mögnun gírósins frá sendinum, en Ikarus gíróið er þannig. Maður vill jafnvel hafa meiri mögnun þegar flogið er hægt, því þá eru hallastýrin áhrifaminni.

Módelið virkaði stærra með gíró. Það fékk aðeins eiginleika stærra flugmódels því það var ekki eins vakurt á flugi. Kannski má segja að .40 módel hafi fengið flugeigileika .60 módels. Gíróin trufluðu ekkert flugeiginleikana að öðru leyti.

Mér fannst meira gaman að nota væng-gíróið í Super Stearman tvíþekjunni en CAP232. Mér fannst það sérstaklega þægilegt í sveitinni þar sem oft er vindur. Flugið varð einfaldlega mun þægilegra og öruggara. Ég gat siglt vélinni inn til lendingar af öryggi í töluverðum vindi, hún kom bara inn eins og á hún væri á teinum.

Skemmtilegast væri auðvitað að vera með gíró á öllum þrem ásunum, en ekki bara langásnum eins og þegar væng-gíró er notað. Vera með gíró líka á hæðarstýrinu og hlðarstýrinu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Ólafur »

[quote=Sverrir]Það sem ég fékk í fyrra virkaði ekkert alltof vel, verður gaman að sjá hvort þetta hagi sér betur.[/quote]
Var það sama tegund og þetta Sverrir.
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Ólafur »

Já Ágúst. Ég hafði hugsað mér að koma þeim fyrir i vængjum einhverra af þessum vélum sem maður á en ég vil prófa þetta á fómið fyrst til að kanna hvernig þetta virkar áður en ég panta nokkur stykki i viðbót.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Ólafur]Var það sama tegund og þetta Sverrir.[/quote]
Sama mynd alla veganna. ;)

Nákvæmlega eins en engin ástæða til að halda að þitt virki ekki þrátt fyrir það.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Ólafur »

Jæja set inn video af virknini af gyróinu en hún er umtalsverð. Svinvirkar :)


Stóðst svo náttúrulega ekki mátið og prófaði gripin hérna heima i Brekkustignum.
Sendi gripin á loft og yfir byggingarnar og i vindin og viti menn hún klauf hann eins og logn væri að þvi undanskildu að hún stóð kyrr beint á móti vindi hehe. Þeta virkar og næst er að panta á elvatorin og rudderin til að athuga hvort hún hoverar ekki bara sjálf svona til gamans. :)


Kv
Lalli

Ps
Hvernig setur maður inn svona mynd frá youtube en ekki bara slóðina.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Turnigy TG-380 Aeroplane Gyro - Channel Controlled

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég á eitt svona kvikyndi (ekki eins útlit) sem ég pantaði einhvern tíma með öðru. Ætla að prófa bráðlega að nota það til þess að búa til myndavélarfót sem heldur myndavélinni láréttri þó vélin halli í beygju.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara