Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Agust »

Ég rakst á þessa töflu hér:
http://uterc.org/files/LipoStorageTips.pdf

Mynd

Eins og sjá má þá er verulegur munur á að geyma rafhlöðuna hálfhlaðna í ísskáp en fullhlaðna við stofuhita.
Það er því best að geyma hana hálfhlaðna í ísskáp.

Það er strax mun betra að geyma rafhlöðuna hálfhlaðna við stofuhita en fullhlaðna.

Mörg hleðslutæki eru með möguleika á að hlaða eða afhlaða rafhlöðuna þannig að spennan verði um 3,8 volt per sellu, sem á að henta vel fyrir geymslu.

Hvernig er það, eru ekki flestir vanir að geyma LiPo fullhlaðnar við stofuhita allt árið?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Hvernig er það, eru ekki flestir vanir að geyma LiPo fullhlaðnar við stofuhita allt árið?[/quote]
Er að nota mínar mest allt árið en annars er það hálf hleðsla ef ég sé fram á lengri tíma án notkunnar. :)
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1238
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir lulli »

Eru einhver vísindi til um li-po og kulda undir frostmarki,,, jú þá er ég að meina að meðalhiti í borginni yfir vetrar mánuði . er um hálfa C. ofan frostmarks en það koma auðvitað dagar sem allt frýs eða uþb. 80 svoleiðis á ári.

Mér dettur því í hug hvort ekki sé réttast að útbúa geymslukassa utanhúss sérstaklega fyrir rafhlöður?
Ekki langar mig amk að geyma rafhlöður við hliðina á mjólkinni í ísskápnum,, og ólíklegt er að almennt náist sátt um það á heimilum landsins.
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Agust »

Ég var aðeins að leita á netinu um frostþol LiPo áður en ég fór til vinnu í morgun. Fann þó ekki neitt ákveðið. Sumir töldu ófært að geyma LiPo í frosti en einhverjir töldu það jafnvel til bóta. Það er greinilegt að margir sem eru að tjá sig um málið vita ekki hvað liggur að baki fullyrðingunni. Ég ætla að skima netið betur og sjá hvort ég rekst á eitthvað sem treysta má að sé rétt.

Auðvitað þarf að láta rafhlöðurnar síðan standa í stofuhita góða stund áður en þær eru hlaðnar eða afhlaðnar, þ.e. eftir að þær koma úr kuldanum.

Í sveitinni geymi ég flugvélar í óupphitaðri geymslu. Þar fór frostið niður í -17 gráður um daginn, en ég hafði álpast til að taka LiPo rafhlöðurnar með í bæinn nokkru áður, þannig að ég get ekki talað af reynslu. Í vélunum og sendinum eru venjulegar NiCd/NiMh rafhlöður sem hafa verið í geymslunni í marga vetur og þolað heitasveiflurnar vel. Man þó ekki eftir að hafa skilið eftir LiPo þar yfir vetur.

Það mætti prófa að henda einni rafhlöðu í frystinn með 20 stiga frosti og láta hana liggja þar í vikutíma. Mæla rýmd hennar bæði fyrir og eftir.

Við vitum að blýrafgeymarnir í bínum okkar þola vel frost ef þeir eru halðnir, en annars illa. Við þurfum að fá úr því skorið hvort ráðlegt sé að geyma LiPo í frosti.

-

Fyrir rúmu ári, líklega í maí 2010, keypti ég frá Kína tvær bláar Turnigy LiPo. Geymdi þær fullhlaðnar í nánast stofuhita í bílskúrnum. Í vor var önnur þeirra orðin verulega bólgin. Ég notaði hana samt í sumar, en var samt alltaf illa við að hlaða hana. Eftir þessa reynslu hef ég verið að huga betur að umgengninni við þessi batterí.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=lulli]Ekki langar mig amk að geyma rafhlöður við hliðina á mjólkinni í ísskápnum,, og ólíklegt er að almennt náist sátt um það á heimilum landsins.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 648966.jpg[/quote]
Þú geymir rafhlöðurnar auðvitað við hliðina á sýrulíminu í ísskápnum! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Agust »

Hér er fjallað um LiIon rafhlöður sem eru náskyldar LiPo:
http://www.hidtechnologies.com.au/batteries.php

Þar stendur meðal annars:

Guidelines for prolonging Li-ion battery life


Unlike NiCad batteries or NiMH batteries, lithium-ion batteries should be charged early and often. However, if they are not used for a longer time, they should be brought to a charge level of around 40%. Never use the battery care functions some cellular phones provide for nickel based batteries. (This will deep cycle the batteries.)

Li-ion batteries should be kept cool. Ideally they are stored in a refrigerator. Aging will take its toll much faster at high temperatures. Keeping them in very hot cars can kill lithium-ion batteries.

Avoid running the battery through "deep discharge" cycles — that is using it until it's fully depleted to 0 %. This will not happen if there is a protection circuit built in.

Many authors suggest that freezing Li-ion batteries may be detrimental. However, most Li-ion battery electrolytes freeze at approximately -40 °C. Household freezers rarely reach below -20°C. Published experiments demonstrate that freezing (even below -40°C) is unharmful if the battery is fully warmed to room temperature before use. More details are given in the book "Characteristics and Behavior of 1M LiPF6 1EC:1DMC Electrolyte at Low Temperatures" by L.M. Cristo, T. B. Atwater, U.S. Army Research, Fort Monmouth, NJ.

---

Myndavélar og Gemsar eru með LiIon batteríum. Ég veit ekki til þess að þannig batterí haf skemmst við að vera í frosti. Myndavélabatteríin geta orðið slöpp í frosti, en þá er ráðið að taka batteríið úr og setja það í brjóstvasann.

Fartölvur eru með svona batteríum. Ég hef oftar en einu sinni gleymt tölvunni í bílnum yfir nótt í hörkugaddi án þess að nokkuð athugavert kæmi í ljós. Hafði þó vit á að leyfa henni að standa nokkra stund í hlýjunni áður en ég kveikti á henni.

Svo má velta fyrir sér hvernig rafhlöður eru og verða í rafknúnum bílum. Þær verða að þola frost :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]More details are given in the book "Characteristics and Behavior of 1M LiPF6 1EC:1DMC Electrolyte at Low Temperatures" by L.M. Cristo, T. B. Atwater, U.S. Army Research, Fort Monmouth, NJ.[/quote]
Vesgú > http://www.dtic.mil/dtic/tr/fulltext/u2/a527711.pdf
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir Haraldur »

Ég fann þessa fínu stillingu á hleðslutækinu mínu. Storage. Ef hún er valið þá afhleður eða hleður tækið batteríið í geymslu spennu eða 3.8v á hverrja LiPo cellu. Allveg brilljant.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hvernig er best að geyma LiPo rafhlöður ?

Póstur eftir einarak »

Það á ekkert að geyma þær, það á bara að nota þær!
Svara