Síða 1 af 5

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 3. Ágú. 2012 19:16:25
eftir Agust
Fyrir skömmu keypti ég Guardian 2D 3D inertial stabilizer frá Eagletree og prófaði að setja í tvær rafmagnsvélar og fljúga í stífum vindi. Eitt orð nægir til að lýsa niðurstöðunni: Vá eða wow eins og sumir skrifa.

Áðan setti ég búnaðinn í Bixler og flaug í stífum vindi. Eiginlega óþægilega stífum. Með búnaðinum frátengdum kastaðist vélin til og frá eins og laufblað og stóð nánast kyrr á móti vindinum. Í hliðarvindi vildi hún fjúka upp á rönd. Eiginlega óskemmtilegt að fljúga þannig. Samkvæmt mæli Vegagerðarinnar sem er í um 2ja km fjarlægð var vindhraðinn um 6m/s með gustum í 8m/s. Ég var með litla 1,3Ah rafhlöðu í Bixlernum þannig að vélin var mjög létt.

Ég kveikti á búnaðinum með rofa á sendinum. Vélin flaug nú nánast eins og í logni! Ótrúlegt.

Þetta er 3ja ása stabilizer, eins konar 3ja ása gíró. Notar gíró skynjara til að skynja hornhröðun og er með fjölhæfri innbyggðri tölvu. Vinnur inn á halla-, hliðar- og hæðarstýri. Græjan er líklega minni en eða svipað og hálfur eldspýtustokkur og fislétt. Sjá hér: http://eagletreesystems.com/guardian/.

Ég tengdi einn útgang á viðtækinu við inngang á græjunni til að hafa möguleika á að skipta um ham með 3ja stöðu rofa á sendinum. Hann virkar þannig:

1) Rofi í miðstöðu: Tækið frátengt og allt eins og venjulega.

2) Rofi niðri: Svokölluð 3D stilling. Vélin virkar að mestu eins og áður, hægt að rolla og lúppa eins og venjulega, en vélin verður þrælstöðug jafnvel þó vel gusti.

3) Rofi uppi: Svokölluð 2D stilling. Vélin réttir sig af þegar pinnanum er sleppt eða hann settur aftur í miðstöðu. Fer í rétta stöðu jafnvel ef hún lendir á hvolfi. Undarlegt að fljúga þannig, nánast eins og að aka bíl. Mér fannst það óþægilegt í fyrstu, en þetta er örugglega frábært fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Í lendingu svifur vélin niður eins og á rennibraut, jafnvel í miklum vindi.

Ég notaði mest 1) og 2) en prófaði stundum 3). Hér er greinilega komið tæki sem hentar vel í okkar vindasama landi. Hentar einnig sem hjálpartæki í kennsluvélum.

Ég keypti þetta frá Englandi og kostaði stykkið um 50 pund án VAT og með flutningi. Vel þess virði! Sjá: http://rc-log.co.uk/



Mynd

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 3. Ágú. 2012 19:53:24
eftir Haraldur
AS3X kerfið er orðið innbyggt í allar UMX vélar frá E-Flite. Það virkar á sama hátt og líst er hér að ofan.
Ég er með þetta í þyrlunni mCPx og einnig í UMX Beast. T.d. er mjög erfitt að fljúg Beast ef það hreifir vind ef þetta væri ekki.

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 4. Ágú. 2012 00:04:17
eftir Gunni Binni
Er þetta ekki eitthvað svipað og vinir mínir bjóða fyrir smáaura?
Ég heyri að menn komast að því að það sé ekki hægt að hafa aileron á 2 kanölum með þessu og þurfi því að nota y-kapal.
kveðja
Gunni Binni

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 4. Ágú. 2012 05:43:42
eftir Agust
[quote=Gunni Binni]Er þetta ekki eitthvað svipað og vinir mínir bjóða fyrir smáaura?
Ég heyri að menn komast að því að það sé ekki hægt að hafa aileron á 2 kanölum með þessu og þurfi því að nota y-kapal.
kveðja
Gunni Binni[/quote]

Þetta er miklu fullkomnara en kínverski búnaðurinn.

Hægt er að vera með 2 hallastýri á 2 útgöngum. Hef sjálfur notað þetta á Ultra Stick 25E með 2 aðskildum hallastýrum sem hægt er m.a. að setja samtímis upp fyrir lofthemlun. Virkar allt.

Tækið er forritanlegt með USB tengingu við PC.

Hægt að velja stillingu fyrir V-stél og fyrir elevons, þ.e. eins og á þotum.

Hægt að skipta um ham frá fjarstýringu eins og lýst var í 1), 2) og 3) hér að ofan. Hægt að stilla mögnun reglunarrása frá fjarstýringu.

Til eru nokkur myndbönd á netinu sem sýna notkun þess, m.a. í einni þotu með steinolíutúrbínu.

Góð handbók er á netinu hjá Eagletree, þar koma fram stillimöguleikar og notkun PC forritsins sem notað er til að stilla tækið. Það kemur þó að mestu forstillt fyrir venjuleg módel. http://www.rctoys.com/pdf/Guardian_2D-3D.pdf

Góður spjallvefur er á netinu um tækið. http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1596644

Googla "Guardian 2D 3D" https://www.google.is/webhp?source=sear ... 24&bih=442






Takið t.d. eftir mun á lendingunum í lokin á myndbandinu. Líklega allnokkur vindur.:


Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 4. Ágú. 2012 07:16:13
eftir Agust
Í stuttu máli, þá er þetta vandaður búnaður, fjölhæfur og auðveldur í notkun. Virkar mjög vel og er mjög mikil hjálp í vindi. Nota 3D stillingu frekar en 2D. Virkar fyrir 2 aðskilin hallastýri, V-stél og sambyggð halla- og hæðarstýri. Miklir stillimöguleikar. Vinnur ekki á móti stjórnboðum frá sendinum, þannig að flugmaðurinn finnur ekki fyrir miklu öðru í 3D ham en að módelið verður miklu stöðugra. Það flýgur eins og flugvél í stað þess að hendast til eins og spörfugl. Ekki dýrt. Mæli eindregið með þessu. Alvörugræja þó lítil sé. Nú er algjör óþarfi að hætta við flug þó Kári sé í ham.

Auðvitað þarf að lesa handbókina vel og skilja hvernig tækið virkar. Stillingar einfaldar og auðveldar, en gæta þarf þess að leiðréttingar vinni í rétta átt.

Í Bixler er ég með 5 rása viðtæki og nota rás 5 fyrir mode-rofann. Vantar 6. rásna til að hafa möguleika á fjarstillingu á mögnun, en það kemur ekki að sök. Best er þó að hafa tvær aukarásir lausar til að fjarstýra búnaðinum.

---

Mikilvægt: Ef spennan fellur augnablik niður í 3,5V eða neðar, þá fer tækið í "brownout" og endursetningu. Stýrifletir slást til og óhapp gæti orðið. Tækið jafnar sig þó að mestu þegar spenna hækkar aftur, en nauðsynlegt að frátengja búnaðinn með mode-rofanum á fjarstýringu í miðstöðu og lenda. LED á tæki lætur vita með ákveðnu blikkmunstri ef þetta hefur átt sér stað.

Þetta gerist þó aðeins ef servó taka mikinn straum og rafhlaða eða BEC er slappt. Það er auðvitað ekki heldur hollt fyrir viðtækið að spennan falli svona.

Yfirleitt er um að ræða augnabliks spennufall, svo stutt að það greinist ekki á mæli. Ástæðan er oft sú að servóin taka mikinn straum þegar mótorinn byrjar að snúast. Ef þetta gerist, þá er rétt að nota stærri rafhlöðu, jafnvel 5 sellu NiMH (6V) í stað 4 sellu. eða skipta yfir í öflugra BEC.

Gerist ekki hjá mér með Bixler, en lenti í þessu með UltraStick 25e.

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 5. Ágú. 2012 08:43:39
eftir Agust
Í gær prófaði ég Guardian 2d 3D inertial stabilizer betur, og notaði Bixler-1. Í Bixlernum er ég bara með 5 rása móttakara þannig að ég verð að samtengja hallastýrin við einn útgang svo ég geti notað fimmta útganginn á viðtækinu til að skipta um ham á Guardian (Þriggja stöðu rofi: 2D, óvirkt, 3D). ´Ég er heldur ekki með "remote gain contol" frá fjarstýringunni. (Í UltraStick25e tengi ég hallastýrin inn á sitthvorn útganginn á Guardian, enda með 7 rása viðtæki. Þar er ein rás fyrir flapsa þannig að ekki er heldur notað remote gain).

---

Fyrst prófaði ég Bixler+Guardian sem kennsluflugvél:

Ég bauðst til að kenna bróður mínum sem aldrei hefur snert á módelflugi. Ég rétt sagði honum að vinstri pinninn væri bensíngjöf til að stjórna hæð og hægri pinninn væri til að stýra með. Hann fékk minna en mínútu í tilsögn áður en ég setti Bixlerinn í loftið og rétti honum fjarstýringuna í 2ja mistaka hæð. Þess má geta að rafhlaðan var nú 3ja sellu 2,6Ah.

Ég stillti frá fjarstýringunni Guardian í það sem Eagletree kallar 2D mode, en hafði tekið á loft með Guardian frátengdan. Í þessum ham flýgur vélin eins og ég get ímyndað mér að Airbus geri. Fly-by-Wire. Með stýripinnanum segir maður tölvunni hve margar gráður vélin á að hallast eða klifra og hún gerir það. Ef maður heldur hallastýrispinnanum um 10 gráður til vinstri þá hallast vélin um 10 gráður til vinstri, en réttir sig af um leið og maður sleppir pinnanum. Þetta venst furðufljótt en er undarlegt í byrjun. Ef nemandinn missir tök á fluginu og ruglast í ríminu, þá einfaldlega sleppir hann pinnunum og vélin réttir sig af, jafnvel þó hún sé af einhverjum ástæðum komin á hvolf, en það á hún ekki að geta með Guardian í 2D mode.

Jæja, ég rétti nemandanum, sem skortir 2 ár í sextugt, fjarstýringuna og sagði honum að fljúga. Hann flaug nánast eins og hann hefði aldrei gert annað. Smá rugl annað slagið en þetta gekk mjög vel í 20 mínútur.

Í næsta flugi bað ég hann um að æfa aðflug sem hann gerði með sóma. Eitt sinn hefði hann jafnvel getað lent við tærnar á sér en kom oftast of hátt inn fyrir stuttu flugbratina.

Niðurstaða mín er sú að Bixler í með Guardian í 2D ham er frábær kennsluvél.

---

Samanburður á Bixler með Guardian frátengdan, í 2D ham og í 3D ham:


Guardian óvirkur með rofanum á fjarstýringunni: Bixler flaug eins og Bixler flýgur, þ.e. eins og kennsluflugvél. Vélin virðist hafa nokkuð sjálfstæða skoðun á því hvert á að fljúga og skoppar til í vindinum, jafnvel þó lítill sé. Maður hamast á fjarstýringunni til að reyna að fljúga sæmilega fallega. Það er hægt að rolla og lúppa og þannig hafa gaman af fluginu. Vélin er háþekja með uppsveigða vængenda og því næm fyrir gustum.
-
Guardian settur í 2D ham: Fly-by-Wire tilfinning. Maður segir vélinni með fjarstýringunni hvernig á að fljúga og Guardian sér um að hún fljúgi beint þrátt fyrir vindinn. Ekki lengur eins og skopparakringla. Þetta venst fljótt, en nú er ekki lengur hægt að rolla og lúppa. Ef maður togar í hæðarstýrið og heldur pinnanum í 20° halla, þá klifrar vélin í um 20° halla (nokkurn vegin) meðan pinnanum er haldið þannig, en hættir að klifra um leið og pinnanum er sleppt. Það er því ekki hægt að lúppa.

Ég prófaði að koma mjög hátt í aðflugi í lendingasefnu. Allt, allt of hátt til að lenda að öllu jöfnu. Ég steypti Bixler niður með því að halda hæðarstýrispinnanum vel fram og Bixler renndi sér bratt niður eins og í rennibraut og hélt hallanum. Þega hann var kominn í litla hæð (giska á 4 metra) sleppti ég pinnanum og Bixlerinn rétti sig af um leið og flaug beint lárétt áfram. Hann hækkaði sig örlítið í byrjun, en bara örlítið. Hann rauk ekki upp eins og hann hefði örugglega gert án Guardian.

Ég prófaði nokkur flugtök og lendingar með 2D virkt og með Guardian óvirkan. Mikill munur. Flugtök og lendingar verða eins og hjá fullvöxnum vélum. Reyndar kom mér í hug Airbus 388 þegar ég lenti vélinni í 2D ham. Hún kom niður eins og á rennibraut og snerti brautina eins og alvöruvél rétt fyrir framan mig, þrátt fyrir nokkurn vind. Kom sem sagt inn eftir beinni rennibraut en ekki einhverjum rússíbana.

Í fyrradag flaug ég Bixler í töluverðum vindi, það miklum að hann náði ekki að fara á móti vindinum nema með hjálp mótorsins. Ég lenti með dyggri aðstopð Guardian. Bixlerinn hékk nánast í loftinu og seig niður. Ég prófaði jafnvel að sleppa alveg sendinum og lét hann hanga í ólinni. Vélin bara hékk þarna í loftinu og seig nánast lóðrétt niður fyrir framan mig. Vélina rak aðeins fram og aftur eftir vindstyrknum, en hélt sér að öðru leyti nánast eins og flugdreki. Man ekki hvort ég var með stillt á 2D eða 3D í þetta sinn.

-

Guardian settur í 3D ham: Nú er hægt að rolla og lúppa eins og án Guardian, en eitthvað mikið hefur breyst. Er Bixlerinn orðinn að pattern vél eða hvað? Kannski ekki alveg, en nú flýgur hann nánast eins. Flýgur nánast eins og á teinum, en er stjórnað alveg eins og án þess að Guardian sé um borð. Nú flýgur Bixlerinn eins og miklu stærri og þyngri vél. Kastast ekki til í vindinum. Hedur beinni stefnu þangað sem maður beinir honum. Rollar og lúppar eins og ekkert sé.

-

Með 3ja stöðu rofanum getur maður farið á milli 2D, óvirkt, og 3D hvenær sem er og án þess að verða var vð hik eða hnykk. Menn geta því valið um að nota Guardian eða ekki, og þannig flogið vélinni óbreyttri ef þeir vilja.

Vonandi gefur þessi lýsing hugmynd um hvað Guardian 2D 3D inertial stabilizer gerir. Reyndar skil ég ekki hvað þetta 2D og 3D stendur fyrir, en mér er sama...

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 25. Ágú. 2012 13:44:26
eftir hrafnkell
Stórsniðugt, ég þarf að kaupa svona fyrir pabba gamla, hann á það aðeins til að setja nefið á bixlernum í jörðina :)

Ég nefnilega get ekki tengt fjarstýringuna mína (dx7) við hans (bixler arf) til að hafa hann í naflastreng, þannig að ég sé fyrir mér að þetta gæti verið sniðugt til að læra að fljúga. Er ekki eitthvað til í því?

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 27. Ágú. 2012 23:32:20
eftir Gauinn
Ég á svona Bixler í pöntun, er þetta gott til þjálfunar?
Set ég þetta í Cub - inn minn, trainer?
Hvað kostar svona búnaður í íslenskum krónum?

Takk Guðjón

(svolítið snubbótt og hnitmiðað)

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 28. Ágú. 2012 06:05:26
eftir Agust
[quote=Gauinn]Ég á svona Bixler í pöntun, er þetta gott til þjálfunar?
Set ég þetta í Cub - inn minn, trainer?
Hvað kostar svona búnaður í íslenskum krónum?

Takk Guðjón

(svolítið snubbótt og hnitmiðað)[/quote]

Ég keypti þetta frá Englandi og kostaði stykkið um 50 pund án VAT og með flutningi. Vel þess virði! Sjá: http://rc-log.co.uk/

Ég keypti tvö stykki og kostaði það um 100 pund. Pundið er á 190 krónur, svo kemur á þetta tollur og virðisaukaskattur. Ég hef því borgað um 26.000 krónur fyrir tvö stykki eða 13.000 fyrir stykkið.

Það er áríðandi að lesa handbókina vel, gæta sín á að stýrifletir virki í rétta átt, stilla næmi í byrjun á um 50%, gæta sín á að rafhlaðan sé nógu öflug þannig að spennan falli aldrei niður fyrir 3,5V (brow nout) og fara varlega í fyrsta fluginu. Þá ætti allt að ganga vel.

Re: Guardian 2D 3D stabilizer og vindflug

Póstað: 28. Ágú. 2012 06:08:11
eftir Agust
[quote=hrafnkell]Stórsniðugt, ég þarf að kaupa svona fyrir pabba gamla, hann á það aðeins til að setja nefið á bixlernum í jörðina :)

Ég nefnilega get ekki tengt fjarstýringuna mína (dx7) við hans (bixler arf) til að hafa hann í naflastreng, þannig að ég sé fyrir mér að þetta gæti verið sniðugt til að læra að fljúga. Er ekki eitthvað til í því?[/quote]


Sjá http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6573