Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Haraldur]Það væri gaman að vita hverskona vesen þeir eru að lenda í. Kanski þetta séu "general" þumalputtar :)[/quote]

Tja, þeir eru t.d. enn að lenda í óútskýrðum radíótruflunum, nú er engin til að kveikja á þeirra rás svo það er örugglega þetta gallaða 2.4 kerfi. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9

Póstur eftir Árni H »

[quote=Haraldur][quote=Sverrir]Svona til „gamans“ þá má nefna að maður heyrir það frá fólki úti að það eru mikið til sömu aðilar og voru í veseni á 35/72 mhz sem hafa verið að lenda í veseni á 2.4.[/quote]

Það væri gaman að vita hverskona vesen þeir eru að lenda í. Kanski þetta séu "general" þumalputtar :)[/quote]

Já, hann Þumalputti Hershöfðingi lætur ekki að sér hæða og eltir alltaf sömu aðila uppi, hver sem tíðnin er :)

Varðandi Aurora eða Spektrum - það er best að fá að grípa í báðar stýringar og skoða hvor fer betur í hendi og bera saman, eins og Sverrir segir. Sjálfur fór ég í Spektrum í fyrra og er bara alsæll með það merki fyrir mitt brúk. Aurora finnst mér mjög spennandi af lýsingum að dæma en hef aldrei skoðað hana. Aðalmálið er að nota draslið úti á vettvangi og fljúga - hvað sem stýringin heitir!

Kv,
Árni H
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spectrum DX8 eða Hitec Aurora 9

Póstur eftir Agust »

[quote=Árni H]
Varðandi Aurora eða Spektrum - það er best að fá að grípa í báðar stýringar og skoða hvor fer betur í hendi og bera saman, eins og Sverrir segir.

[/quote]

Þetta er eitt af því sem þarf að gera. Ég var svo heppinn að Lárus var búinn að fá sér Aurora sem ég gat skoðað og handfjatlað.

Svona lista er ágætt að búa til og hafa tilbúinn þegar sendirinn er skoðaður og handfjatlaður:

- Hvernig fer stýringin í hendi?
- Hvernig er gripið?
- Hvernig nær þumapputtinn yfir á stýripinnann þegar þegar haldið er á sendinum og pinninn hreyfður endana á milli?
- Er hönnunin "ergonomisk", þ.e. er búnaðurinn hannaður með mannslikamann í huga hvað varðar t.d. þægindi?
- Er stýripinninn liðugur og hreyfingar mjúkar?
- Er miðjun stýripinnans hárrétt, þ.e. fer hann nákvæmlega í miðstöðu þegar honum er sleppt (má stundum sjá á skjánum ef hann er með servo monitor).
- Eru trimmstillin aðgengileg og þægileg?
- Eru rofar þægilega staðsettir.
- Er hægt að velja rofa valfrjálst í uppsetningu?
- Hvernig stjórntæki er fyrir flapsa, er það takki til að snúa framan á sendi, eða er það takki á hlið sendis sem hægt er að hreyfa með einum fingri.

- O.s.frv.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara