Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Á 3MHz sendum sem ég þekki þýðir ekki að stinga counterpoise beint undir skrúfufestinguna á loftnetinu eins og á VHF/UHF handstöð (eins og sýnt á neðstu myndinni). Á þess konar tækjum er loftnetið tvípóla og fest á með tvípóluðu skermuðu tengi. Þar tengist counterpoise vírinn þá í ytri hulsuna á tenginu en á fjarstýrisendunum okkar er áskrúfaða loftnetið bara annar póllinn og hinn er falinn inni í tækinu (sá póll sem counterpoise styrkir eins og ágúst útskýrði). Það þyrfti þá að fara inn í sendinn og finna mótpólinn til að tengja c-p vírinn í.

Þetta hér undurverk ætlaði ég að prófa einhvern tíma á VHF handtækinu mínu:

MyndMynd

Mér sýnist það eiga að virka sem counterpoise sem gerður er úr einhvers konar plötu sem límd er aftaná handstöðina og með lafandi vír, en þetta er ekki tengt í skermhulsuna á loftnetinu eða hvað maður nú kallar það. Það sem meira er, augað á rottunni á að lýsa þegar útsending er. Virðist of gott til að vera alveg satt en þeir sverja nú fyrir að þetta virki.
Ég skil ekki almennilega hvernig svona álímt appírat ætti að virka en ef svo er, væri þá hægt að nota eitthvað þvílíkt á 35 MHz tækin okkar Ágúst? Og getur þú útskýrt hvernig þetta á að virka?

Ég er sammála Ágústi að það er alltaf spennandi að gera tilraunirnar en eins og ég reyndi að útskýra í fyrri póstinum þá sé ég ekki hvers vegna við ættum að vera að fikta við að breyta 35MHz tækjunum til að fá betri drægni, hún er feykinóg fyrir það sem á að nota þau í þ.e.a.s. flug innan sjónsviðs og þar að auki ekki hlaupið að því að gera það almennilega. Ef maður ætlar að leggja í einhverjar sjónvarpsflugs-langferðir eru aðrar tæknilausnir skynsamlegri og öruggari, nema maður sé því betur útbúinn til að mæla út og stilla þær breytingar sem maður gerir á fjarstýringunni.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Agust »

Til fróðleiks...

Það er hægt að setja BNC loftnetstengi á senda. Ég nota "rubber ducky" loftnet á báða mína Futaba senda. Þau eru byggð upp eins og gormur inni í plasthólk. Mun styttri en venjuleg útdraganleg stöng og útgeislunin væntanlega allnokkuð minni en frá þannig loftneti, en sendistyrkurinn er samt yfirdrifinn fyrir venjulegt flug. BNC tengið í sendinum fylgdi loftnetinu.

(Ástæðan fyrir að ég nota svona loftnet er einfaldlega þægindin sem fylgja því að nota stutt sveigjanlegt loftnet sem ekki gleymist að draga út og ekki brotnar...).

Ég er ekki með "jörðina" í sendinum tengda við ytra byrðið á loftnetstenginu, aðeins er tengt í tengið sem er í miðjunni. Það væri þó auðvelt að tengja "jörðina", og væri þá hægt að tengja sendinn við alvöru loftnet um coax, t.d. við dípól sem strengdur væri milli tveggja staura.

(Þessi "jörð" í sendinum sem ég kalla svo, er ekkert annað en sá hluti prentrásarinnar sem tengist yfirleitt í mínus pólinn á batteríinu. Yfirleitt auðþekkjanlegt á því að það er koparleiðarinn á prentrásinni sem liggur um alla prentplötuna og er notaður sem sameiginlegur tengipunktur fyrir marga íhluti).

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]...

Ég er ekki með "jörðina" í sendinum tengda við ytra byrðið á loftnetstenginu, aðeins er tengt í tengið sem er í miðjunni. Það væri þó auðvelt að tengja "jörðina", og væri þá hægt að tengja sendinn við alvöru loftnet um coax, t.d. við dípól sem strengdur væri milli tveggja staura.
...
[/quote]

En slíka tilraun væri mjög erfitt að sannreyna nema nota standbylgjumæli eða aðra aðferð til þess að mæla raunverulega nýtni. Ekki satt Ágúst?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hin upphaflega spurningin hjá Gunnarb var um möguleikana að ná RSSI mælingu úr viðtækinu.

RSSI þýðir Received Signal Strength Indication og er útgangur sem er til á flestum móttökueiningum sem eru notaðar í svona viðtæki.

Fjarstýringaframleiðendurnir nota flestir tilbúnar móttökueiningar í viðtækin sín (FM detector integrated circuit) og flest slík eru með útgangi sem ekki er notaður en gefur út spennu sem svarar til styrk þess merkis sem það nemur. Ef maður veit hvar þessi litli pinni er á pínulitla svarta kubbinum þá getur maður tengt hann í eitthvað sem mælir þessa spennu og fengið hlutfallslega hugmynd um hversu sterkt merkið er sem móttakarinn nemur. Það er það sem TBS eru að sýna á Corona viðtækinu í hlekknum í fyrsta póstinum.

OSD (On Screen Display) tækin geta flest numið og sýnt eina eða fleiri spennumælingar. Þetta er jú notað til að sýna spennuna á drifbatteríinu og vídeósendibatteríinu í sjónvarpsútsendingunni.

Remzibi OSD er með 6 ADC innganga (Analog to Digital Converter breytir spennunni í stafrænt gildi ) sem hægt er að nota í alls konar mælingar. Ég fékk einn svona í póstinum um daginn.

Maður getur sem sagt notað slíkan inngang til þess að sýna spennuna sem fæst úr RSSI-útganginum.

Men hafa margir verið að finna þennan RSSI pinna út í hinum ýmsu viðtækjum. Hér er eitt dæmi.

En hlutirnir eru ekki alltaf svo einfaldir. Þó manni takist að finna þennan pinna og tengja hann við ADC inngang í OSD-inu sínu þá getur maður lent í því að það dragi of mikinn straum og trufli viðtækið. Til þess að leysa það gæti þurft að fara í rafeindakollhnís eða tvo eins og t.d. er lýst hér. Eða frekar kaupa enn eina rafeindarásina með tilbúnum RSSI-buffer
Sem sagt, að mörgu að hyggja.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Björn G Leifsson]Nú bíð ég bara eftir að komast í almennilegt frí... Getur vel verið að ég reyni að finna út úr þessu í mínu viðtæki.[/quote]

Komdu frekar út á völl að fljúga, svona pælingar eiga heima á dimmum vetrarkvöldum! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Sverrir][quote=Björn G Leifsson]Nú bíð ég bara eftir að komast í almennilegt frí... Getur vel verið að ég reyni að finna út úr þessu í mínu viðtæki.[/quote]

Komdu frekar út á völl að fljúga, svona pælingar eiga heima á dimmum vetrarkvöldum! ;)[/quote]

Gleymdi að taka fram að rigningardagarnir eru fráteknir í þetta grúsk :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Agust »

[quote=Björn G Leifsson]Á 3MHz sendum sem ég þekki þýðir ekki að stinga counterpoise beint undir skrúfufestinguna á loftnetinu eins og á VHF/UHF handstöð (eins og sýnt á neðstu myndinni). Á þess konar tækjum er loftnetið tvípóla og fest á með tvípóluðu skermuðu tengi. Þar tengist counterpoise vírinn þá í ytri hulsuna á tenginu en á fjarstýrisendunum okkar er áskrúfaða loftnetið bara annar póllinn og hinn er falinn inni í tækinu (sá póll sem counterpoise styrkir eins og ágúst útskýrði). Það þyrfti þá að fara inn í sendinn og finna mótpólinn til að tengja c-p vírinn í.

[MYND SLEPPT]

Mér sýnist það eiga að virka sem counterpoise sem gerður er úr einhvers konar plötu sem límd er aftaná handstöðina og með lafandi vír, en þetta er ekki tengt í skermhulsuna á loftnetinu eða hvað maður nú kallar það. Það sem meira er, augað á rottunni á að lýsa þegar útsending er. Virðist of gott til að vera alveg satt en þeir sverja nú fyrir að þetta virki.
Ég skil ekki almennilega hvernig svona álímt appírat ætti að virka en ef svo er, væri þá hægt að nota eitthvað þvílíkt á 35 MHz tækin okkar Ágúst? Og getur þú útskýrt hvernig þetta á að virka?
[/quote]

Sæll Björn

Ég hef grun um að þetta sé "capacitive coupled counterpoise", svo ég gefi því eitthvað nafn.

Venjulegar handstöðvar, og jafnvel RC sendar, treysta nokkuð á að nota mannslíkamann sem einskonar, en lélegt, mótvægi á móti sendiloftnetinu. Ef notaður er málmkassi utan um sendinn þá getur það virkað sæmilega, en ef kassinn er úr plasti þá er treyst á rýmdartengingu milli handarinnar og innvolsins í sendinum. Þetta er ekki mikil rýmd, varla meira en fáein picofarad.

Það hetur vel verið að lengdin á vírnum, stærðin á plötunni og þessi rýmd sé stillt þannig af að loftnetið á handstöðinni, handstöðin sjálf og vírspottinn sem lafir niður, myndi rás sem er í resónans á senditíðninni. Mesta óvissan er væntanlega þessi rýmd, en það þarf ekki mikið til að hún breytist það mikið að rásin fari út úr resónans.

---

Radíóamatörar vita það af langri reynslu að loftnetið, bæði á sendi og viðtæki, skiptir mestu máli. Yfirleitt miklu meira máli en sendiaflið.

---

Ertu kominn með radíóamatöraleyfi Björn? Ég rakst einhvers staðar á kallmerkið TF3BGL... Til hamingju ef svo er.

---

Varðandi "counterpoise":

Við þekkjum vel lóðrétt loftnet sem við sjáum oft á húsþökum. Neðst á loftnetinu eru oft 3 eða 4 teinar sem liggja lárétt eða halla aðeins niður. Þessir teinar eru ekkert annað en mótvægi eða counterpoise fyrir kvartbylgju langalóðrétta lofnetsteininn, og kallst loftnetið Ground plane antenna. Ef maður fjarlægði láréttu teinana, þá yrði loftnetið gjörsamlega ómögulegt. Lafandi kvartbylgju vírspottinn á handstöðvunum á myndunum hér fyrir ofan gegnir svipuðu hlutverki.

Stundum sjást ekki svona ground plane teinar. Þá er oft notaður kvartbylgju langur hólkur neðst á loftnetinu sem umlykur coax kapalinn og tengist skerminum þar sem teinarnir gerðu í Ground plane loftnetinu. Hugsunin er sú sama, en hólkurinn kallast sleeve og loftnetið stundum Sleeve antenna.

Hitec leggur töluvert upp úr því að vera með góð loftnet á viðtækjunum í Aurora seríunni, sérstaklega þar sem fjarmælingasendir er innbyggður í viðtækið. Þeir kalla loftnetið BODA, en það er ekkert annað en Sleeve antenna eins og er í flestu WiFi routerum. Þ.e. þeir eru með alvöru loftnet á viðtækjunum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jú það stemmir Ágúst. Eins of sést á orðaflaumnum úr mér þá datt ég illilega í þetta í vetur. Ég var farinn að grúska í þessum fræðum og það varst eiginlega þú sem kveiktir í mér með að hafa radíóamatörprófið í apríl sem hvatningu til að lesa þetta almennilega. Það gekk svo vel að ég gat sótt um fullt leyfi. Þau stóðu alltaf í mér þessi fræði svo það er virkilega skemmtilegt að hafa komist í gang með að skilja þetta almennilega.
Fyrir þá sem vilja grúska í sjonvarpsflugtækninni er það gríðarlega gott að hafa kynnt sér fjarskiptafræðin. Hvet alla til að skoða það að fara á námskeið hjá ÍRA sem líklega verður í haust. Það er ekki lengur krafist þess að kunna mors.

Varðandi rottuskottið þá skrifaði ég framleiðandanum meil í gær með spurningu um hvort þeir hafi prófað þetta á RC-sendum. Verður fróðlegt að sjá hvort og hverju þeir svara.
Hér er síða þar sem þeir útskýra græjuna og selja
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Og svarið kom ekki beint á óvart:

Hello,

No, it wouldn't work, we've tried it and the RatTail Antenna Booster would be too long. You would have to stand on a stepladder to use it. Sorry about that.

Barbara Soutar
Director,
Microsec R&D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Öflugra loftnet á 35Mhz viðtæki

Póstur eftir Gunnarb »

Sælir strákar.

Takk fyrir skemmtileg og gagnleg svör. Ég var einmitt búinn að lesa mig til um virkni mismunandi loftneta, mig langaði hinsvegar tli að geta mælt RSSI styrkinn til að sannreyna þetta - ef maður getur ekki mælt þetta þá er í raun bara um tilgátur að ræða. Ég las einhverstaðar að einhver notaði fail-save til að sjá hvenær móttakarinn missir samband þegar hann var að bera saman virkni mislangra loftneta - ekki vitlaus leið svosum.

Ég var búinn að finna þráð (þann sem Björn bendir á) http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=923419 og fann þar JR 700 móttakarann sem ég er með í FPV módelinu mínu. Það er bent á hvar sækja má RSSI signal, en pinninn er svo lítill að maður sér hann varla með berum augum - hvað þá að maður treysti sér til að fara að lóða á þetta :-)

-G
Svara