Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir Ingþór »

Afsakið að ég sé að endurvekja svona gamlan þráð, en er eitthvað sem maður þarf að hafa í huga þegar maður er að lóða saman svona batterí? mér finnst eitthvað ógnandi að vera með lóðbolta á batteríi.. hvernig gerir maður þetta?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Ingþór]Afsakið að ég sé að endurvekja svona gamlan þráð, en er eitthvað sem maður þarf að hafa í huga þegar maður er að lóða saman svona batterí? mér finnst eitthvað ógnandi að vera með lóðbolta á batteríi.. hvernig gerir maður þetta?[/quote]

Það er allt í lagi ef maður kortslúttar + ekki í mínus meðan á aðgerð stendur. Einnig þarf að varast að hita batteríið of mikið því þá stiknar það en ekki of lítið þá verður köld lóðning.
Gott er að slípa flötin fyrst með grófum sandpappír til að tinið loði betur við.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nota frekar stóran lóðbolta sem gefur góðan hita. Þá er hann snöggur að hita svo það "blæðir" lítill hiti í batteríið. Ég er með Welleman 75w úr Byko. Get sýnt þér hvernig ég geri þetta.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir Agust »

Mjög gott er að smyrja smá lóðfeiti á endann á batteríinu áður en lóðað er. Tinið flýtur þá miklu betur og lóðningin gengur betur og verður jafnframt öruggari. Ég keypti svona lóðfeiti fyrir mörgum árum. Minnir að það hafi verið í Vatnsvirkjanum, en píparar nota svona þegar þeir lóða saman koparrör. Bänninger Flussmittel stendur á túpunni. Lóðfeiti virkar einnig mjög vel þegar verið er að lóða stálteina. Bara nota þunnt lag og skola eftir að lóðningu er lokið.

Nota svo vel stóran lóðbolta eins og Björn bendir á.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sammála, gleymdi að minnast á feitina.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir einarak »

Úr því menn eru að ræða lóðbolta, þá fór minn lóðbolti til lóðboltahimnaríkis um daginn svo ég þarf að fá mér nýjann. Með hvernig lóðbolta mæla reynsluboltar?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=einarak]Úr því menn eru að ræða lóðbolta, þá fór minn lóðbolti til lóðboltahimnaríkis um daginn svo ég þarf að fá mér nýjann. Með hvernig lóðbolta mæla reynsluboltar?[/quote]

Fer eftir því hvað þú ætlar að gera með hann. Ef þú ert að lóða smáa hluti í þéttar prentrásir eins og t.d. þetta sem ég er að setja saman núna:
Mynd
þá þarftu helst hitastýrðan með mjóum oddi.
Þessi er ágætur og ekki svo dýr:
Mynd
á svona sjálfur.

Hér er ódýrari sort sem dugar í flest en ekki með hitamæli:
Mynd

Eitthvað svona dugir þó flestum:
Mynd
Þetta er 25W og þarna er líka tinsuga með í pakkanum, sem getur verið gott að eiga.

Til þess að lóða stærri/grófa hluti og lóða saman batterí í pakka nota ég 75 watta járn frá Weller sem ég keypti í einhverri byggignavöruversluninni.
Mynd
Kosturinn er að það er mikill massi í boltanum og hitar því hratt og vel í batterípólinn eða Bullet-tengið en þarf á móti að fara varlega að yfirhita ekki hlutina.

Sem sagt, úr ýmsu að velja og fer eftir því hvað maður þarf að gera.

Íhlutir í Skipholti eru með gott úrval, t.d. þessi tvö fyrstu sem ég taldi upp.
Svo þarftu lóðtin og feiti en þeir í Íhlutum geta leiðbeint þér með val á þessum hlutum.
(Engin hagsmunatengsl hjá mér en líkar vel við kallana þarna svo sjálfsagt að benda á þá)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Lóða rafhlöður, að hverju þarf að gæta?

Póstur eftir einarak »

Takk fyrir þetta, maður vill nátturulega helst eiga eina græju sem getur allt, stórt sem smátt en það er eginlega ekki í hægt í þessu tilfelli. Maður þarf helst að eiga einn á svona 25-35w sviðinu, og annan 50w plús fyrir batterýlóðningar og sverari kapla. Ég ætla kíkja á þá félagana í Íhlutum, hef lengið verslað tinið þar og það er allavega afbragðsgott
Svara