Hve langt dregur fjarstýringin?

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hve langt dregur fjarstýringin?

Póstur eftir Agust »

Við sjáum á þessari mynd hve nálægðin við jörð truflar mikið.

Hér setti ég bæði sendinn og viðtækið í 2ja metra hæð yfir jörð. Hámarks vegalengdin er 10.000 metrar eða 10 km.

Blái ferillinn er eins og deyfingin ætti að vera ef jörðin truflaði ekki.

Bleiki ferillinn er deyfingin þegar sendir og viðtæki er í 2ja metra hæð. Miklu meiri deyfing.

Takið eftir að miðað við 120 db leyfilega deyfingu, þá er drægnin miðað við bláa ferilinn um 10 km,
en miðað við bleika ferilinn nær 2 km.

Mynd


120 db viðmiðunin fæst með því að leggja saman sendiaflið (20 dbm) og næmi viðtækisins (101 dbm). Næmið er miðað við að 1% merkjanna tapist og gagnahraðinn sé 10.000 bitar á sekúndu (baud). Næmið er gefið upp 104 dbm við lægri gagnahraða, eða 2400 baud.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hve langt dregur fjarstýringin?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Hve langt dregur fjarstýringinn? Þannig er oft spurt. Svarið er oftast „nógu langt“, því við fljúgum yfirleitt ekki lengra frá okkur en 500 metra. Ég hef prófað að fljúga með hæðarmæli upp í 500 metra hæð...[/quote]
Svona til gamans þá má geta þess að þessi Rookie hefur farið upp í 936 metra hæð, á hraðanum 148 km/klst.

Almennt held ég að við séum ekki að gera okkur grein fyrir vegalengdum né hraða á módelunum. T.d. hefði ég ekki giskað á mikið meira en 250 km/klst þegar ég horfði á Rookie taka nokkra spretti út í Danmörku þegar hún var mikið nær 400 km/klst. Hringur á Intro var oft með 500 metra leggi sitt hvoru megin og Viperjet fór lengra út. Svo má bæta nokkrum metrum við þær vegalengdir þar sem vélarnar eru ekki ofan í jörðinni í þessum fjarlægðum. ;)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara