High-Voltage rafkerfi

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: High-Voltage rafkerfi

Póstur eftir Ingþór »

Hvernig batterí eru menn að nota með High-Voltage (8,4v) rafkerfum, er ekki alveg óhætt að nota bara hefðbundið 2S td. 3300 mAh Li-Po sem er gefið upp fyrir 30C afhleðslu þótt maður stefni bara á að nota svona 2-3C í afhleðslu?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: High-Voltage rafkerfi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Úr "Rafmangsfræði-101" eftir Olla Ofvita:
( Hoppið niður að ** ef þið nennið ekki að lesa löngu útskýringuna :D )

Afhleðslutalan þýðir bara hversu lítið innra viðnámið er í rafhlöðunni, þeas hversu hratt rafeindirnar geta fossað út úr henni ef opnað er nógu mikið fyrir þær. Því hærri sem þessi tala er því öflugri mótor getur þú knúið í þann tíma sem hleðaslan dugir.
Mikilvægasta talan fyrir þig er spennan/voltin. Tækið sem tekur við straumnum þarf að þola spennuna sem má líka kalla þrýstinginn sem rafhlaðan reynir að ýta rafeindunum út með. Ef tækið þolir spennuna þá skiptir ekki viðnámið í batteríinu máli meðan viðnámið í tækinu er nóg. Ef viðnámið í tækinu verður of lítið þá er hætta á að straumurinn (amperin) sem flæða út verði of mikill og það hitnar og skemmist væntanlega. Skammhlaup þýðir að straumurinn getur fossað óhindrað úr rafhlöðunni og ef viðnámið í henni er lítið (hátt discharge C gildi) þá verður ljósasjóvið því skrautlegra og öflugra.
Sem sagt ef tækið er gert til að þola spennuna þá getur þú notað rafhlöðuna en þú kannski þarft ekki svona fína og dýra rafhlöðu með mikilli afhleðslugetu nema tækið þurfi svo mikinn straum.
3300mAh (=3,3 amper í 1 klst) og 30C þýðir að hún geti, allavega fræðilega, skilað úr sér um það bil 3,3x30=99 amperum í 2 mínútur. Það eru 99 amper x 7,4 volt=732 wött. Venjulegur hraðsuðuketill er 1000 wött, svona til samanburðar.

**
Tveggja sellu LiPo á að vera ca 4.2 volt nýhlaðin, 4,2 x 2 eru 8.4 volt svo þar er skýringin komin á spennugildinu. Sem sagt gert fyrir 2S LiPo.
Afhleðslugetan skiptir ekki máli hér (nema það verði skammhlaup ;) )

Ef tækið er gefið upp fyrir voltin en brennur samt yfir þá þýðir það bara annaðhvort að það var drasl eða þú tengdir það vitlaust.

(Athugið að ég er nýbúinn að lesa mér til óbóta um riðstraumsfræði, fjarskiptatækni, loftnetsfræði og fleira í þeim dúr og er heitur í rafmagninu þessa dagana )
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara